KA leikur sinn fyrsta Evrópuleik í 20 ár: „Stór stund og mjög spennandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júlí 2023 07:01 Hallgrímur er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari KA. Vísir/Arnar KA spilar í dag sinn fyrsta Evrópuleik í 20 ár. Liðið þarf að spila leikinn í Reykjavík en það dregur þó ekki úr stærð leiksins samkvæmt Hallgrími Jónassyni, þjálfara liðsins. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. KA hefur aðeins tvisvar tekið þátt í Evrópukeppni, síðast árið 2003, þegar liðið féll út í vítaspyrnukeppni fyrir Sloboda Tuzla frá Bosníu. Biðin hefur því verið löng. „Það er hárrétt, þetta er stór stund og mjög spennandi. Fáum lánaðan frábæran völl, spáð góðu veðri svo það eru allir KA menn spenntir fyrir morgundeginum,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. „Ég held nú ekki. Erum mjög ánægðir með að fá lánaðan frábæran völl en það er ekkert launungamál að KA fólk væri til í að hafa þetta fyrir norðan. Það styttist í að við verðum komin með frábæra aðstöðu. Þetta er það sem er í boði og við tökum því. Veit að það er fullt af KA fólki að koma á leikinn og við gerum eins gott úr þessu og hægt er, eins og alltaf,“ sagði Hallgrímur aðspurður hvort það drægi úr spennunni að spila í Reykjavík en ekki á Akureyri. „Það er rútuferð, er ekki með töluna nákvæmlega á hreinu en það er búið að selja svolítið af miðum svo við erum spenntir. Held það verði fullt af fólki í stúkunni að styðja okkur og við hvetjum fólk til að koma. Það er gott veður og spennandi leikur fyrir okkur KA menn.“ Connah's Quay Nomads frá Wales er verkefni morgundagsins sem Hallgrímur segir engin lömb að leika sér við. KA-menn séu þó ekki mættir til þess eins að taka þátt og ætli sér ekkert annað en sigur. „Þetta er lið sem lenti í 2. sæti í Wales. Eru hávaxnir, sterkir, svolítið Breskir hvernig þeir eru. Beinskeyttir og reyna ekki að spila í litlum þröngum svæðum, þar geta þeir meidd okkur. Tel okkur vera betri en þeir að spila boltanum með jörðinni. Þurfum að láta boltann ganga hratt, þeir eru á undirbúningstímabili en ekki við. Ætlum að nýta okkur það og ná í góð úrslit hérna heima. Þetta er lið með reynslu úr Evrópu og þetta verður hörkuleikur.“ „Það eru ekkert margir í hópnum búnir að spila svona leiki og það verður hörku gaman. Þurfum að mæta í leikinn og spila okkar leik, hafa trú á því sem við gerum og láta þessar utanaðkomandi aðstæður trufla sem minnst,“ sagði Hallgrímur að lokum. Viðtalið við Hallgrím má sjá í heild sinni hér að ofan. Leikur KA og Connah's Quay Nomads hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Útsending hefst kl. 17.50. Sambandsdeild Evrópu KA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
KA hefur aðeins tvisvar tekið þátt í Evrópukeppni, síðast árið 2003, þegar liðið féll út í vítaspyrnukeppni fyrir Sloboda Tuzla frá Bosníu. Biðin hefur því verið löng. „Það er hárrétt, þetta er stór stund og mjög spennandi. Fáum lánaðan frábæran völl, spáð góðu veðri svo það eru allir KA menn spenntir fyrir morgundeginum,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. „Ég held nú ekki. Erum mjög ánægðir með að fá lánaðan frábæran völl en það er ekkert launungamál að KA fólk væri til í að hafa þetta fyrir norðan. Það styttist í að við verðum komin með frábæra aðstöðu. Þetta er það sem er í boði og við tökum því. Veit að það er fullt af KA fólki að koma á leikinn og við gerum eins gott úr þessu og hægt er, eins og alltaf,“ sagði Hallgrímur aðspurður hvort það drægi úr spennunni að spila í Reykjavík en ekki á Akureyri. „Það er rútuferð, er ekki með töluna nákvæmlega á hreinu en það er búið að selja svolítið af miðum svo við erum spenntir. Held það verði fullt af fólki í stúkunni að styðja okkur og við hvetjum fólk til að koma. Það er gott veður og spennandi leikur fyrir okkur KA menn.“ Connah's Quay Nomads frá Wales er verkefni morgundagsins sem Hallgrímur segir engin lömb að leika sér við. KA-menn séu þó ekki mættir til þess eins að taka þátt og ætli sér ekkert annað en sigur. „Þetta er lið sem lenti í 2. sæti í Wales. Eru hávaxnir, sterkir, svolítið Breskir hvernig þeir eru. Beinskeyttir og reyna ekki að spila í litlum þröngum svæðum, þar geta þeir meidd okkur. Tel okkur vera betri en þeir að spila boltanum með jörðinni. Þurfum að láta boltann ganga hratt, þeir eru á undirbúningstímabili en ekki við. Ætlum að nýta okkur það og ná í góð úrslit hérna heima. Þetta er lið með reynslu úr Evrópu og þetta verður hörkuleikur.“ „Það eru ekkert margir í hópnum búnir að spila svona leiki og það verður hörku gaman. Þurfum að mæta í leikinn og spila okkar leik, hafa trú á því sem við gerum og láta þessar utanaðkomandi aðstæður trufla sem minnst,“ sagði Hallgrímur að lokum. Viðtalið við Hallgrím má sjá í heild sinni hér að ofan. Leikur KA og Connah's Quay Nomads hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Útsending hefst kl. 17.50.
Sambandsdeild Evrópu KA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira