Alltaf erfitt á Selfossi Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júlí 2023 12:31 Lillý Rut Hlynsdóttir skallar hér boltann frá í leik við Breiðablik fyrr í sumar. Vísir/Vilhelm „Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir, sérstaklega á Selfossi. Þetta verður bara hörkuleikur,“ segir Lillý Rut Hlynsdóttir, leikmaður Vals, um verkefni dagsins. Valur og Selfoss mætast í Bestu deild kvenna klukkan 14:00. Selfoss-liðinu hefur ekki gengið vel í sumar og er á botni deildarinnar með sjö stig og hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum. Lillý vill þó ekki meina að um skyldusigur sé að ræða. „Nei, alls ekki. Þótt að gengið hafi ekki verið það besta hjá þeim eru þær samt með mjög góða leikmenn og hörkulið,“ segir Lillý sem segir Valskonur klárar í slaginn. „Við erum búnar að fara vel yfir liðið eins og við gerum fyrir alla leiki. Það eru yfirleitt svipaðar áherslur hjá okkur en breytist aðeins eftir mótherjanum.“ Hraðar sóknir Selfosskvenna sé þá þeirra helsta ógn. „Við vitum að þær eru mjög snöggar fram á við og vilja sækja hratt svo við þurfum að vera undirbúnar fyrir það,“ segir Lillý. Spennandi toppbarátta fram undan Valur og Breiðablik voru jöfn að stigum fyrir umferðina með 23 stig en Breiðablik vann sinn leik við Keflavík í gær og er því með þriggja stiga forskot. Lillý hlakkar til baráttunnar við Blika en býst einnig við öðrum liðum í baráttunni. Þróttur er með 21 stig eftir sigur á Stjörnunni í gær og Þór/KA getur farið í 22 stig með sigri í sínum leik við ÍBV norðan heiða í dag. „Við viljum vinna alla leiki, svo það breytir litlu. Það er mikilvægt í dag eins og alla aðra leiki,“ segir Lillý. „Þær eru að spila ótrúlega vel núna og baráttan við þær leggst vel í mig. Það verða líklega önnur lið líka í þessari titilbaráttu. Þetta er mjög spennandi en við ætlum okkur að fara alla leið,“ segir hún að endingu. Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild kvenna í dag og allir hefjast þeir klukkan tvö. Þeir eru listaðir upp að neðan. Klukkan 20:00 í kvöld mun Helena Ólafsdóttir svo gera umferðina upp ásamt sérfræðingateymi sínu í Bestu mörkunum. Leikir dagsins í Bestu deild kvenna 14:00 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport) 14:00 FH - Tindastóll (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 Þór/KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin 2) 20:00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Fótbolti Valur UMF Selfoss Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Selfoss-liðinu hefur ekki gengið vel í sumar og er á botni deildarinnar með sjö stig og hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum. Lillý vill þó ekki meina að um skyldusigur sé að ræða. „Nei, alls ekki. Þótt að gengið hafi ekki verið það besta hjá þeim eru þær samt með mjög góða leikmenn og hörkulið,“ segir Lillý sem segir Valskonur klárar í slaginn. „Við erum búnar að fara vel yfir liðið eins og við gerum fyrir alla leiki. Það eru yfirleitt svipaðar áherslur hjá okkur en breytist aðeins eftir mótherjanum.“ Hraðar sóknir Selfosskvenna sé þá þeirra helsta ógn. „Við vitum að þær eru mjög snöggar fram á við og vilja sækja hratt svo við þurfum að vera undirbúnar fyrir það,“ segir Lillý. Spennandi toppbarátta fram undan Valur og Breiðablik voru jöfn að stigum fyrir umferðina með 23 stig en Breiðablik vann sinn leik við Keflavík í gær og er því með þriggja stiga forskot. Lillý hlakkar til baráttunnar við Blika en býst einnig við öðrum liðum í baráttunni. Þróttur er með 21 stig eftir sigur á Stjörnunni í gær og Þór/KA getur farið í 22 stig með sigri í sínum leik við ÍBV norðan heiða í dag. „Við viljum vinna alla leiki, svo það breytir litlu. Það er mikilvægt í dag eins og alla aðra leiki,“ segir Lillý. „Þær eru að spila ótrúlega vel núna og baráttan við þær leggst vel í mig. Það verða líklega önnur lið líka í þessari titilbaráttu. Þetta er mjög spennandi en við ætlum okkur að fara alla leið,“ segir hún að endingu. Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild kvenna í dag og allir hefjast þeir klukkan tvö. Þeir eru listaðir upp að neðan. Klukkan 20:00 í kvöld mun Helena Ólafsdóttir svo gera umferðina upp ásamt sérfræðingateymi sínu í Bestu mörkunum. Leikir dagsins í Bestu deild kvenna 14:00 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport) 14:00 FH - Tindastóll (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 Þór/KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin 2) 20:00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Leikir dagsins í Bestu deild kvenna 14:00 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport) 14:00 FH - Tindastóll (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 Þór/KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin 2) 20:00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Fótbolti Valur UMF Selfoss Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira