Óvenju há rafleiðni ekki merki um yfirvofandi Kötlugos Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. júlí 2023 10:42 Jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikurnar hafa verið þær mestu í Mýrdalsjökli, þar sem Kötlujökul er að finna, síðan 2016. Vísir/RAX Óvenju há rafleiðni í Múlakvísl miðað við árstíma bendir ekki til þess að líkur hafi aukist á Kötlugosi. Náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands segir rafleiðni hægt og bítandi fara minnkandi. Hann hvetur fólk í grenndinni að fara varlega vegna jarðgass. Veðurstofa Íslands segir í tilkynningu að líkur séu á vatnavöxtum í Múlakvísl vegna aukins hlutfalls jarðhitavatns í ánni. Þá fylgir því gasmengun við ána sem fylgir jarðhitavatninu. Fyrir neðan má bera Mýrdalsjökul augum úr lofti í myndbandi sem tekið er af Ragnari Axelssyni, RAX, í gær. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvásérfræðingur, segir í samtali við Vísi að Veðurstofan fylgist vel með stöðunni. Vatnshæð í Múlakvísl og Markarfljóti fari ekki hækkandi. „Þannig líkur á hlaupi úr jöklinum eru litlar eins og staðan er núna, þó það sé alltaf möguleiki. En líklega mun þetta leka hægt og rólega og svo klárast, þó maður sé alltaf varkár þegar það kemur að Mýrdalsjökli.“ Óttast ekki Kötlu í bráð Aukin skjálftavirkni hefur mælst í Kötlu síðustu daga og hófst hrina þar í lok síðasta mánaðar. Stærsti skjálftinn á svæðinu mældist 4,4 þann 30. júní. Áður hafa sérfræðingar Veðurstofunnar sagt jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikurnar vera þær mestu í Mýrdalsjökli, þar sem Kötlujökul er að finna, síðan haustið 2016.Sé talið að þetta séu merki um jarðhitavirkni á svæðinu en að ekki væri hægt að útiloka kvikuhreyfingar. Bjarki tekur fram að Veðurstofan fylgist vel með en enn sem komið er sé ekkert sem bendi til þess að Katla gæti gosið þá og þegar. „Rafleiðnin í Múlakvísl tengist ekki kvikuhreyfingu, heldur er öflugt jarðhitakerfi undir jöklinum sem gerir það að verkum að það rekur jarðhitavatn út í Múlakvísl.“ Bjarki bætir því við að vegfarendur þurfi að fara að öllu með gát í grenndinni. „Þá sérstaklega í dældum og lægðum þar sem gasið getur safnast saman.“ Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla RAX Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Sjá meira
Veðurstofa Íslands segir í tilkynningu að líkur séu á vatnavöxtum í Múlakvísl vegna aukins hlutfalls jarðhitavatns í ánni. Þá fylgir því gasmengun við ána sem fylgir jarðhitavatninu. Fyrir neðan má bera Mýrdalsjökul augum úr lofti í myndbandi sem tekið er af Ragnari Axelssyni, RAX, í gær. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvásérfræðingur, segir í samtali við Vísi að Veðurstofan fylgist vel með stöðunni. Vatnshæð í Múlakvísl og Markarfljóti fari ekki hækkandi. „Þannig líkur á hlaupi úr jöklinum eru litlar eins og staðan er núna, þó það sé alltaf möguleiki. En líklega mun þetta leka hægt og rólega og svo klárast, þó maður sé alltaf varkár þegar það kemur að Mýrdalsjökli.“ Óttast ekki Kötlu í bráð Aukin skjálftavirkni hefur mælst í Kötlu síðustu daga og hófst hrina þar í lok síðasta mánaðar. Stærsti skjálftinn á svæðinu mældist 4,4 þann 30. júní. Áður hafa sérfræðingar Veðurstofunnar sagt jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikurnar vera þær mestu í Mýrdalsjökli, þar sem Kötlujökul er að finna, síðan haustið 2016.Sé talið að þetta séu merki um jarðhitavirkni á svæðinu en að ekki væri hægt að útiloka kvikuhreyfingar. Bjarki tekur fram að Veðurstofan fylgist vel með en enn sem komið er sé ekkert sem bendi til þess að Katla gæti gosið þá og þegar. „Rafleiðnin í Múlakvísl tengist ekki kvikuhreyfingu, heldur er öflugt jarðhitakerfi undir jöklinum sem gerir það að verkum að það rekur jarðhitavatn út í Múlakvísl.“ Bjarki bætir því við að vegfarendur þurfi að fara að öllu með gát í grenndinni. „Þá sérstaklega í dældum og lægðum þar sem gasið getur safnast saman.“
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla RAX Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Sjá meira