Ekki klefar heldur snagar: „Þetta er bara fyrsti áfangi framkvæmda“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júlí 2023 14:14 Pallurinn kemur í stað þess sem var illa farinn. Hann er dreginn til baka til að stuðla að betra útsýni og er efniviðurinn lerki sem tekur nokkra mánuði að veðrast og grána og mun það þá falla einstaklega vel að umhverfinu að sögn arkitekts. Framkvæmdir sem hafnar eru í Landmannalaugum eru fyrsti áfangi í heildar endurbótum á Landmannalaugasvæðinu, byggja á verðlaunatillögu VA arkitekta og Landmótunar frá 2014 og munu að endingu falla einstaklega vel að umhverfinu. Tilefnið er gagnrýni Karenar Kjartansdóttur, almannatengils, á tvo skúra sem reistir hafa verið í Landmannalaugum. Karen taldi að um væri að ræða nýja búningsklefa og sagði þá skyggja á útsýni til fjalla. Sér kæmi á óvart hve klaufalega væri staðið að framkvæmdunum. „Það er ótrúlega eðlilegt að fyrstu viðbrögð fólks séu neikvæð þegar einhverju er breytt sem því er annt um og maður skilur það alveg,“ segir Magdalena Sigurðardóttir, arkitekt hjá VA Arkitektar. Hins vegar verði að vanda til verka í umfjöllun um arkitektúr, of algengt sé að hún sé á neikvæðum nótum og ekki byggður á staðreyndum. Magdalena tekur fram að húsin sem Karen hafi gagnrýnt séu þannig ekki búningsklefar heldur yfirbyggðir snagar fyrir handklæði og persónulega muni. Þeir komi í stað gamla pallsins sem hafi verið illa farinn og gjarnan fullur af drasli. Þjónustuhús verður um 200 fm og inniheldur aðstöðu sem tengist manngerðri laug og þjónar tjaldsvæðinu. Þar verður fatageymsla, sturtur og þurrksvæði og snyrtingar Ekki verði skyggt á laugarsvæðið „Þetta er bara fyrsti áfangi framkvæmda. Þarna verður byggð ný aðstaða hinumegin við Námskvísl og það stendur til að minnka þau mannvirki sem eru á svæðinu og kofabyggðina við gamla skálann og í raun færa náttúruna þar aftur í upprunalegt horf, þannig bílastæði, búningsaðstaða og nestisaðstaða sé hinumegin við Námskvísl en ekki inn á sjálfu svæðinu.“ Þannig verði búningsklefar hinumegin við kvíslina, einmitt svo þeir skyggi ekki á laugarsvæðið. Magdalena segir nýja pallinn staðsettan á sama stað og þann gamla, en vera dreginn aðeins til baka til að stuðla að betra útsýni. „Pallarnir og skýlin eru úr lerki, sem tekur nokkra mánuði að veðrast og grána og munu það þá falla einstaklega vel að umhverfinu,“ segir Magdalena. Mikil vinna hafi farið í tillöguna, vandað hafi verið til verka og samráð haft við Umhverfisstofnun, Landvernd og Ferðafélag Íslands. Hægt er að kynna sér vinningstillögur VA arkitekta og Landmótunar hér: við_áreyrnar_19_júlí_2023PDF3.5MBSækja skjal Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Fjallamennska Arkitektúr Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Tilefnið er gagnrýni Karenar Kjartansdóttur, almannatengils, á tvo skúra sem reistir hafa verið í Landmannalaugum. Karen taldi að um væri að ræða nýja búningsklefa og sagði þá skyggja á útsýni til fjalla. Sér kæmi á óvart hve klaufalega væri staðið að framkvæmdunum. „Það er ótrúlega eðlilegt að fyrstu viðbrögð fólks séu neikvæð þegar einhverju er breytt sem því er annt um og maður skilur það alveg,“ segir Magdalena Sigurðardóttir, arkitekt hjá VA Arkitektar. Hins vegar verði að vanda til verka í umfjöllun um arkitektúr, of algengt sé að hún sé á neikvæðum nótum og ekki byggður á staðreyndum. Magdalena tekur fram að húsin sem Karen hafi gagnrýnt séu þannig ekki búningsklefar heldur yfirbyggðir snagar fyrir handklæði og persónulega muni. Þeir komi í stað gamla pallsins sem hafi verið illa farinn og gjarnan fullur af drasli. Þjónustuhús verður um 200 fm og inniheldur aðstöðu sem tengist manngerðri laug og þjónar tjaldsvæðinu. Þar verður fatageymsla, sturtur og þurrksvæði og snyrtingar Ekki verði skyggt á laugarsvæðið „Þetta er bara fyrsti áfangi framkvæmda. Þarna verður byggð ný aðstaða hinumegin við Námskvísl og það stendur til að minnka þau mannvirki sem eru á svæðinu og kofabyggðina við gamla skálann og í raun færa náttúruna þar aftur í upprunalegt horf, þannig bílastæði, búningsaðstaða og nestisaðstaða sé hinumegin við Námskvísl en ekki inn á sjálfu svæðinu.“ Þannig verði búningsklefar hinumegin við kvíslina, einmitt svo þeir skyggi ekki á laugarsvæðið. Magdalena segir nýja pallinn staðsettan á sama stað og þann gamla, en vera dreginn aðeins til baka til að stuðla að betra útsýni. „Pallarnir og skýlin eru úr lerki, sem tekur nokkra mánuði að veðrast og grána og munu það þá falla einstaklega vel að umhverfinu,“ segir Magdalena. Mikil vinna hafi farið í tillöguna, vandað hafi verið til verka og samráð haft við Umhverfisstofnun, Landvernd og Ferðafélag Íslands. Hægt er að kynna sér vinningstillögur VA arkitekta og Landmótunar hér: við_áreyrnar_19_júlí_2023PDF3.5MBSækja skjal
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Fjallamennska Arkitektúr Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Sjá meira