Gervigreind komin til starfa hjá Heilsugæslunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2023 17:51 Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Dicino, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Steingrímur Árnason, tæknistjóri Dicino Aðsent Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur samið við heilsutæknifyrirtækið Dicino um áframhaldandi þróun gervigreindarverkfæris sem nýtist í netspjalli Heilsuveru. Gervigreindin spyr sjúkling út sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og ritar sjálfvirka læknaskýrslu á íslensku. Þetta segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gervigreindin nýtist í netspjalli Heilsuveru þar sem tekið er sjálfvirkt innritunarviðtal við sjúklinginn áður en sérfræðingar Upplýsingamiðstöðvarinnar taka við spjallinu. Sjúklingurinn er spurður út í sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og þekkir kerfið yfir 1.200 læknisfræðileg málefni og getur spurt yfir 5.500 spurninga á bæði íslensku og ensku. Síðan er texti læknaskýrslu ritaður sjálfvirkt á íslensku óháð tungumáli sjúklings. Þurfa ekki lengur að spyrja sömu spurninga „Starfsfólkið okkar þarf nú ekki lengur að spyrja sömu spurninganna aftur og aftur heldur getur það einbeitt sér að úrlausn og frekari ráðgjöf mun hraðar en áður. Um 62% gesta Heilsuveru velja netspjallið og því var tilvalið að byrja þar.“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningunni segir að reynslan af þjónustunni sýni að hægt sé að leysa úr sífellt stærri hluta erinda með fjarlausnum sem sé betri þjónusta fyrir einstaklinginn og dregur jafnframt úr álagi á heilbrigðiskerfið. Samstarf Heilsugæslunnar og Dicino hófst síðastliðið vor í lausnamóti heilbrigðiskerfisins, sem skipulagt var af Heilsutækniklasanum. Að loknum prófunarfasa og samráðsvinnu var netspjall Heilsuveru tengt Dicino og fer hluti samtals við sérfræðing nú fram með sjálfvirkum hætti. Í kjölfar jákvæðra niðurstaða var ákveðið að ganga til samninga um áframhaldandi notkun á kerfinu. „Við vorum komin með annan fótinn til Spánar en rann auðvitað blóðið til skyldunnar þegar kallið kom enda smellpassaði lausnin okkar við þarfir Heilsugæslunnar,“ segir Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Dicino. Kerfið var áður einungis í boði fyrir spænsku- og enskumælandi. Ábyrg notkun gervigreindar í þágu almannaheillar „Hjá Dicino höfum við farið afar varlega og forritað gervigreindarvirkni sjálf þannig að við séum einungis að auka skilvirkni en ekki áhættu með tækninni. Á hverjum degi notum við öll einhverja gerð gervigreindar, hvort sem það er sjálfvirkni á lagavali streymisveitna eða þegar við flökkum um heima samfélagsmiðlanna sem nota tölfræði til að birta færslur og markaðsefni,“ segir Steingrímur Árnason, tæknistjóri Dicino. „Á endanum snýst þetta um að nýta tæknina með ábyrgum hætti í þágu almannaheilla. Það er engin sjálfvirk ákvarðanataka varðandi meðferðina sjálfa heldur erum við hreinlega að spara eitt helsta verðmætið, sem er tími. Í þessu tilviki tími sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks sem skortur er á um allan heim,“ segir Steingrímur. „Það hefur verið frábært að fá að vera með þeim fyrstu til að starfa með beinum hætti með hinu opinbera og framlínu heilbrigðiskerfisins. Við höfum nú þegar fengið ómetanlega endurgjöf sem gagnast við framþróun lausnarinnar og það má segja að þó lausnin sé afar viðamikil þá séum við rétt að byrja.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Gervigreind Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gervigreindin nýtist í netspjalli Heilsuveru þar sem tekið er sjálfvirkt innritunarviðtal við sjúklinginn áður en sérfræðingar Upplýsingamiðstöðvarinnar taka við spjallinu. Sjúklingurinn er spurður út í sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og þekkir kerfið yfir 1.200 læknisfræðileg málefni og getur spurt yfir 5.500 spurninga á bæði íslensku og ensku. Síðan er texti læknaskýrslu ritaður sjálfvirkt á íslensku óháð tungumáli sjúklings. Þurfa ekki lengur að spyrja sömu spurninga „Starfsfólkið okkar þarf nú ekki lengur að spyrja sömu spurninganna aftur og aftur heldur getur það einbeitt sér að úrlausn og frekari ráðgjöf mun hraðar en áður. Um 62% gesta Heilsuveru velja netspjallið og því var tilvalið að byrja þar.“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningunni segir að reynslan af þjónustunni sýni að hægt sé að leysa úr sífellt stærri hluta erinda með fjarlausnum sem sé betri þjónusta fyrir einstaklinginn og dregur jafnframt úr álagi á heilbrigðiskerfið. Samstarf Heilsugæslunnar og Dicino hófst síðastliðið vor í lausnamóti heilbrigðiskerfisins, sem skipulagt var af Heilsutækniklasanum. Að loknum prófunarfasa og samráðsvinnu var netspjall Heilsuveru tengt Dicino og fer hluti samtals við sérfræðing nú fram með sjálfvirkum hætti. Í kjölfar jákvæðra niðurstaða var ákveðið að ganga til samninga um áframhaldandi notkun á kerfinu. „Við vorum komin með annan fótinn til Spánar en rann auðvitað blóðið til skyldunnar þegar kallið kom enda smellpassaði lausnin okkar við þarfir Heilsugæslunnar,“ segir Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Dicino. Kerfið var áður einungis í boði fyrir spænsku- og enskumælandi. Ábyrg notkun gervigreindar í þágu almannaheillar „Hjá Dicino höfum við farið afar varlega og forritað gervigreindarvirkni sjálf þannig að við séum einungis að auka skilvirkni en ekki áhættu með tækninni. Á hverjum degi notum við öll einhverja gerð gervigreindar, hvort sem það er sjálfvirkni á lagavali streymisveitna eða þegar við flökkum um heima samfélagsmiðlanna sem nota tölfræði til að birta færslur og markaðsefni,“ segir Steingrímur Árnason, tæknistjóri Dicino. „Á endanum snýst þetta um að nýta tæknina með ábyrgum hætti í þágu almannaheilla. Það er engin sjálfvirk ákvarðanataka varðandi meðferðina sjálfa heldur erum við hreinlega að spara eitt helsta verðmætið, sem er tími. Í þessu tilviki tími sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks sem skortur er á um allan heim,“ segir Steingrímur. „Það hefur verið frábært að fá að vera með þeim fyrstu til að starfa með beinum hætti með hinu opinbera og framlínu heilbrigðiskerfisins. Við höfum nú þegar fengið ómetanlega endurgjöf sem gagnast við framþróun lausnarinnar og það má segja að þó lausnin sé afar viðamikil þá séum við rétt að byrja.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Gervigreind Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira