Alma, sem er nítján ára, er uppalin hjá KR en gekk til liðs við Stjörnuna 2021. Í sumar hefur hún aðeins leikið tvo leiki með Garðabæjarliðinu í Bestu deildinni.
Við bjóðum Ölmu Mathiesen velkomna í FH! #ViðErumFH pic.twitter.com/7KIJGyP3ZT
— FHingar (@fhingar) July 17, 2023
Stjörnunni var spáð góðu gengi fyrir tímabilið en er í 6. sæti deildarinnar með fimmtán stig. FH hefur komið flestum á óvart og er í 4. sæti með tuttugu stig.
Alma hefur leikið 41 leik í efstu deild og skorað fimm mörk. Þá hefur hún leikið einn leik fyrir U-19 ára landsliðið.
Alma gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir FH þegar liðið tekur á móti toppliði Breiðabliks laugardaginn 29. júlí.