Má ekki flytja lagið sitt og biður aðra um að gera það Máni Snær Þorláksson skrifar 5. júlí 2023 14:24 Emmsjé Gauti Vísir/Vilhelm Emmsjé Gauti segir viðtökurnar við þjóðhátíðarlaginu í ár hafa verið góðar. Það hafi þó ekki alltaf verið markmið að semja þjóðhátíðarlagið. Hann er spenntur fyrir því að frumflytja það í brekkunni í Vestmannaeyjum en ætlar þangað til að hlusta á annað fólk flytja lagið. „Ég er ótrúlega spenntur. Ég náttúrulega má ekki taka lagið fyrir það, samkvæmt samningum verður það að vera frumflutt í brekkunni,“ segir Emmsjé Gauti í samtali við fréttastofu. Þess vegna hefur Emmsjé Gauti ákveðið að efna til ábreiðukeppni. „Það er ekkert sem bannar öðrum að syngja lagið, þannig ég leyfi fólki að spreyta sig á meðan ég get ekki flutt það.“ Keppnin virkar þannig að fólk má flytja þjóðhátíðarlagið Þúsund hjörtu með hvaða hætti sem er. Taka þarf myndband af flutningnum og birta hann á TikTok eða í hringrás (e. story) á Instagram. Keppnin stendur yfir frá 7. júlí til 16. júlí. Gauti segir að það skipti engu máli hvernig fólk gerir ábreiðuna, hægt sé að taka þátt hvernig sem er. „Hvort sem það sé hljómsveit eða einstaklingur sem er að gera teknó í tölvunni sinni, hvort sem það er tekið upp í partíi eða heima í stofu.“ Sjálfur ætlar hann svo að fara yfir allar ábreiðurnar og velja tvær sem honum finnst vera bestar. Þau sem bera sigur úr býtum hljóta að verðlaunum miða á Þjóðhátíð og bjór, ef þau hafa aldur til. Gauti fyrir tíu árum hefði sagt nei Að sögn Gauta hafa viðtökurnar við þjóðhátíðarlaginu verið virkilega góðar. „Fram úr öllum væntingum,“ segir hann. Hann segist hafa verið að bíða eftir því að fá neikvæð viðbrögð en að þau hafi svo bara ekki komið. Það hefur ekki alltaf verið markmið hjá Gauta að gera þjóðhátíðarlag en tónlistin hans hefur þróast mikið á síðustu árum. „Ef þú hefðir spurt rebel Gauta fyrir tíu árum hvort hann ætli að gera þjóðhátíðarlagið þá hefði hann örugglega verið með einhverja stæla og sagt nei,“ segir hann. „En áherslurnar breytast og maður er náttúrulega búinn að færa sig í dægurlagaáttina líka, þá er þetta bara geðveikt.“ Mikil spenna Gauti segir að hann hafi þurft að setja sig í ákveðnar stellingar til að gera þjóðhátíðarlagið en að hann hafi passað sig á því að missa ekki sjálfan sig í ferlinu. „Málið er að ég þurfti að gera þetta fyrir mig þannig þetta myndi meika sens, ég hefði aldrei viljað gefa út þjóðhátíðarlag sem ég hefði ekki gaman að.“ Hann hafi auk þess aldrei lagt jafn mikið í eitt lag. „Vanalega þegar ég er að semja er ég bara uppi í stúdíó að gera eitthvað og síðan endar það sem lag eða ekki,“ segir hann. „Þetta var erfitt en lærdómsríkt ferli.“ Emmsjé Gauti finnur fyrir spennu í loftinu. Vísir/Vilhelm Þá segist Gauti finna fyrir mikilli spennu. „Lagið er að hitta, ég finn það, það er búið að vera mikið spilað á Spotify og útvarpi. Ég hef spilað oft á Þjóðhátíð og það er ótrúlega gaman en maður er svolítið spenntur að vera með lagið og fá að vera smá lukkudýr.