Um leikskólamál. Erum við á þriðju vaktinni í vinnunni? Hildur Sveinsdóttir skrifar 28. júní 2023 09:00 Nú hefur verið fjallað talsvert um þriðju vaktina og þá ábyrgð sem henni fylgir. Það er staðreynd að þriðja vaktin er til og oftar en ekki eru þetta verkefni sem konur sinna á sínum heimilum. Það er bara þannig að við konur sinnum þessum verkefnum oft stundum á okkar eigin kostnað. Hver þekkir ekki það að setja sjálfan sig á hakann til þess að aðrir í fjölskyldunni geti gert sitt og að allt gangi upp. En förum við konur í þetta hlutverk líka þegar kemur að vinnuframlagi, launum og álagi ? Nú tilheyri ég vinnustétt sem er talin til kvennavinnustéttar og eru meiri hluti starfsmanna konur á mínum vinnustað. Það er nú þannig að við sem vinnum með börnum og störfum í leikskólum erum einstaklega sveigjanleg, tökum á okkur allskonar auka álag og erum alltaf tilbúin að leggja á okkur meira til að halda uppi faglegu starfi og að börnunum líði sem best. En við fáum það ekki alltaf metið til launa eða þá ábyrgð sem við stöndum undir. Hvað er meiri ábyrgð en að stuðla að öryggi og vellíðan barnanna okkar ? Það er staðreynd að margir upplifa kulnun í starfi þegar kemur að störfum sem tilheyra kennslu, uppeldi og umönnun. En af hverju er það ? Erum við á þriðju vaktinni líka þar ? Erum við að leggja meira til starfsins en launaseðillin og starfalýsing segir til um ? Erum við að starfa undir of miklu álagi ? Erum við að taka hagsmuni annara fram yfir okkar eigin ? Það er staðreynd að víða í leikskólum landsins er mannekla, starfsfólk endist ekki í starfi og langtíma veikindaorlof eru algeng. Það gengur illa að endurnýja leikskólakennarastéttina og starfsfólk leikskólanna fer í önnur störf. En af hverju er þetta svona ? Af hverju er þessi staða komin upp ? Jú því við erum alltaf að redda, láta allt ganga upp og erum að taka á okkur meira en góðu hófi gegnir. Við erum starfstétt sem erum á fyrstu, annarri og þriðju vaktinni. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt, við þurfum að hugsa þetta út frá því hvað er börnunum fyrir bestu og starfsfólkinu líka. Við þurfum að hætta að hugsa um hvað komast mörg börn inn á hvern leikskóla óháð fermetrafjölda og starfsgildum. Við þurfum að fara að hugsa um hvað komast mörg börn inn á leikskólann þannig að allir fái það sem þeir þurfa, bæði að starfið sé faglegt og að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Við þurfum að geta komið á móts við þarfir allra barna og hafa tækifæri til þess að nýta rétt þann góða mannauð sem inn á leikskólum starfar. Vilja ekki allir að leikskólarnir séu menntastofnanir með faglegt starf að leiðarljósi en ekki geymslupláss ? Við starfsfólk leikskólanna verðum líka að hætta að taka endalaust á okkur meira álag, sætta okkur við að starfa í umhverfi þar sem okkur finnst við ekki ráða við starfið, þar sem álagið er einfaldlega of mikið og við erum að brenna út. Við verðum að hætta að vera líka á þriðju vaktinni í vinnunni okkar. Það er komin tími á að breyta þessu og gera leikskólanna að stað þar sem allir fá notið sín, bæði starfsfólk og börn. Höfundur er starfandi leikskólaliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Nú hefur verið fjallað talsvert um þriðju vaktina og þá ábyrgð sem henni fylgir. Það er staðreynd að þriðja vaktin er til og oftar en ekki eru þetta verkefni sem konur sinna á sínum heimilum. Það er bara þannig að við konur sinnum þessum verkefnum oft stundum á okkar eigin kostnað. Hver þekkir ekki það að setja sjálfan sig á hakann til þess að aðrir í fjölskyldunni geti gert sitt og að allt gangi upp. En förum við konur í þetta hlutverk líka þegar kemur að vinnuframlagi, launum og álagi ? Nú tilheyri ég vinnustétt sem er talin til kvennavinnustéttar og eru meiri hluti starfsmanna konur á mínum vinnustað. Það er nú þannig að við sem vinnum með börnum og störfum í leikskólum erum einstaklega sveigjanleg, tökum á okkur allskonar auka álag og erum alltaf tilbúin að leggja á okkur meira til að halda uppi faglegu starfi og að börnunum líði sem best. En við fáum það ekki alltaf metið til launa eða þá ábyrgð sem við stöndum undir. Hvað er meiri ábyrgð en að stuðla að öryggi og vellíðan barnanna okkar ? Það er staðreynd að margir upplifa kulnun í starfi þegar kemur að störfum sem tilheyra kennslu, uppeldi og umönnun. En af hverju er það ? Erum við á þriðju vaktinni líka þar ? Erum við að leggja meira til starfsins en launaseðillin og starfalýsing segir til um ? Erum við að starfa undir of miklu álagi ? Erum við að taka hagsmuni annara fram yfir okkar eigin ? Það er staðreynd að víða í leikskólum landsins er mannekla, starfsfólk endist ekki í starfi og langtíma veikindaorlof eru algeng. Það gengur illa að endurnýja leikskólakennarastéttina og starfsfólk leikskólanna fer í önnur störf. En af hverju er þetta svona ? Af hverju er þessi staða komin upp ? Jú því við erum alltaf að redda, láta allt ganga upp og erum að taka á okkur meira en góðu hófi gegnir. Við erum starfstétt sem erum á fyrstu, annarri og þriðju vaktinni. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt, við þurfum að hugsa þetta út frá því hvað er börnunum fyrir bestu og starfsfólkinu líka. Við þurfum að hætta að hugsa um hvað komast mörg börn inn á hvern leikskóla óháð fermetrafjölda og starfsgildum. Við þurfum að fara að hugsa um hvað komast mörg börn inn á leikskólann þannig að allir fái það sem þeir þurfa, bæði að starfið sé faglegt og að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Við þurfum að geta komið á móts við þarfir allra barna og hafa tækifæri til þess að nýta rétt þann góða mannauð sem inn á leikskólum starfar. Vilja ekki allir að leikskólarnir séu menntastofnanir með faglegt starf að leiðarljósi en ekki geymslupláss ? Við starfsfólk leikskólanna verðum líka að hætta að taka endalaust á okkur meira álag, sætta okkur við að starfa í umhverfi þar sem okkur finnst við ekki ráða við starfið, þar sem álagið er einfaldlega of mikið og við erum að brenna út. Við verðum að hætta að vera líka á þriðju vaktinni í vinnunni okkar. Það er komin tími á að breyta þessu og gera leikskólanna að stað þar sem allir fá notið sín, bæði starfsfólk og börn. Höfundur er starfandi leikskólaliði.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun