„Ég er mikill daðrari“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2023 11:19 Kevin Spacey í Lundúnum í morgun. AP/Lucy North Kevin Spacey, hinn þekkti bandaríski leikari, segist miður sín yfir því að maður hafi sakað sig um nauðgun. Spacey segist hafa liðið eins og hann hafi verið stunginn í bakið þegar hann heyrði fyrst af ásökunum. Spacey hefur verið sakaður um tólf brot gegn fjórum mönnum sem eiga að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013. Fjölmargir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Í þessu tiltekna máli hafa fjórir menn sakað hann um kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað milli áranna 2001 og 2013, en þá vann Spacey í Lundúnum. Einn mannanna sakar leikarann um rúmlega tíu brot yfir fjögurra ára tímabil. Hann segir Spacey káfað á honum og maðurinn segir að Spacey hafi einnig gripið í hendi hans og þvingað sig til að káfa á lim sínum. Annar maður segir Spacey hafa káfað á honum og kysst hann í hans óþökk. Sá þriðji segir sömuleiðis að Spacey hafi káfað á honum. Fjórði maðurinn segir Spacey hafa byrjað sér ólyfjan og nauðgað sér. Mennirnir fjórir eru búnir að bera vitni en þetta er í fyrsta sinn sem Spacey sest í vitnastúku í þessu máli. Dómarinn tilkynnti Spacey að hann yrði líklega lengst allra í stúkunni og að reynt yrði að hafa hlé á réttarhöldunum. Í frétt Sky, þar sem fylgjast má með vendingum í dómsal, segir að salurinn sé fullur af blaðamönnum. Spacey, sem er 63 ára gamall, fór um víðan völl í upphafi vitnaleiðslu sinnar þar sem hann talaði um feril sinn og það að hann hefði fyrst komið til Lundúna sem barn. Hann sagði svo að árið 2003, þegar hann var að vinna við kvikmynd í Bretlandi hafi hann fengið þá hugdettu að vinna við Old Vic leikhúsið í Lundúnum. Hann tók við sem listrænn stjórnandi leikhússins ári síðar og vann þar til ársins 2015. Er lögmaður hans spurði hann út í ásakanir fyrsta mannsins sagði Spacey hafa verið miður sín vegna ásakananna. Hann sagðist hafa átt góðar stundir með þeim manni, sem var bílstjóri, þeir hafi daðrað við hvorn annan en aldrei sofið saman. Leikarinn lýsti bílstjóranum sem daðrara og lýsti sjálfum sér sem miklum daðrara. „Við skemmtum okkur vel saman,“ sagði Spacey. Hann þvertók þó fyrir að hafa snert hann gegn vilja hans. Mál Kevin Spacey Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Kevin Spacey hafin Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. 29. júní 2023 10:35 Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. 21. október 2022 13:53 Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21 Munu krefjast framsals ef leikarinn kemur ekki sjálfviljugur Bresk yfirvöld munu krefjast þess að Kevin Spacey verði framseldur til landins ef hann kemur ekki sjálfviljugur. Hann sætir fjórum ákærum fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. 29. maí 2022 19:27 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Spacey hefur verið sakaður um tólf brot gegn fjórum mönnum sem eiga að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013. Fjölmargir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Í þessu tiltekna máli hafa fjórir menn sakað hann um kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað milli áranna 2001 og 2013, en þá vann Spacey í Lundúnum. Einn mannanna sakar leikarann um rúmlega tíu brot yfir fjögurra ára tímabil. Hann segir Spacey káfað á honum og maðurinn segir að Spacey hafi einnig gripið í hendi hans og þvingað sig til að káfa á lim sínum. Annar maður segir Spacey hafa káfað á honum og kysst hann í hans óþökk. Sá þriðji segir sömuleiðis að Spacey hafi káfað á honum. Fjórði maðurinn segir Spacey hafa byrjað sér ólyfjan og nauðgað sér. Mennirnir fjórir eru búnir að bera vitni en þetta er í fyrsta sinn sem Spacey sest í vitnastúku í þessu máli. Dómarinn tilkynnti Spacey að hann yrði líklega lengst allra í stúkunni og að reynt yrði að hafa hlé á réttarhöldunum. Í frétt Sky, þar sem fylgjast má með vendingum í dómsal, segir að salurinn sé fullur af blaðamönnum. Spacey, sem er 63 ára gamall, fór um víðan völl í upphafi vitnaleiðslu sinnar þar sem hann talaði um feril sinn og það að hann hefði fyrst komið til Lundúna sem barn. Hann sagði svo að árið 2003, þegar hann var að vinna við kvikmynd í Bretlandi hafi hann fengið þá hugdettu að vinna við Old Vic leikhúsið í Lundúnum. Hann tók við sem listrænn stjórnandi leikhússins ári síðar og vann þar til ársins 2015. Er lögmaður hans spurði hann út í ásakanir fyrsta mannsins sagði Spacey hafa verið miður sín vegna ásakananna. Hann sagðist hafa átt góðar stundir með þeim manni, sem var bílstjóri, þeir hafi daðrað við hvorn annan en aldrei sofið saman. Leikarinn lýsti bílstjóranum sem daðrara og lýsti sjálfum sér sem miklum daðrara. „Við skemmtum okkur vel saman,“ sagði Spacey. Hann þvertók þó fyrir að hafa snert hann gegn vilja hans.
Mál Kevin Spacey Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Kevin Spacey hafin Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. 29. júní 2023 10:35 Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. 21. október 2022 13:53 Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21 Munu krefjast framsals ef leikarinn kemur ekki sjálfviljugur Bresk yfirvöld munu krefjast þess að Kevin Spacey verði framseldur til landins ef hann kemur ekki sjálfviljugur. Hann sætir fjórum ákærum fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. 29. maí 2022 19:27 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Réttarhöld yfir Kevin Spacey hafin Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. 29. júní 2023 10:35
Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. 21. október 2022 13:53
Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21
Munu krefjast framsals ef leikarinn kemur ekki sjálfviljugur Bresk yfirvöld munu krefjast þess að Kevin Spacey verði framseldur til landins ef hann kemur ekki sjálfviljugur. Hann sætir fjórum ákærum fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. 29. maí 2022 19:27