Fagna aldarafmæli Djúpósstíflu sem bjargaði byggð í Þykkvabæ Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2023 22:11 Guðjón Ármannsson er frá Vesturholtum í Þykkvabæ. Einar Árnason Þess var minnst með athöfn í Þykkvabæ í Rangárþingi síðdegis að eitthundrað ár eru frá því Djúpósstífla var reist. Stíflan er sögð hafa bjargað byggð í Þykkvabæ. Í fréttum Stöðvar 2 var sent út bent frá Djúpósstíflu og rætt við Þykkbæinginn Guðjón Ármannsson frá Vesturholtum. Á sama tíma sátu um 190 manns kaffisamsæti í íþróttahúsinu í Þykkvabæ í umsjón Kvenfélagsins Sigurvonar eftir að nýtt söguskilti var afhjúpað við stífluna, við hlið þrjátíu ára gamals minnisvarða. Við Djúpósstíflu síðdegis.Einar Árnason Stíflan er um sex kílómetra ofan við þorpið í Þykkvabæ. Hún reis við ármót Ytri-Rangár og Þverár en þar koma saman báðar Rangárnar, og áður fyrr einnig Markarfljót, meðan það rann í Þverá, þannig að vatnsmagn helstu fljóta Rangárvallasýslu fór um Djúpós. Gerð stíflunnar fyrir tíma vélvæðingar þótti afrek á sínum tíma en milli níutíu og eitthundrað menn reistu stífluna að mestu í höndunum. Hún var 340 metra löng og fimmtán metra breið og var talin eitt mesta mannvirki landsins. Verkið tók fimm vikur, hófst 29. maí árið 1923 og þann 4. júlí var stíflan fullgerð. Söguskiltið um Djúpósstíflu afhjúpað.Einar Árnason „Það var einfaldlega vegna þess að Djúpósstífla bjargaði Þykkvabænum,“ svarar Guðjón Ármannsson spurningu um hversvegna Þykkbæingum þyki svona vænt um stífluna, sem fremur mætti kalla varnargarð. „Það var þannig að árnar hérna flæmdust yfir Þykkvabæinn og Safamýri. Þykkvibærinn var orðinn óbyggilegur. Þykkvibærinn var orðinn eins og eyðisker. Hann var hólmi. Allir búskaparmöguleikar voru farnir og á vettvangi dagblaðanna var rætt um það að það þyrfti að flytja allt fólkið út til Ameríku vegna þess að það var ekki byggilegt hérna lengur. Þannig að hér stöndum við á þessum stað og minnumst þessa atburðar þegar Þykkvabæ var bjargað,“ segir Guðjón. Um 190 mann sóttu kaffisamsæti kvenfélagsins í íþróttahúsinu í Þykkvabæ að lokinni afhjúpun söguskiltisins.KMU Þykkvibær telst í dag höfuðból kartöflunnar á Íslandi. Sveitin hefði vart náð þeim sessi ef stíflan hefði ekki risið. „Já, það er alveg á hreinu. Vegna þess að eftir að Djúpós var stíflaður þá færðust Þykkbæingar í aukana, fóru í kartöflurækt. Fóru að rækta kartöflur hér á söndunum sem áður voru undir vatni og þeir efldust og Þykkvabæjarkartöflurnar urðu til,“ segir Guðjón. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 úr Þykkvabæ: Hér má sjá kafla úr þætti um Þykkvabæ sem Stöð 2 sýndi fyrir tveimur árum: Hér má sjá annan kafla úr þættinum: Rangárþing ytra Tímamót Um land allt Kartöflurækt Matvælaframleiðsla Garðyrkja Landbúnaður Tengdar fréttir Vísan sem þjóðskáldið sendi Þykkvbæingum Vísa sem Matthías Jochumsson orti um Þykkvbæinga lýsti þeim sem hrossætum sem svæfu á hundaþúfum. Sagan segir að þjóðskáldið hafi haft óbeit á alræmdu hrossakjötsáti íbúanna í Þykkvabæ en Matthías var prestur í Odda á Rangárvöllum á árunum 1880 til 1886. 28. mars 2021 08:02 Segir léttgeggjað lið sem ræktar kartöflur „Þetta er náttúrlega léttgeggjað lið að standa í þessu. Það er svo ótalmargt sem getur gerst þannig að þetta verði ekki neitt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, um kartöfluræktendur, en áætlað er að um sjötíu prósent af þeim kartöflum sem ræktaðar eru á Íslandi komi frá bændum í Þykkvabæ. 25. mars 2021 10:22 Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sent út bent frá Djúpósstíflu og rætt við Þykkbæinginn Guðjón Ármannsson frá Vesturholtum. Á sama tíma sátu um 190 manns kaffisamsæti í íþróttahúsinu í Þykkvabæ í umsjón Kvenfélagsins Sigurvonar eftir að nýtt söguskilti var afhjúpað við stífluna, við hlið þrjátíu ára gamals minnisvarða. Við Djúpósstíflu síðdegis.Einar Árnason Stíflan er um sex kílómetra ofan við þorpið í Þykkvabæ. Hún reis við ármót Ytri-Rangár og Þverár en þar koma saman báðar Rangárnar, og áður fyrr einnig Markarfljót, meðan það rann í Þverá, þannig að vatnsmagn helstu fljóta Rangárvallasýslu fór um Djúpós. Gerð stíflunnar fyrir tíma vélvæðingar þótti afrek á sínum tíma en milli níutíu og eitthundrað menn reistu stífluna að mestu í höndunum. Hún var 340 metra löng og fimmtán metra breið og var talin eitt mesta mannvirki landsins. Verkið tók fimm vikur, hófst 29. maí árið 1923 og þann 4. júlí var stíflan fullgerð. Söguskiltið um Djúpósstíflu afhjúpað.Einar Árnason „Það var einfaldlega vegna þess að Djúpósstífla bjargaði Þykkvabænum,“ svarar Guðjón Ármannsson spurningu um hversvegna Þykkbæingum þyki svona vænt um stífluna, sem fremur mætti kalla varnargarð. „Það var þannig að árnar hérna flæmdust yfir Þykkvabæinn og Safamýri. Þykkvibærinn var orðinn óbyggilegur. Þykkvibærinn var orðinn eins og eyðisker. Hann var hólmi. Allir búskaparmöguleikar voru farnir og á vettvangi dagblaðanna var rætt um það að það þyrfti að flytja allt fólkið út til Ameríku vegna þess að það var ekki byggilegt hérna lengur. Þannig að hér stöndum við á þessum stað og minnumst þessa atburðar þegar Þykkvabæ var bjargað,“ segir Guðjón. Um 190 mann sóttu kaffisamsæti kvenfélagsins í íþróttahúsinu í Þykkvabæ að lokinni afhjúpun söguskiltisins.KMU Þykkvibær telst í dag höfuðból kartöflunnar á Íslandi. Sveitin hefði vart náð þeim sessi ef stíflan hefði ekki risið. „Já, það er alveg á hreinu. Vegna þess að eftir að Djúpós var stíflaður þá færðust Þykkbæingar í aukana, fóru í kartöflurækt. Fóru að rækta kartöflur hér á söndunum sem áður voru undir vatni og þeir efldust og Þykkvabæjarkartöflurnar urðu til,“ segir Guðjón. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 úr Þykkvabæ: Hér má sjá kafla úr þætti um Þykkvabæ sem Stöð 2 sýndi fyrir tveimur árum: Hér má sjá annan kafla úr þættinum:
Rangárþing ytra Tímamót Um land allt Kartöflurækt Matvælaframleiðsla Garðyrkja Landbúnaður Tengdar fréttir Vísan sem þjóðskáldið sendi Þykkvbæingum Vísa sem Matthías Jochumsson orti um Þykkvbæinga lýsti þeim sem hrossætum sem svæfu á hundaþúfum. Sagan segir að þjóðskáldið hafi haft óbeit á alræmdu hrossakjötsáti íbúanna í Þykkvabæ en Matthías var prestur í Odda á Rangárvöllum á árunum 1880 til 1886. 28. mars 2021 08:02 Segir léttgeggjað lið sem ræktar kartöflur „Þetta er náttúrlega léttgeggjað lið að standa í þessu. Það er svo ótalmargt sem getur gerst þannig að þetta verði ekki neitt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, um kartöfluræktendur, en áætlað er að um sjötíu prósent af þeim kartöflum sem ræktaðar eru á Íslandi komi frá bændum í Þykkvabæ. 25. mars 2021 10:22 Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
Vísan sem þjóðskáldið sendi Þykkvbæingum Vísa sem Matthías Jochumsson orti um Þykkvbæinga lýsti þeim sem hrossætum sem svæfu á hundaþúfum. Sagan segir að þjóðskáldið hafi haft óbeit á alræmdu hrossakjötsáti íbúanna í Þykkvabæ en Matthías var prestur í Odda á Rangárvöllum á árunum 1880 til 1886. 28. mars 2021 08:02
Segir léttgeggjað lið sem ræktar kartöflur „Þetta er náttúrlega léttgeggjað lið að standa í þessu. Það er svo ótalmargt sem getur gerst þannig að þetta verði ekki neitt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, um kartöfluræktendur, en áætlað er að um sjötíu prósent af þeim kartöflum sem ræktaðar eru á Íslandi komi frá bændum í Þykkvabæ. 25. mars 2021 10:22
Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42