Fer frá Barbie til Narníu Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júlí 2023 10:39 Ryan Gosling leikur Ken, Greta Gerwig leikstýrir og Margot Robbie leikur Barbie í nýju Barbie-myndinni. Jordan Strauss/AP Netflix ætlar að koma fantasíunni Narníu aftur á stóra skjáinn og hefur leikstjórinn Greta Gerwig gert tveggja mynda samning við streymisveiturisann. Hún er nýbúin að leikstýra Barbie sem kemur út seinna í mánuðinum. Netflix greindi frá því í lok árs 2018 að fyrirtækið hefði gert samning við The C.S Lewis Company um að setja allar Narníu-bækur Lewis á stóra skjáinn. Það er í fyrsta skiptið sem fyrirtæki fær réttinn að öllum sjö bókunum. Orðrómur hefur gengið um mögulegan leikstjóra í þónokkurn tíma og nú hefur loks verið staðfest að Gerwig muni leikstýra myndunum, allavega fyrstu tveimur. Þá mun hún einnig skrifa handritið að þeim. Hins vegar er ekki enn vitað hver eða hverjir munu leikstýra hinum fimm. Reyna aftur við Narníu Narníu-sögur Lewis voru fyrst aðlagaðar að stóra skjánum í þríleik sem kom út á árunum 2005 til 2010. Fyrsta myndin, Ævintýralandið Narnía: Ljónið, nornin og skápurinn, naut mikilla vinsælda og skilaði næstum 750 milljónum Bandaríkjadala í kassann. Seinni myndirnar tvær, Kaspían konungsson og Sigling dagfara, voru ekki alveg jafn vinsælar og sú fyrsta en höluðu þó báðar inn rúmum 400 milljónum Bandaríkjadala. Nú á að reyna að endurtaka leikinn og fá vinsælan leikstjóra á uppleið til liðs við verkefnið. Barbie-mynd Gerwig kemur út seinna í mánuðinum en leikstjórinn hefur greint frá því að hún muni að öllum líkindum ekki gera aðra mynd um leikfang eftir að nýja Barbie-myndin kemur út. „Það þyrfti að vera eitthvað sem væri með skrítnum öngli, sem manni líður eins og fari inn að beinmergi,“ sagði hún í viðtali við New Yorker nýlega. „Ég veit ekki hvort það er til dúkka sem einhver er reiður út í.“ „Greta og ég höfum mjög meðvitað verið að byggja feril hennar,“ sagði Jeremy Barber, umboðsmaður Gerwig, í viðtali við New Yorker. „Metnaður hennar er ekki að verða stærsti kvenleikstjórinn heldur stór stúdíóleikstjóri. Og Barbie var hugverk sem hún tengdi við.“ Hollywood Bókmenntir Tengdar fréttir Margslunginn Lewis Sennilega hafa engar barnabækur verið jafn umdeildar og Narníu-bækurnar. Fræðimenn hafa rifist um duldar merkingar þeirra, falin skilaboð og hvað í ósköpunum höfundurinn C.S Lewis var að reyna að segja. Þriðja myndin í Narníu-flokknum, Voyage of the Dawn Treader eða Sigling Dagfara, verður frumsýnd um helgina. Hinar myndirnar tvær hafa hlotið 9. desember 2010 15:00 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Netflix greindi frá því í lok árs 2018 að fyrirtækið hefði gert samning við The C.S Lewis Company um að setja allar Narníu-bækur Lewis á stóra skjáinn. Það er í fyrsta skiptið sem fyrirtæki fær réttinn að öllum sjö bókunum. Orðrómur hefur gengið um mögulegan leikstjóra í þónokkurn tíma og nú hefur loks verið staðfest að Gerwig muni leikstýra myndunum, allavega fyrstu tveimur. Þá mun hún einnig skrifa handritið að þeim. Hins vegar er ekki enn vitað hver eða hverjir munu leikstýra hinum fimm. Reyna aftur við Narníu Narníu-sögur Lewis voru fyrst aðlagaðar að stóra skjánum í þríleik sem kom út á árunum 2005 til 2010. Fyrsta myndin, Ævintýralandið Narnía: Ljónið, nornin og skápurinn, naut mikilla vinsælda og skilaði næstum 750 milljónum Bandaríkjadala í kassann. Seinni myndirnar tvær, Kaspían konungsson og Sigling dagfara, voru ekki alveg jafn vinsælar og sú fyrsta en höluðu þó báðar inn rúmum 400 milljónum Bandaríkjadala. Nú á að reyna að endurtaka leikinn og fá vinsælan leikstjóra á uppleið til liðs við verkefnið. Barbie-mynd Gerwig kemur út seinna í mánuðinum en leikstjórinn hefur greint frá því að hún muni að öllum líkindum ekki gera aðra mynd um leikfang eftir að nýja Barbie-myndin kemur út. „Það þyrfti að vera eitthvað sem væri með skrítnum öngli, sem manni líður eins og fari inn að beinmergi,“ sagði hún í viðtali við New Yorker nýlega. „Ég veit ekki hvort það er til dúkka sem einhver er reiður út í.“ „Greta og ég höfum mjög meðvitað verið að byggja feril hennar,“ sagði Jeremy Barber, umboðsmaður Gerwig, í viðtali við New Yorker. „Metnaður hennar er ekki að verða stærsti kvenleikstjórinn heldur stór stúdíóleikstjóri. Og Barbie var hugverk sem hún tengdi við.“
Hollywood Bókmenntir Tengdar fréttir Margslunginn Lewis Sennilega hafa engar barnabækur verið jafn umdeildar og Narníu-bækurnar. Fræðimenn hafa rifist um duldar merkingar þeirra, falin skilaboð og hvað í ósköpunum höfundurinn C.S Lewis var að reyna að segja. Þriðja myndin í Narníu-flokknum, Voyage of the Dawn Treader eða Sigling Dagfara, verður frumsýnd um helgina. Hinar myndirnar tvær hafa hlotið 9. desember 2010 15:00 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Margslunginn Lewis Sennilega hafa engar barnabækur verið jafn umdeildar og Narníu-bækurnar. Fræðimenn hafa rifist um duldar merkingar þeirra, falin skilaboð og hvað í ósköpunum höfundurinn C.S Lewis var að reyna að segja. Þriðja myndin í Narníu-flokknum, Voyage of the Dawn Treader eða Sigling Dagfara, verður frumsýnd um helgina. Hinar myndirnar tvær hafa hlotið 9. desember 2010 15:00