Óþefur í Ólafsfirði „hátíð“ miðað við það sem áður var Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2023 06:46 Frá verksmiðju Norlandia í Ólafsfirði. Já.is Bæjarráði Fjallabyggðar berast ítrekaðar kvartanir vegna lyktarmengunar í Ólafsfirði frá fiskverkunarfyrirtækinu Norlandia og hefur borist þær um nokkurra ára skeið. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að svo virðist vera sem þolinmæði gagnvart ólykt sé minni en áður og segir kvartanir einnig hafa borist vegna ólyktar á Siglufirði. Í bókun bæjarráðs frá bæjarráðsfundi síðastliðinn föstudag óskar ráðið eftir því í ljósi ítrekaðra kvartana að heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra komi á fund ráðsins og kynni fyrir ráðinu eftirfylgniáætlun embættisins. Norlandia er hausaþurrkunarverksmiðja og hafa íbúar reglulega kvartað undan ólykt undanfarin ár. Bæjarráð Fjallabyggðar segir í bókun sinni að mikilvægt sé að grunnur verði lagður að því að tryggja sanngjarna málsmeðferð gagnvart bæði íbúum og starfsemi Norlandia. Vísir hefur ekki tali af Ásgeir Loga Ásgeirssyni, eiganda Norlandia vegna málsins. Ekki farið fiskur í fyrirtækið síðan á fimmtudag Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið í talsverðar mengunarvarnaraðgerðir og endurbætur hjá fyrirtækinu sem hann telur hafa heppnast vel. Mótor hafi hins vegar bilað hjá fyrirtækinu í vor með tilheyrandi lyktarmengun. Lítið þol hafi verið fyrir umhverfisáhrifum af hálfu starfsemi fyrirtækisins nú. „Núna liggur starfsemin niðri og það hefur ekki farið fiskur inn í fyrirtækið síðan á fimmtudag,“ segir Sigurjón. Starfsemi muni líklega ekki hefjast aftur fyrr en í ágúst. Þriðja eftirlitsferðin í dag Sigurjón kveðst hafa farið tvisvar í eftirlit á Ólafsfjörð í sumar. 15. júní og svo aftur 3. júlí. Þriðja eftirlitsferðin verður farin í dag 12. júlí. „Þá fann ég enga lykt á góðum tíma. Ég vissi af því að það hafði bilað vifta og það getur vel verið að kvartanir berist vegna þess að fólk er búið með allt þol gagnvart þessu,“ segir Sigurjón. Hann segir að stofnuninni hafi einnig borist kvartanir vegna lyktar á Siglufirði, þá vegna starfsemi Primex, fyrirtækis sem framleiðir kítín og kítósan úr rækjuskel. „Ástandið í Ólafsfirði núna er hátíð miðað við hvernig það var fyrir tveimur árum. Almennt má segja að þol fólks gagnvart svona lykt hefur minnkað.“ Fjallabyggð Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í bókun bæjarráðs frá bæjarráðsfundi síðastliðinn föstudag óskar ráðið eftir því í ljósi ítrekaðra kvartana að heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra komi á fund ráðsins og kynni fyrir ráðinu eftirfylgniáætlun embættisins. Norlandia er hausaþurrkunarverksmiðja og hafa íbúar reglulega kvartað undan ólykt undanfarin ár. Bæjarráð Fjallabyggðar segir í bókun sinni að mikilvægt sé að grunnur verði lagður að því að tryggja sanngjarna málsmeðferð gagnvart bæði íbúum og starfsemi Norlandia. Vísir hefur ekki tali af Ásgeir Loga Ásgeirssyni, eiganda Norlandia vegna málsins. Ekki farið fiskur í fyrirtækið síðan á fimmtudag Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið í talsverðar mengunarvarnaraðgerðir og endurbætur hjá fyrirtækinu sem hann telur hafa heppnast vel. Mótor hafi hins vegar bilað hjá fyrirtækinu í vor með tilheyrandi lyktarmengun. Lítið þol hafi verið fyrir umhverfisáhrifum af hálfu starfsemi fyrirtækisins nú. „Núna liggur starfsemin niðri og það hefur ekki farið fiskur inn í fyrirtækið síðan á fimmtudag,“ segir Sigurjón. Starfsemi muni líklega ekki hefjast aftur fyrr en í ágúst. Þriðja eftirlitsferðin í dag Sigurjón kveðst hafa farið tvisvar í eftirlit á Ólafsfjörð í sumar. 15. júní og svo aftur 3. júlí. Þriðja eftirlitsferðin verður farin í dag 12. júlí. „Þá fann ég enga lykt á góðum tíma. Ég vissi af því að það hafði bilað vifta og það getur vel verið að kvartanir berist vegna þess að fólk er búið með allt þol gagnvart þessu,“ segir Sigurjón. Hann segir að stofnuninni hafi einnig borist kvartanir vegna lyktar á Siglufirði, þá vegna starfsemi Primex, fyrirtækis sem framleiðir kítín og kítósan úr rækjuskel. „Ástandið í Ólafsfirði núna er hátíð miðað við hvernig það var fyrir tveimur árum. Almennt má segja að þol fólks gagnvart svona lykt hefur minnkað.“
Fjallabyggð Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira