Átján þúsund Íslendingar á vanskilaskrá Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júlí 2023 12:04 Hrefna ræddi sekt Persónuverndar í Bítinu í dag. Bylgjan Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir fyrirtækið hafa veitt smálánafyrirtækinu eCommerce 2020 ApS of mikið traust. Þá segir hún átján þúsund Íslendinga skráða á vanskilaskrá og að líkur séu á því að sú tala hækki með hækkandi vöxtum og verðbólgu. Hrefna var gestur í Bítinu í morgun. Þar játar hún að Creditinfo hafi á sínum tíma ekki athugað mál lánaskilmála nógu vel og veitt viðskiptavininum eCommerce of mikið traust í tengslum við skráningar á vanskilaskrá. „Það sem stendur á okkur er að við höfum sett of mikið traust á aðilann sem sendir inn kröfuna um að hans lánaskilmálar væru fullnægjandi,“ segir Hrefna. „Síðan er þessi sundurgreining á hvað má skrá ekki nægilega skýr í innsendingu.“ Verðbólga og vextir auki vanskil einstaklinga Greint var frá því í gær að Persónuvernd hefur sektað Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segja sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða. Sektin varðaði skráningu upplýsinga frá eCommerce 2020 ApS um vanskil á smálánum hjá Creditinfo. „Við höfum lært mjög mikið af þessu máli og breytt okkar verklagi. Þessum tiltekna viðskiptavini var sagt upp, sem sagt ekki tekið á móti skráningu frá honum og innheimtuaðilanum,“ segir Hrefna um eCommerce. Hún segir Creditinfo hafa afskráð þær kröfur sem ekki voru réttmætar og aukið eftirlit á þeim sem fyrirtækið sér skráningu á vanskilaskrá fyrir. Þá segir Hrefna að átján þúsund manns séu skráðir á vanskilaskrá í dag á Íslandi. Ekki sé ólíklegt að sú tala eigi eftir að hækka. „Ef þú spáir í umhverfið, vextir orðnir verulega háir, verðbólga einnig, þá eru alveg líkur á því að vanskil einstaklinga geti aukist.“ Persónuvernd Bítið Fjármál heimilisins Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Hrefna var gestur í Bítinu í morgun. Þar játar hún að Creditinfo hafi á sínum tíma ekki athugað mál lánaskilmála nógu vel og veitt viðskiptavininum eCommerce of mikið traust í tengslum við skráningar á vanskilaskrá. „Það sem stendur á okkur er að við höfum sett of mikið traust á aðilann sem sendir inn kröfuna um að hans lánaskilmálar væru fullnægjandi,“ segir Hrefna. „Síðan er þessi sundurgreining á hvað má skrá ekki nægilega skýr í innsendingu.“ Verðbólga og vextir auki vanskil einstaklinga Greint var frá því í gær að Persónuvernd hefur sektað Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segja sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða. Sektin varðaði skráningu upplýsinga frá eCommerce 2020 ApS um vanskil á smálánum hjá Creditinfo. „Við höfum lært mjög mikið af þessu máli og breytt okkar verklagi. Þessum tiltekna viðskiptavini var sagt upp, sem sagt ekki tekið á móti skráningu frá honum og innheimtuaðilanum,“ segir Hrefna um eCommerce. Hún segir Creditinfo hafa afskráð þær kröfur sem ekki voru réttmætar og aukið eftirlit á þeim sem fyrirtækið sér skráningu á vanskilaskrá fyrir. Þá segir Hrefna að átján þúsund manns séu skráðir á vanskilaskrá í dag á Íslandi. Ekki sé ólíklegt að sú tala eigi eftir að hækka. „Ef þú spáir í umhverfið, vextir orðnir verulega háir, verðbólga einnig, þá eru alveg líkur á því að vanskil einstaklinga geti aukist.“
Persónuvernd Bítið Fjármál heimilisins Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira