Sumarið er háannatími ferðamannabransans á Ítalíu en verkföll haft haft mikil áhrif á samgöngur landsins í ár. Á fimmtudag fóru járnbrautarstarfsmenn í verkfall sem skildi lestarsamgöngur eftir í lamasessi. Í morgun fóru flugvallastarfsmenn síðan í verkfall sem hefur áhrif á um þúsund flugferðir.
Verkfallið hófst klukkan tíu og því lýkur klukkan sex síðegis. Meðal starfsfólk sem hefur farið í verkfall eru flugmenn, flugfreyjur og hlaðmenn auk annarra flugvallarstarfsmanna.
Ítalska flugfélagið ITA segist hafa aflýst 133 flugferðum. Flest þeirra eru innandlandsflug en þar á meðal voru líka flugferðir til Madrídar, Amsterdam og Barcelona. Þá hafa flugfélögin Vueling og Ryanair aflýst tugum ferða.
Tímasetning verkfallanna er óheppileg vegna steikjandi hitans sem er á Ítalíu vegna hitabylgjunnar sem gengur þar fyrir.
Flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalla víðar en á Ítalíu. Flugmenn Ryanair fóru í verkfall í dag vegna lélegra vinnuskilyrða sem varð til þess að 120 flugferðum til og frá Charleroi-flugvelli í Belgíu var aflýst.