Sundverð heimamanna gæti hækkað á mörgum stöðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. júlí 2023 12:44 Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp hefur ákveðið að hækka verð til heimamanna. Grímsnes- og Grafningshreppur Skagafjörður, Múlaþing og Fjallabyggð eru meðal þeirra sveitarfélaga sem eru nú með gjaldskrá sína fyrir sundlaugar í skoðun. Gjaldskrá Grímsnes- og Grafningshrepps hefur verið breytt og verðið til íbúa hækkað. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur ákveðið að hækka verð í sund og þreksal fyrir íbúa sveitarfélagsins til jafns við verðið fyrir aðra. Sveitarfélagið var eitt af fjölmörgum sveitarfélögum landsins sem hafa mismunandi verð fyrir íbúa sveitarfélagsins og aðra. Íbúar á aldrinum 18 til 66 ára munu þurfa að greiða 37 þúsund krónur fyrir árskort en ekki 15 þúsund krónur eins og áður. Börn á aldrinum 10 til 17 ára munu þurfa að borga 19 þúsund krónur í stað 6 þúsunda. Auk þess verður íbúum ekki leyft að leigja íþróttasalinn fyrir barnaafmæli á 6.500 krónur. Ákvörðunin kemur eftir úrskurð Innviðaráðuneytisins í máli Björgvins Njáls Ingólfssonar. Björgvin á sumarbústað í sveitarfélaginu en þurfti að greiða þrefalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt í íþróttamiðstöðinni Borg en þeir sem voru með lögheimili þar. Ekki var fallist á röksemdir hreppsins um að mismunurinn væri til að hvetja íbúa til almennrar hreyfingar og að sveitarfélagið ætti að hafa rýmri svigrúm til ákvörðunar gjaldskrár í ljósi þess að um ólögbundið verkefni væri að ræða. Úrskurðað var að búsetumismunun væri ekki í samræmi við jafnræðis eða meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Búsetumismunun algeng Búsetumismunun er algeng í sundlaugum á landsbyggðinni. Einkum þegar kemur að börnum, eldri borgurum og öryrkjum. Meðal annars í Vestmannaeyjum, Rangárþingi ytra, Hornafirði, Múlaþingi, Skagafirði og Strandabyggð. Í tilfelli Strandabyggðar ákvað sveitarstjórn að bjóða öllum íbúum sem tilheyra þessum hópum frítt í sund í ár. „Við höfum rætt þetta og það er alveg ljóst að við þurfum að fara yfir gjaldskránna með þennan úrskurð að leiðarljósi,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar. „En það hefur engin ákvörðun verið tekin enn þá.“ Í Skagafirði eru fjórar sundlaugar á vegum sveitarfélagsins. Öll börn sveitarfélagsins fá frítt í sund en önnur börn á aldrinum 6 til 18 ára þurfa að greiða 350 krónur fyrir miðann. Jónína Brynjólfsdóttir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónina Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings þar sem einnig eru fjórar sundlaugar, segir að málið hafi ekki verið tekið fyrir hjá fjölskylduráði. „Þessi úrskurður kom um svipað leyti og fjölskylduráð fór í frí. Þetta verður væntanlega tekið fyrir um leið og það kemur saman aftur í ágúst,“ segir hún. Múlaþing býður upp á frítt í sund fyrir eldri borgara, öryrkja og börn upp að 16 ára aldri búsett í sveitarfélaginu. Fjallabyggð er með frítt í sund og líkamsrækt fyrir eldri borgara sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri, segir að málið sé í skoðun. „Ég bað lögfræðing okkar að skoða úrskurðinn samdægurs,“ segir hún. Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Skagafjörður Fjallabyggð Sund Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur ákveðið að hækka verð í sund og þreksal fyrir íbúa sveitarfélagsins til jafns við verðið fyrir aðra. Sveitarfélagið var eitt af fjölmörgum sveitarfélögum landsins sem hafa mismunandi verð fyrir íbúa sveitarfélagsins og aðra. Íbúar á aldrinum 18 til 66 ára munu þurfa að greiða 37 þúsund krónur fyrir árskort en ekki 15 þúsund krónur eins og áður. Börn á aldrinum 10 til 17 ára munu þurfa að borga 19 þúsund krónur í stað 6 þúsunda. Auk þess verður íbúum ekki leyft að leigja íþróttasalinn fyrir barnaafmæli á 6.500 krónur. Ákvörðunin kemur eftir úrskurð Innviðaráðuneytisins í máli Björgvins Njáls Ingólfssonar. Björgvin á sumarbústað í sveitarfélaginu en þurfti að greiða þrefalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt í íþróttamiðstöðinni Borg en þeir sem voru með lögheimili þar. Ekki var fallist á röksemdir hreppsins um að mismunurinn væri til að hvetja íbúa til almennrar hreyfingar og að sveitarfélagið ætti að hafa rýmri svigrúm til ákvörðunar gjaldskrár í ljósi þess að um ólögbundið verkefni væri að ræða. Úrskurðað var að búsetumismunun væri ekki í samræmi við jafnræðis eða meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Búsetumismunun algeng Búsetumismunun er algeng í sundlaugum á landsbyggðinni. Einkum þegar kemur að börnum, eldri borgurum og öryrkjum. Meðal annars í Vestmannaeyjum, Rangárþingi ytra, Hornafirði, Múlaþingi, Skagafirði og Strandabyggð. Í tilfelli Strandabyggðar ákvað sveitarstjórn að bjóða öllum íbúum sem tilheyra þessum hópum frítt í sund í ár. „Við höfum rætt þetta og það er alveg ljóst að við þurfum að fara yfir gjaldskránna með þennan úrskurð að leiðarljósi,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar. „En það hefur engin ákvörðun verið tekin enn þá.“ Í Skagafirði eru fjórar sundlaugar á vegum sveitarfélagsins. Öll börn sveitarfélagsins fá frítt í sund en önnur börn á aldrinum 6 til 18 ára þurfa að greiða 350 krónur fyrir miðann. Jónína Brynjólfsdóttir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónina Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings þar sem einnig eru fjórar sundlaugar, segir að málið hafi ekki verið tekið fyrir hjá fjölskylduráði. „Þessi úrskurður kom um svipað leyti og fjölskylduráð fór í frí. Þetta verður væntanlega tekið fyrir um leið og það kemur saman aftur í ágúst,“ segir hún. Múlaþing býður upp á frítt í sund fyrir eldri borgara, öryrkja og börn upp að 16 ára aldri búsett í sveitarfélaginu. Fjallabyggð er með frítt í sund og líkamsrækt fyrir eldri borgara sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri, segir að málið sé í skoðun. „Ég bað lögfræðing okkar að skoða úrskurðinn samdægurs,“ segir hún.
Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Skagafjörður Fjallabyggð Sund Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira