Segja samveruna skemmtilegasta á skátamóti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júlí 2023 21:00 Skátarnir voru heppnir með veður við Úlfljótsvatn í dag. sigurjón ólason Hátt í tvö hundruð skátar alls staðar að af landinu eru samankomnir á skátamóti í sól og blíðu við Úlfljótsvatn. Skátarnir eru á aldrinum sjö til átján ára og gista í fjórar nætur í tjöldum á Úlfljótsvatni. Dagskráin er fjölbreytt en þegar fréttastofu bar að garði voru elstu hóparnir í göngu á Hengilssvæðinu en þau yngri ýmist að sá fræjum í endurnýtt ísbox eða í fjölbreyttum leikjum. „Við erum að gera svona paprikuplöntu, eða tré. Þegar þetta vex þá getur þú tekið fræin úr paprikunni og gert það aftur. Við erum að læra að endurnýja plast og pappa,“ segja Ísafold, Friðrika og Bjartey. Hrafnkell, Ísafold, Friðrika, Bjartey og Sandra voru hæstánægð með daginn.sigurjón ólason „Við áttum að skrifa hefðir á blað og svo erum við að leika þær,“ segja Hekla og Elísa. Þær Natalía og Alexandra fengu hina rammíslensku hefð: Þetta reddast og léku það listilega hvernig hugsunarháttur margra Íslendinga getur verið í hinum ýmsu aðstæðum - og þetta er lærdómurinn: „Ekki gera kannski allt í einu, gera bara eitt í einu,“ segir Natalía. Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins.sigurjón ólason „Við erum að læra hvernig á að búa til sverð úr svampi og pappakössum, skip úr pappakössum og svo erum við með krefjandi þrautabraut fyrir eldri krakkana til að leggja áherslu á samvinnu og úthald,“ segir Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins. Auk þess sem skátarnir spreyta sig í klifri, senda flöskuskeyti og lesa úr sjóræningjaskilaboðum enda sjóræningjaþema á skátamótinu. „Við erum að gista í tjaldi þarna upp frá, við erum bara tvær í tjaldi,“ segir Alexandra. Hvernig er að vera í skátunum? Mjög gaman og skemmtilegt, lærum mjög mikið.“ Sjóræningjaþema er á skátamótinu.sigurjón ólason Hvað er það skemmtilegasta við að vera í skátunum? „Fara í vatnasafarí og vera með vinum sínum. Bara að skemmta sér á skátamóti það er ótrúlega skemmtilegt,“ segja Ísafold og Hrafnkell. Börn og uppeldi Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Skátarnir eru á aldrinum sjö til átján ára og gista í fjórar nætur í tjöldum á Úlfljótsvatni. Dagskráin er fjölbreytt en þegar fréttastofu bar að garði voru elstu hóparnir í göngu á Hengilssvæðinu en þau yngri ýmist að sá fræjum í endurnýtt ísbox eða í fjölbreyttum leikjum. „Við erum að gera svona paprikuplöntu, eða tré. Þegar þetta vex þá getur þú tekið fræin úr paprikunni og gert það aftur. Við erum að læra að endurnýja plast og pappa,“ segja Ísafold, Friðrika og Bjartey. Hrafnkell, Ísafold, Friðrika, Bjartey og Sandra voru hæstánægð með daginn.sigurjón ólason „Við áttum að skrifa hefðir á blað og svo erum við að leika þær,“ segja Hekla og Elísa. Þær Natalía og Alexandra fengu hina rammíslensku hefð: Þetta reddast og léku það listilega hvernig hugsunarháttur margra Íslendinga getur verið í hinum ýmsu aðstæðum - og þetta er lærdómurinn: „Ekki gera kannski allt í einu, gera bara eitt í einu,“ segir Natalía. Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins.sigurjón ólason „Við erum að læra hvernig á að búa til sverð úr svampi og pappakössum, skip úr pappakössum og svo erum við með krefjandi þrautabraut fyrir eldri krakkana til að leggja áherslu á samvinnu og úthald,“ segir Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins. Auk þess sem skátarnir spreyta sig í klifri, senda flöskuskeyti og lesa úr sjóræningjaskilaboðum enda sjóræningjaþema á skátamótinu. „Við erum að gista í tjaldi þarna upp frá, við erum bara tvær í tjaldi,“ segir Alexandra. Hvernig er að vera í skátunum? Mjög gaman og skemmtilegt, lærum mjög mikið.“ Sjóræningjaþema er á skátamótinu.sigurjón ólason Hvað er það skemmtilegasta við að vera í skátunum? „Fara í vatnasafarí og vera með vinum sínum. Bara að skemmta sér á skátamóti það er ótrúlega skemmtilegt,“ segja Ísafold og Hrafnkell.
Börn og uppeldi Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira