Aðdáendur misstu sig yfir leynigestinum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. júlí 2023 11:31 Eminem var leynigestur á tónleikum Ed Sheeran í Detroit um helgina. Jeff Kravitz/FilmMagic Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kom tónleikagestum sínum í Detroit heldur betur á óvart um helgina með óvæntum gesti. Sheeran tilkynnti áhorfendum að hann ætlaði að taka gítarútgáfu af sögulega smellinum Lose Yourself eftir Eminem en rapparinn gekk stuttu síðar inn á svið og tók við. Sheeran sagði í upphafi að hann ætlaði að gera heiðarlega tilraun til að taka þennan smell sem Eminem hlaut meðal annars Óskarsverðlaun fyrir árið 2003. Lagið var titillag kvikmyndarinnar 8 Mile sem Eminem fór með aðalhlutverk í ásamt Brittany Murphy. Detroit er heimabær Eminem og misstu aðdáendur sig þegar kappinn byrjaði að rappa og var ekki verra að vera með Ed Sheeran til að taka undir í viðlaginu. If you ever want to lose your hearing, be at an #EdSheeran concert in #Detroit and have #Eminem surprise everyone on stage. pic.twitter.com/C41JUSOgHr— Danielle Frances (@PokeyLuWho) July 16, 2023 Eminem lét eitt lag ekki nægja en Ed Sheeran spurði áhorfendur hvort þeir væru ekki til í annað lag frá rapparanum. „Hann ætlaði bara að koma og taka eitt lag en ég sagði að hann gæti ekki stigið á svið í Detroit og tekið bara eitt lag,“ sagði Sheeran á sviðinu. Eminem tók þá lagið Stan sem hann gaf út árið 2000 ásamt söngkonunni Dido. Sheeran söng hluta Didoar í laginu og eftir flutninginn kallaði Eminem út í salinn að hann hefði saknað Detroit. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sheeran og Eminem sameina krafta sína en þeir komu meðal annars fram í fyrra þegar Eminem hlotnaðist sá heiður að vera tekinn inn hinn virta Rock and Roll Hall of Fame. Þetta óvanalega en skemmtilega tvíeyki vann fyrst saman árið 2017 á laginu River en lagið má heyra í spilaranum hér að neðan. Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran. 4. maí 2023 17:53 Eminem gefur óvænt út plötu Rapparinn Eminem gaf óvænt út plötuna Music to be Murdered by í gærkvöldi og hafði í raun enginn hugmynd um það að hann væri að vinna að nýrri plötu. 17. janúar 2020 11:30 Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. 12. júlí 2019 10:36 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sheeran sagði í upphafi að hann ætlaði að gera heiðarlega tilraun til að taka þennan smell sem Eminem hlaut meðal annars Óskarsverðlaun fyrir árið 2003. Lagið var titillag kvikmyndarinnar 8 Mile sem Eminem fór með aðalhlutverk í ásamt Brittany Murphy. Detroit er heimabær Eminem og misstu aðdáendur sig þegar kappinn byrjaði að rappa og var ekki verra að vera með Ed Sheeran til að taka undir í viðlaginu. If you ever want to lose your hearing, be at an #EdSheeran concert in #Detroit and have #Eminem surprise everyone on stage. pic.twitter.com/C41JUSOgHr— Danielle Frances (@PokeyLuWho) July 16, 2023 Eminem lét eitt lag ekki nægja en Ed Sheeran spurði áhorfendur hvort þeir væru ekki til í annað lag frá rapparanum. „Hann ætlaði bara að koma og taka eitt lag en ég sagði að hann gæti ekki stigið á svið í Detroit og tekið bara eitt lag,“ sagði Sheeran á sviðinu. Eminem tók þá lagið Stan sem hann gaf út árið 2000 ásamt söngkonunni Dido. Sheeran söng hluta Didoar í laginu og eftir flutninginn kallaði Eminem út í salinn að hann hefði saknað Detroit. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sheeran og Eminem sameina krafta sína en þeir komu meðal annars fram í fyrra þegar Eminem hlotnaðist sá heiður að vera tekinn inn hinn virta Rock and Roll Hall of Fame. Þetta óvanalega en skemmtilega tvíeyki vann fyrst saman árið 2017 á laginu River en lagið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran. 4. maí 2023 17:53 Eminem gefur óvænt út plötu Rapparinn Eminem gaf óvænt út plötuna Music to be Murdered by í gærkvöldi og hafði í raun enginn hugmynd um það að hann væri að vinna að nýrri plötu. 17. janúar 2020 11:30 Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. 12. júlí 2019 10:36 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran. 4. maí 2023 17:53
Eminem gefur óvænt út plötu Rapparinn Eminem gaf óvænt út plötuna Music to be Murdered by í gærkvöldi og hafði í raun enginn hugmynd um það að hann væri að vinna að nýrri plötu. 17. janúar 2020 11:30
Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. 12. júlí 2019 10:36