Kríuvarp á Snæfellsnesi minnkað stórlega Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 17:38 Kríurnar á Snæfellsnesi eiga undir högg að sækja ef marka má úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Náttúrustofa Vesturlands Kríuvarp á Snæfellsnesi hafa minnkað stórlega á rúmum áratug samkvæmt úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Talið er að fæðuskortur við varpstöðvarnar árin 2004 til 2017 spili stórt hlutverk en sjófuglar hafi einnig komið illa út úr fuglaflensu á undanförnum árum. Þetta segir í færslu Náttúrustofu Vesturlands á Facebook. Þar segir að Náttúrustofan hafi nú lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi. Metinn hafi verið heildarfjöldi kríuhreiðra í stóra kríuvarpinu við Rif og Hellissand, en það var einnig gert í fyrra í fyrsta sinn. Önnur kríuvörp á Snæfellsnesi hafi einnig verið heimsótt og stærð þeirra metin gróflega. Útbreiðsla varpsins var kortlögð og þéttleiki hreiðra mældur á fjölmörgum stöðum í varpinu, sem valdir voru með tilviljanakenndum hætti. Úrvinnsla standi nú yfir og niðurstöðurnar verði birtar í haust. Náttúrustofa Vesturlands hefur lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi og er niðurstaða að vænta í haust.Náttúrustofa Vesturlands Krían átti undir högg að sækja í langan tíma Litlar birtar upplýsingar eru til um stærð einstakra kríuvarpa fyrr á árum, ef frá er talið gróft mat Freydísar Vigfúsdóttur á stærð varpanna á árunum 2008-2011 en þegar hún framkvæmdi sínar mælingar hafði krían þegar átt í erfiðleikum í einhver ár. Af samanburði við eldri mælingar hennar sé ljóst, ef frá er talið varpið við Rif, að kríuvörpin á Snæfellsnesi hafi minnkað stórlega á rúmum áratug. Nokkrir þættir geti, samkvæmt Náttúrustofu, átt þátt í þessari miklu fækkun. Engan starfsmann Náttúrustofnunar Vesturlands sakaði við úttektina.Náttúrustofa Vesturlands Þar spili fæðuskortur við varpstöðvarnar á tímabilinu 2004 til 2017 stórt hlutverk en einnig er þekkt að allra síðustu ár hafi sumir sjófuglar víða um heim orðið mjög illa fyrir barðinu á fuglaflensu. Það eigi við um kríur og aðrar þernur. Þriðja mögulega ástæðan sé rysjótt tíðarfar og stórviðri á fyrri hluta varptímans í ár. Í færslunni segir sömuleiðis að hver svo sem ástæðan sé „þá er þetta einstaklega dapurleg þróun og full ástæða til að gefa stöðu kríunnar og verndun hennar sérstakan gaum!“ Þá er tekið sérstaklega fram í ljósi neikvæðrar umfjöllunar um verndaratferli kríunnar við kríuvörp að enginn starfsmaður Náttúrustofunnar hafi orðið fyrir meiðslum við mælingarnar. Fuglar Snæfellsbær Dýr Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þetta segir í færslu Náttúrustofu Vesturlands á Facebook. Þar segir að Náttúrustofan hafi nú lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi. Metinn hafi verið heildarfjöldi kríuhreiðra í stóra kríuvarpinu við Rif og Hellissand, en það var einnig gert í fyrra í fyrsta sinn. Önnur kríuvörp á Snæfellsnesi hafi einnig verið heimsótt og stærð þeirra metin gróflega. Útbreiðsla varpsins var kortlögð og þéttleiki hreiðra mældur á fjölmörgum stöðum í varpinu, sem valdir voru með tilviljanakenndum hætti. Úrvinnsla standi nú yfir og niðurstöðurnar verði birtar í haust. Náttúrustofa Vesturlands hefur lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi og er niðurstaða að vænta í haust.Náttúrustofa Vesturlands Krían átti undir högg að sækja í langan tíma Litlar birtar upplýsingar eru til um stærð einstakra kríuvarpa fyrr á árum, ef frá er talið gróft mat Freydísar Vigfúsdóttur á stærð varpanna á árunum 2008-2011 en þegar hún framkvæmdi sínar mælingar hafði krían þegar átt í erfiðleikum í einhver ár. Af samanburði við eldri mælingar hennar sé ljóst, ef frá er talið varpið við Rif, að kríuvörpin á Snæfellsnesi hafi minnkað stórlega á rúmum áratug. Nokkrir þættir geti, samkvæmt Náttúrustofu, átt þátt í þessari miklu fækkun. Engan starfsmann Náttúrustofnunar Vesturlands sakaði við úttektina.Náttúrustofa Vesturlands Þar spili fæðuskortur við varpstöðvarnar á tímabilinu 2004 til 2017 stórt hlutverk en einnig er þekkt að allra síðustu ár hafi sumir sjófuglar víða um heim orðið mjög illa fyrir barðinu á fuglaflensu. Það eigi við um kríur og aðrar þernur. Þriðja mögulega ástæðan sé rysjótt tíðarfar og stórviðri á fyrri hluta varptímans í ár. Í færslunni segir sömuleiðis að hver svo sem ástæðan sé „þá er þetta einstaklega dapurleg þróun og full ástæða til að gefa stöðu kríunnar og verndun hennar sérstakan gaum!“ Þá er tekið sérstaklega fram í ljósi neikvæðrar umfjöllunar um verndaratferli kríunnar við kríuvörp að enginn starfsmaður Náttúrustofunnar hafi orðið fyrir meiðslum við mælingarnar.
Fuglar Snæfellsbær Dýr Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira