Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnarsamstarfið hafa tekið mjög á stjórnarþingmenn í eisntaka málum. Hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar matvælaráðherra svaraði því að gagnrýni á hvalveiðifrestun væri eingöngu til heimabrúks.
Og í hádegisfréttum förum við yfir nýjustu upplýsingar um jarðrhræringar á Reykjanesi og heyrum í lögreglunni á Suðurlandi, sem gerir ráð fyrir mikilli umferð í dag eftir eina af stærri ferðahelgum ársins.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.