Þá verður rætt við formann félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem segist ekki skilja ákvörðun ríkissaksóknara um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum.
Einnig fjöllum við áfram um mál afganskrar konu sem föst er hér á landi en henni og tólf ára syni hennar hefur nú verið boðið félagslegt húsnæði.
Að auki heyrum við í skipulleggjendum LungA á Seyðisfirði sem fram fer um helgina.