“ En hvert er uppáhalds þjóðhátíðarlag Emmsjé Gauta? „Verður það ekki bara að vera Lífið er yndislegt, er það ekki bara lagið sem er Þjóðhátíð einhvern veginn?“ Tónlist Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Ég er ótrúlega spenntur. Ég náttúrulega má ekki taka lagið fyrir það, samkvæmt samningum verður það að vera frumflutt í brekkunni,“ segir Emmsjé Gauti í samtali við fréttastofu. Þess vegna hefur Emmsjé Gauti ákveðið að efna til ábreiðukeppni. „Það er ekkert sem bannar öðrum að syngja lagið, þannig ég leyfi fólki að spreyta sig á meðan ég get ekki flutt það.“ Keppnin virkar þannig að fólk má flytja þjóðhátíðarlagið Þúsund hjörtu með hvaða hætti sem er. Taka þarf myndband af flutningnum og birta hann á TikTok eða í hringrás (e. story) á Instagram. Keppnin stendur yfir frá 7. júlí til 16. júlí. Gauti segir að það skipti engu máli hvernig fólk gerir ábreiðuna, hægt sé að taka þátt hvernig sem er. „Hvort sem það sé hljómsveit eða einstaklingur sem er að gera teknó í tölvunni sinni, hvort sem það er tekið upp í partíi eða heima í stofu.“ Sjálfur ætlar hann svo að fara yfir allar ábreiðurnar og velja tvær sem honum finnst vera bestar. Þau sem bera sigur úr býtum hljóta að verðlaunum miða á Þjóðhátíð og bjór, ef þau hafa aldur til. Gauti fyrir tíu árum hefði sagt nei Að sögn Gauta hafa viðtökurnar við þjóðhátíðarlaginu verið virkilega góðar. „Fram úr öllum væntingum,“ segir hann. Hann segist hafa verið að bíða eftir því að fá neikvæð viðbrögð en að þau hafi svo bara ekki komið. Það hefur ekki alltaf verið markmið hjá Gauta að gera þjóðhátíðarlag en tónlistin hans hefur þróast mikið á síðustu árum. „Ef þú hefðir spurt rebel Gauta fyrir tíu árum hvort hann ætli að gera þjóðhátíðarlagið þá hefði hann örugglega verið með einhverja stæla og sagt nei,“ segir hann. „En áherslurnar breytast og maður er náttúrulega búinn að færa sig í dægurlagaáttina líka, þá er þetta bara geðveikt.“ Mikil spenna Gauti segir að hann hafi þurft að setja sig í ákveðnar stellingar til að gera þjóðhátíðarlagið en að hann hafi passað sig á því að missa ekki sjálfan sig í ferlinu. „Málið er að ég þurfti að gera þetta fyrir mig þannig þetta myndi meika sens, ég hefði aldrei viljað gefa út þjóðhátíðarlag sem ég hefði ekki gaman að.“ Hann hafi auk þess aldrei lagt jafn mikið í eitt lag. „Vanalega þegar ég er að semja er ég bara uppi í stúdíó að gera eitthvað og síðan endar það sem lag eða ekki,“ segir hann. „Þetta var erfitt en lærdómsríkt ferli.“ Emmsjé Gauti finnur fyrir spennu í loftinu. Vísir/Vilhelm Þá segist Gauti finna fyrir mikilli spennu. „Lagið er að hitta, ég finn það, það er búið að vera mikið spilað á Spotify og útvarpi. Ég hef spilað oft á Þjóðhátíð og það er ótrúlega gaman en maður er svolítið spenntur að vera með lagið og fá að vera smá lukkudýr.“ En hvert er uppáhalds þjóðhátíðarlag Emmsjé Gauta? „Verður það ekki bara að vera Lífið er yndislegt, er það ekki bara lagið sem er Þjóðhátíð einhvern veginn?“
Tónlist Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira