Fabrikkunni á Höfðatorgi lokað í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 11:23 Hamborgarafabrikkan á Höfðatorgi verður sótthreinsuð í dag. Hamborgarafabrikkan Rekstraraðilar Hamborgarafabrikkunnar hafa ákveðið að loka veitingastað sínum á Höfðatorgi í dag og grípa til sóttvarnarráðstafana vegna mögulegrar nóróveirusýkingar á staðnum. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fabrikkunnar í samtali við Vísi. „Vonandi er þetta yfirstaðið en við viljum samt grípa til ráðstafana og fara í sama pakka hér og við fórum í í Kringlunni,“ segir María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar. Eins og komið hefur fram urðu rúmlega hundrað manns veikir eftir að hafa snætt á Fabrikkunni í Kringlunni um helgina og fjórir eftir að hafa snætt á Höfðatorgi. Ekkert fannst í matvælum né sósum María segir að niðurstöður úr sýnatökum heilbrigðiseftirlitsins úr veikum gestum liggi enn ekki fyrir en þær munu liggja fyrir síðdegis. Hins vegar hafi Fabrikkan sjálf sent sósur sínar og hamborgara í greiningu. „Þetta var allt saman í lagi og þá fer maður að hallast að því að þetta geti hafa verið nóróveira. Þess vegna viljum við sótthreinsa allt hjá okkur og bregðast við með viðeigandi hætti, rétt eins og við gerðum í Kringlunni,“ segir María. Hún segir ákvörðunina vera tekna með öryggi viðskiptavina og starfsmanna í huga. Hamborgarafabrikkan hafi starfað í rúm þrettán ár og þann tíma lagt áherslu á vönduð vinnubrögð og gæði matar og þjónustu. „Það er okkur því mikið áfall að upplifa atburði af þessum toga. Við þökkum viðskiptavinum okkar og starfsmönnum fyrir skilninginn og þolinmæðina,“ segir María Rún. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
„Vonandi er þetta yfirstaðið en við viljum samt grípa til ráðstafana og fara í sama pakka hér og við fórum í í Kringlunni,“ segir María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar. Eins og komið hefur fram urðu rúmlega hundrað manns veikir eftir að hafa snætt á Fabrikkunni í Kringlunni um helgina og fjórir eftir að hafa snætt á Höfðatorgi. Ekkert fannst í matvælum né sósum María segir að niðurstöður úr sýnatökum heilbrigðiseftirlitsins úr veikum gestum liggi enn ekki fyrir en þær munu liggja fyrir síðdegis. Hins vegar hafi Fabrikkan sjálf sent sósur sínar og hamborgara í greiningu. „Þetta var allt saman í lagi og þá fer maður að hallast að því að þetta geti hafa verið nóróveira. Þess vegna viljum við sótthreinsa allt hjá okkur og bregðast við með viðeigandi hætti, rétt eins og við gerðum í Kringlunni,“ segir María. Hún segir ákvörðunina vera tekna með öryggi viðskiptavina og starfsmanna í huga. Hamborgarafabrikkan hafi starfað í rúm þrettán ár og þann tíma lagt áherslu á vönduð vinnubrögð og gæði matar og þjónustu. „Það er okkur því mikið áfall að upplifa atburði af þessum toga. Við þökkum viðskiptavinum okkar og starfsmönnum fyrir skilninginn og þolinmæðina,“ segir María Rún.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira