Úrskurðurinn gildir til 19. júlí og er á grundvelli almannahagsmuna.
Í tilkynningu segir að rannsókn málsins miði vel og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Rætt var við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í kvöldfréttum. Hann segir tengsl vera á milli mannanna sem báðir eru pólskir ríkisborgarar.
Greint var frá því í framhaldinu að mennirnir hafi verið meðleigjendur.
