Stórfelld uppbygging hagkvæmra íbúða Ingibjörg Isaksen skrifar 23. júní 2023 07:18 Miklar áskoranir hafa verið á húsnæðismarkaði síðustu misseri meðal annars vegna mikillar fólksfjölgunar og nú síðast vegna samdráttar á markaði vegna verðbólgu. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnti fyrr í vikunni áætlun um stórfellda uppbyggingu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Um er að ræða aðgerðir sem hafa það að markmiði að bregðast við krefjandi stöðu sem skapast hafa vegna verðbólgu. Fyrirhugað er að byggja töluvert fleiri íbúðir á árunum 2023-2025 frá því sem áður var áætlað eða alls 2.800 íbúðir í stað 1.250 og af þeim verða byggðar 800 íbúðir strax á þessu ári. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að tvöfalda framlög til stofnlána til leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlána til íbúðarkaupa. Fjármögnun hefur verið tryggð með svigrúmi í fjármálaáætlun og hliðrun annarra verkefna, því ekkert til fyrirstöðu en að taka fram verkfærin og fara af stað. Stofnframlög og hlutdeildarlán Stofnlánakerfið hefur þann tilgang að styðja við uppbyggingu leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum við uppbyggingu leiguíbúða innan almenna húsnæðiskerfisins. Þegar ríki og sveitarfélög leggja fram stofnframlag til uppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga er mögulegt að skapa grunn fyrir lægra leiguverði. Markmiðið með stofnlánakerfinu er að leigufjárhæð sé í samræmi við greiðslugetu og að hún fari að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Stofnlánakerfið hefur reynst vel og það er sérstakt fagnaðarefni hvernig verið er með þessum aðgerðum að stórauka fjármagn til bygginu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Undirrituð telur þessa leið vera bæði skynsamlega og góða. Þá hefur reglugerð um hlutdeildarlán verið breytt með það að markmiði að auðvelda fólki að kaupa íbúðir. Um er að ræða lánafyrirkomulag þar sem ríkið fjárfestir 20% í eigninni á móti kaupanda. Þetta eru lán sem eru aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur og þá sem hafa ekki átt íbúð undanfarið fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni og þegar eignin er seld þá fær ríkið sinn 20% hluta til baka. Með breytingum á reglugerðinni nú hefur hámarksverð íbúða verið hækkað, verðflokkar sveitarfélaga endurskoðaðir og tekjumörk lántaka uppfærð. Þess utan verða hlutdeildarlánum úthlutað mánaðarlega í stað annan hvers mánuð líkt og áður var. Hlutdeildarlán er góður kostur fyrir þá einstaklinga sem vilja eignast eigið húsnæði í stað þess að vera á leigumarkaði. Samfélagslega mikilvægt Stjórnvöld og sveitarfélög hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis fyrir tekjulægri hópa samfélagsins og eru þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar liður í því að minnka ójöfnuð í samfélaginu. Hér er verið að tryggja húsnæði fyrir þann hóp sem annars ætti erfitt með að koma sér upp heimili og það er næsta víst að það kemur til með að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild hvort sem er til skemmri eða lengri tíma litið. Með uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir tekjulága eru skapaðar aðstæður fyrir einstaklinga að bæta lífskjör sín og stöðu í samfélaginu. Þannig getum við betur stuðlað að því sem samfélag að allir hafi jöfn tækifæri til þess að vaxa og dafna. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Miklar áskoranir hafa verið á húsnæðismarkaði síðustu misseri meðal annars vegna mikillar fólksfjölgunar og nú síðast vegna samdráttar á markaði vegna verðbólgu. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnti fyrr í vikunni áætlun um stórfellda uppbyggingu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Um er að ræða aðgerðir sem hafa það að markmiði að bregðast við krefjandi stöðu sem skapast hafa vegna verðbólgu. Fyrirhugað er að byggja töluvert fleiri íbúðir á árunum 2023-2025 frá því sem áður var áætlað eða alls 2.800 íbúðir í stað 1.250 og af þeim verða byggðar 800 íbúðir strax á þessu ári. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að tvöfalda framlög til stofnlána til leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlána til íbúðarkaupa. Fjármögnun hefur verið tryggð með svigrúmi í fjármálaáætlun og hliðrun annarra verkefna, því ekkert til fyrirstöðu en að taka fram verkfærin og fara af stað. Stofnframlög og hlutdeildarlán Stofnlánakerfið hefur þann tilgang að styðja við uppbyggingu leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum við uppbyggingu leiguíbúða innan almenna húsnæðiskerfisins. Þegar ríki og sveitarfélög leggja fram stofnframlag til uppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga er mögulegt að skapa grunn fyrir lægra leiguverði. Markmiðið með stofnlánakerfinu er að leigufjárhæð sé í samræmi við greiðslugetu og að hún fari að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Stofnlánakerfið hefur reynst vel og það er sérstakt fagnaðarefni hvernig verið er með þessum aðgerðum að stórauka fjármagn til bygginu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Undirrituð telur þessa leið vera bæði skynsamlega og góða. Þá hefur reglugerð um hlutdeildarlán verið breytt með það að markmiði að auðvelda fólki að kaupa íbúðir. Um er að ræða lánafyrirkomulag þar sem ríkið fjárfestir 20% í eigninni á móti kaupanda. Þetta eru lán sem eru aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur og þá sem hafa ekki átt íbúð undanfarið fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni og þegar eignin er seld þá fær ríkið sinn 20% hluta til baka. Með breytingum á reglugerðinni nú hefur hámarksverð íbúða verið hækkað, verðflokkar sveitarfélaga endurskoðaðir og tekjumörk lántaka uppfærð. Þess utan verða hlutdeildarlánum úthlutað mánaðarlega í stað annan hvers mánuð líkt og áður var. Hlutdeildarlán er góður kostur fyrir þá einstaklinga sem vilja eignast eigið húsnæði í stað þess að vera á leigumarkaði. Samfélagslega mikilvægt Stjórnvöld og sveitarfélög hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis fyrir tekjulægri hópa samfélagsins og eru þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar liður í því að minnka ójöfnuð í samfélaginu. Hér er verið að tryggja húsnæði fyrir þann hóp sem annars ætti erfitt með að koma sér upp heimili og það er næsta víst að það kemur til með að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild hvort sem er til skemmri eða lengri tíma litið. Með uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir tekjulága eru skapaðar aðstæður fyrir einstaklinga að bæta lífskjör sín og stöðu í samfélaginu. Þannig getum við betur stuðlað að því sem samfélag að allir hafi jöfn tækifæri til þess að vaxa og dafna. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun