Bestu mörkin: Þjálfarinn upptekinn á Coldplay tónleikum í Kaupmannahöfn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 09:31 Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastólskvenna en hann missti af leiknum um helgina. Vísir/Vilhelm Konráð Freyr Sigurðsson stýrði liði Tindastóls í mikilvægum leik í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær en aðalþjálfari liðsins, Halldór Jón Sigurðsson, var hvergi sjáanlegur á hliðarlínunni. Bestu mörkin fóru yfir það af hverju Halldór Jón hafi misst af nýliðaslagnum í Kaplakrika en Tindastóll situr áfram í fallsæti deildarinnar eftir naumt 1-0 tap. „Við sáum það í viðtölum eftir leik að Donni var víðs fjarri,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Þetta var Konni en ekki Donni,“ skaut þá Mist Rúnarsdóttir inn í en Konráð Freyr er bróðir Halldórs. „Það var ekki langt að fara en hefur þú heyrt einhverja ástæðu,“ spurði Helena. „Ég var svo spennt að sjá bræður berjast af því að við erum með Guðna og Hlyn FH megin og svo Donna og Konna Tindastólsmegin. Ótrúlega líflegar hliðarlínur. Ég hefði alveg verið í til í aukaþátt bara af línunni,“ sagði Mist og hélt áfram: „Svo er enginn Donni en ég heyrði að hann væri á Coldplay tónleikum í Köben og mér finnst það mjög skrýtið,“ sagði Mist. „Nei, ég trúi því nú ekki,“ sagði Helena. „Ég heyrði þetta en ég velti því fyrir mér. Er Coldplay ekki að túra allt árum um hring og er vesen að fá miða,“ spurði Mist. Helena benti líka á því að það hafi ekki verið breyttur leiktími á þessum leik. Deildin er nú líka að fara í margra vikna pásu og þar hefði Donni tíma fyrir tónleikaferð. „Mér skilst að þetta sé eitthvað sem lá fyrir löngu og leikmenn séu ekkert brjálæðislega svekktar yfir þessu. Þær hafa vitað þetta en mér finnst þetta samt skrýtið af því að þú ert á þessum stað í deildinni og þú ert að fara í leik á móti nýliðum. Þetta eru lið sem þekkjast og það er saga þarna á milli. Það er hasar og fjör og það var einvígi þarna á milli í fyrra líka. Þú vilt vera með í þessu,“ sagði Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Hvar var þjálfari Tindastóls? Besta deild kvenna Bestu mörkin Tindastóll Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Bestu mörkin fóru yfir það af hverju Halldór Jón hafi misst af nýliðaslagnum í Kaplakrika en Tindastóll situr áfram í fallsæti deildarinnar eftir naumt 1-0 tap. „Við sáum það í viðtölum eftir leik að Donni var víðs fjarri,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Þetta var Konni en ekki Donni,“ skaut þá Mist Rúnarsdóttir inn í en Konráð Freyr er bróðir Halldórs. „Það var ekki langt að fara en hefur þú heyrt einhverja ástæðu,“ spurði Helena. „Ég var svo spennt að sjá bræður berjast af því að við erum með Guðna og Hlyn FH megin og svo Donna og Konna Tindastólsmegin. Ótrúlega líflegar hliðarlínur. Ég hefði alveg verið í til í aukaþátt bara af línunni,“ sagði Mist og hélt áfram: „Svo er enginn Donni en ég heyrði að hann væri á Coldplay tónleikum í Köben og mér finnst það mjög skrýtið,“ sagði Mist. „Nei, ég trúi því nú ekki,“ sagði Helena. „Ég heyrði þetta en ég velti því fyrir mér. Er Coldplay ekki að túra allt árum um hring og er vesen að fá miða,“ spurði Mist. Helena benti líka á því að það hafi ekki verið breyttur leiktími á þessum leik. Deildin er nú líka að fara í margra vikna pásu og þar hefði Donni tíma fyrir tónleikaferð. „Mér skilst að þetta sé eitthvað sem lá fyrir löngu og leikmenn séu ekkert brjálæðislega svekktar yfir þessu. Þær hafa vitað þetta en mér finnst þetta samt skrýtið af því að þú ert á þessum stað í deildinni og þú ert að fara í leik á móti nýliðum. Þetta eru lið sem þekkjast og það er saga þarna á milli. Það er hasar og fjör og það var einvígi þarna á milli í fyrra líka. Þú vilt vera með í þessu,“ sagði Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Hvar var þjálfari Tindastóls?
Besta deild kvenna Bestu mörkin Tindastóll Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira