Hemjum hamfarahamingjuna Arnar Már Ólafsson skrifar 13. júlí 2023 15:01 Í þriðja sinn á rúmum tveimur árum gýs nú á Reykjanesskaganum. Í þriðja sinn erum við tiltölulega heppin því hvorki er um að ræða mikið gosútfall sem ógnar flugi til og frá landinu eða veldur slæmu öskufalli í grennd gossins, né er gosið staðsett þannig eða af þeirri stærðargræðu að það ógni innviðum og íbúðabyggð. Eldgos eru mikið sjónarspil og geta verið einstaklega sjálfuvæn. En það verður að hafa í huga að eldgos eru fyrst og fremst meiriháttar náttúruhamfarir. Því hlýtur það að vera grundvallaratriði og forgangsverkefni almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, lögreglustjóra viðkomandi umdæmis og annarra stjórnvalda sem að málinu koma að tryggja öryggi borgaranna. Hluti af því getur verið að auðvelda og bæta mögulegt aðgengi að svæðinu – en það getur ekki verið í forgangi. Þó aldrei sé það þannig að opinbert eftirlit og aðhald sé hafið yfir gagnrýni eða eigi að fara fram athugasemdalaust, hlýtur samt traust okkar til þeirra sérfræðinga sem almannavörnum og eftirliti með náttúruvá að ganga fyrir þörfum hagsmunaaðila eða áhugafólks. Almannavarnir hafa skilgreint hlutverk og bera mikla ábyrgð. Það er fyrst og fremst þeirra og viðkomandi lögreglustjóra að vega og meta aðstæður útfrá fyrirliggjandi upplýsingum, þar með talið hvort réttlætanlegt og öruggt sé fyrir aðgengi almennings. Almannavarnir og lögreglan hafa í reynd einna bestu yfirsýn yfir stöðu mála – mun betri en nokkur annar, jafnvel þrautreyndasta útivistarfólk. Á fyrstu dögum hamfara – eins og eldgos alltaf er – er sérstaklega mikilvægt að gefa aðgerðastjórn svigrúm til ákvarðana og virða niðurstöður þeirra og ráðleggingar. Öryggi almennings, þar með talið þeirra ferðamanna sem fýsir að berja gosið eigin augum, er alltaf í fyrsta sæti hjá þeim. Í því ljósi er ágætt fyrir okkur öll sem sækjum landið heim í skjóli þess trausts sem við alla jafna berum til viðbragðsaðila að við hemjum okkur í hamfarahamingjunni. Virðum þær takmarkanir sem settar verða um aðgengi á gosvæðið, þ.m.t. þær tímabundnu lokanir sem óhjákvæmilega mun þurfa að grípa til. Komum fram við fulltrúa aðgerðastjórnar – sérstaklega sjálfboðaliða björgunarsveita, lögreglu og landvarða – af þeirri virðingu og þakklæti sem þau eiga skilið. Höfundur er ferðamálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Öryggis- og varnarmál Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í þriðja sinn á rúmum tveimur árum gýs nú á Reykjanesskaganum. Í þriðja sinn erum við tiltölulega heppin því hvorki er um að ræða mikið gosútfall sem ógnar flugi til og frá landinu eða veldur slæmu öskufalli í grennd gossins, né er gosið staðsett þannig eða af þeirri stærðargræðu að það ógni innviðum og íbúðabyggð. Eldgos eru mikið sjónarspil og geta verið einstaklega sjálfuvæn. En það verður að hafa í huga að eldgos eru fyrst og fremst meiriháttar náttúruhamfarir. Því hlýtur það að vera grundvallaratriði og forgangsverkefni almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, lögreglustjóra viðkomandi umdæmis og annarra stjórnvalda sem að málinu koma að tryggja öryggi borgaranna. Hluti af því getur verið að auðvelda og bæta mögulegt aðgengi að svæðinu – en það getur ekki verið í forgangi. Þó aldrei sé það þannig að opinbert eftirlit og aðhald sé hafið yfir gagnrýni eða eigi að fara fram athugasemdalaust, hlýtur samt traust okkar til þeirra sérfræðinga sem almannavörnum og eftirliti með náttúruvá að ganga fyrir þörfum hagsmunaaðila eða áhugafólks. Almannavarnir hafa skilgreint hlutverk og bera mikla ábyrgð. Það er fyrst og fremst þeirra og viðkomandi lögreglustjóra að vega og meta aðstæður útfrá fyrirliggjandi upplýsingum, þar með talið hvort réttlætanlegt og öruggt sé fyrir aðgengi almennings. Almannavarnir og lögreglan hafa í reynd einna bestu yfirsýn yfir stöðu mála – mun betri en nokkur annar, jafnvel þrautreyndasta útivistarfólk. Á fyrstu dögum hamfara – eins og eldgos alltaf er – er sérstaklega mikilvægt að gefa aðgerðastjórn svigrúm til ákvarðana og virða niðurstöður þeirra og ráðleggingar. Öryggi almennings, þar með talið þeirra ferðamanna sem fýsir að berja gosið eigin augum, er alltaf í fyrsta sæti hjá þeim. Í því ljósi er ágætt fyrir okkur öll sem sækjum landið heim í skjóli þess trausts sem við alla jafna berum til viðbragðsaðila að við hemjum okkur í hamfarahamingjunni. Virðum þær takmarkanir sem settar verða um aðgengi á gosvæðið, þ.m.t. þær tímabundnu lokanir sem óhjákvæmilega mun þurfa að grípa til. Komum fram við fulltrúa aðgerðastjórnar – sérstaklega sjálfboðaliða björgunarsveita, lögreglu og landvarða – af þeirri virðingu og þakklæti sem þau eiga skilið. Höfundur er ferðamálastjóri.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun