Vörur á mesta afslættinum voru hækkaðar í verði í vikunni Árni Sæberg skrifar 29. júní 2023 22:08 Benjamin Julian er verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Stöð 2/Arnar Verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ kom sér upp sjálfvirkum gagnagrunni verðlags hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á dögunum. Á innan við viku nappaði hann stórfyrirtæki sem hækkaði verð fjölda vara til þess eins að blása til útsölu þremur dögum seinna. Húsasmiðjan gaf í dag út svokallaðan sumarútsölubækling þar sem boðaður er allt að helmingsafsláttur af völdum vörum. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir þó að maðkur sé í mysunni. Í samtali við Vísi segir hann að fyrir skömmu hafi hann komið á fót rafrænu eftirliti með verði hér og þar, þar sem fæstar verslanir bjóði upp á verðsögu. „Svo tók ég eftir þessu í dag, ég skima þetta af og til, að vörur sem ég sá að höfðu hækkað um daginn voru að lækka aftur núna. Ég velti því fyrir mér hvað gæti orsakað það og kíkti á allt gagnasettið. Þá kemur í ljós að margar af þeim vörum sem fóru á útsölu í dag höfðu hækkað í verði fyrir þremur dögum síðan.“ Birti gögnin Benjamin Julian ákvað að gera gögnin aðgengileg á Grid, íslenskri vefsíðu þar sem hægt er að birta gögn á myndrænan hátt. Færsla hans á vefsíðunni ber titilinn Hvenær er útsala útsala?. Þar má meðal annars sjá grafið hér að neðan. Það sýnir verðþróun ýmissa vara, sem fóru á útsölu í dag, síðustu fimm daga. „Í dag lækkaði Húsasmiðjan verð á fjölmörgum vörum - „allt að 50% afsláttur“. Reyndar þarf stækkunargler til að finna vörur sem lækkað hafa um 50% í verði, en það eru ekki stóru tíðindin. Stóru tíðindin eru þau sem ekki er sagt frá í sumarbæklingnum: Að fyrir þremur dögum hækkaði verð á yfir 200 vörum sem lækkaði síðan aftur í verði í dag. Hlutfallsbreytingarnar, dag fyrir dag, má sjá á grafinu hér að ofan,“ segir í færslu Benjamins. Raunmeðalafsláttur 25 prósent annars vegar en aðeins 12,5 prósent hins vegar Benjamin Julian segir að gífurlegur munur sé á raunafslætti þeirra vara sem hækkaðar voru fyrir þremur dögum og þeirra sem ekki voru hækkaðar. „Það sem skilur hópana að er hins vegar, og auðvitað, að afslátturinn er sagður hærri á þeim vörum sem voru fyrst hækkaðar og svo lækkaðar. Að meðaltali eru hinar vörurnar á 25% afslætti, en kraftaverkavörurnar sem fóru til himna og stigu svo niður þremur dögum síðar eru á 30% afslætti fyrir vikið,“ segir í færslu Julians og munurinn er sýndur myndrænt: Þá sést í töflu í færslunni að raunafsláttur þeirra vara sem hækkaðar voru í vikunni er hæstur 37,7 prósent en lægstur neikvæður um 0,9 prósent. Vísvitandi blekking Benjamin Julian segir að um 1500 vörur séu á útsölu hjá Húsasmiðjunni og að aðeins um 200 þeirra hafi hækkað í verði í vikunni. Meðalafsláttur þeirra vara sem hafa ekkert breyst undanfarið sé 25 prósent í bæklingnum en þrjátíu prósent í hinum flokknum. „Þannig að það er mjög augljóst að það er mjög vísvitandi verið að færa til verðið á þessum vörum til þess að láta afsláttinn líta þannig út. Ég veit ekki hvað annað maður á að kalla þetta, það kann að vera að einhver í Húsasmiðjunni kunni skýringu á þessu, en að mínu viti er þetta bara blekking.“ „Svínslegt og ætti ekki að vera leyfilegt“ Benjamin Julian segir það miður að fleiri verslanir bjóði ekki upp á verðsögu í vefverslunum sínum. Í því felist mikil vernd fyrir neytendur. „En þar sem hún er ekki aðgengileg, þar er hægt að leika svona leiki. Það er að mínu mati svínslegt og ætti ekki að vera leyfilegt,“ segir hann. Þessu vill Benjamin Julian ráða bót á með rafræna verðlagseftirlitinu sínu. Verðlag ASÍ Verslun Neytendur Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Húsasmiðjan gaf í dag út svokallaðan sumarútsölubækling þar sem boðaður er allt að helmingsafsláttur af völdum vörum. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir þó að maðkur sé í mysunni. Í samtali við Vísi segir hann að fyrir skömmu hafi hann komið á fót rafrænu eftirliti með verði hér og þar, þar sem fæstar verslanir bjóði upp á verðsögu. „Svo tók ég eftir þessu í dag, ég skima þetta af og til, að vörur sem ég sá að höfðu hækkað um daginn voru að lækka aftur núna. Ég velti því fyrir mér hvað gæti orsakað það og kíkti á allt gagnasettið. Þá kemur í ljós að margar af þeim vörum sem fóru á útsölu í dag höfðu hækkað í verði fyrir þremur dögum síðan.“ Birti gögnin Benjamin Julian ákvað að gera gögnin aðgengileg á Grid, íslenskri vefsíðu þar sem hægt er að birta gögn á myndrænan hátt. Færsla hans á vefsíðunni ber titilinn Hvenær er útsala útsala?. Þar má meðal annars sjá grafið hér að neðan. Það sýnir verðþróun ýmissa vara, sem fóru á útsölu í dag, síðustu fimm daga. „Í dag lækkaði Húsasmiðjan verð á fjölmörgum vörum - „allt að 50% afsláttur“. Reyndar þarf stækkunargler til að finna vörur sem lækkað hafa um 50% í verði, en það eru ekki stóru tíðindin. Stóru tíðindin eru þau sem ekki er sagt frá í sumarbæklingnum: Að fyrir þremur dögum hækkaði verð á yfir 200 vörum sem lækkaði síðan aftur í verði í dag. Hlutfallsbreytingarnar, dag fyrir dag, má sjá á grafinu hér að ofan,“ segir í færslu Benjamins. Raunmeðalafsláttur 25 prósent annars vegar en aðeins 12,5 prósent hins vegar Benjamin Julian segir að gífurlegur munur sé á raunafslætti þeirra vara sem hækkaðar voru fyrir þremur dögum og þeirra sem ekki voru hækkaðar. „Það sem skilur hópana að er hins vegar, og auðvitað, að afslátturinn er sagður hærri á þeim vörum sem voru fyrst hækkaðar og svo lækkaðar. Að meðaltali eru hinar vörurnar á 25% afslætti, en kraftaverkavörurnar sem fóru til himna og stigu svo niður þremur dögum síðar eru á 30% afslætti fyrir vikið,“ segir í færslu Julians og munurinn er sýndur myndrænt: Þá sést í töflu í færslunni að raunafsláttur þeirra vara sem hækkaðar voru í vikunni er hæstur 37,7 prósent en lægstur neikvæður um 0,9 prósent. Vísvitandi blekking Benjamin Julian segir að um 1500 vörur séu á útsölu hjá Húsasmiðjunni og að aðeins um 200 þeirra hafi hækkað í verði í vikunni. Meðalafsláttur þeirra vara sem hafa ekkert breyst undanfarið sé 25 prósent í bæklingnum en þrjátíu prósent í hinum flokknum. „Þannig að það er mjög augljóst að það er mjög vísvitandi verið að færa til verðið á þessum vörum til þess að láta afsláttinn líta þannig út. Ég veit ekki hvað annað maður á að kalla þetta, það kann að vera að einhver í Húsasmiðjunni kunni skýringu á þessu, en að mínu viti er þetta bara blekking.“ „Svínslegt og ætti ekki að vera leyfilegt“ Benjamin Julian segir það miður að fleiri verslanir bjóði ekki upp á verðsögu í vefverslunum sínum. Í því felist mikil vernd fyrir neytendur. „En þar sem hún er ekki aðgengileg, þar er hægt að leika svona leiki. Það er að mínu mati svínslegt og ætti ekki að vera leyfilegt,“ segir hann. Þessu vill Benjamin Julian ráða bót á með rafræna verðlagseftirlitinu sínu.
Verðlag ASÍ Verslun Neytendur Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira