Hvetja fólk til að hlaða í 80 prósent Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 07:46 Breki segir fjölgun stöðva hafa fylgt notkun en stundum myndist álagspunktar, svo sem á stórum ferðahelgum. Orkuveita Reykjavíkur Orka Náttúrunnar (ON) hvetur rafbílaeigendur til að hlaða bíla sína aðeins upp í 80 prósent eða nóg til að komast á næsta áfangastað. Það sé tillitssemi þegar aðrir séu að bíða eftir að komast að. „Fólk hefur verið að hafa samband og velta fyrir sér hvað megi hlaða lengi á þessum hraðhleðslustöðum. Það hefur líka verið umræða um þetta á rafbílaspjallinu á Facebook. Þess vegna áréttum við þau tilmæli sem við höfum alltaf verið með. Að fólk hlaði nóg til að komast á næsta áfangastað. En við bönnum engum að hlaða meira,“ segir Breki Logason samskiptastjóri ON. Biðraðir á hleðslustöðvum geta verið fólki til ama. Stundum kemur fyrir að bíll á hleðslustöð er kominn upp í 100 prósent en ökumaðurinn hvergi sjáanlegur. Það er fúlt fyrir þá sem eru að bíða eftir að komast að. „Við hvetjum fólk til að sýna tillitssemi. Það eru margir á ferðinni núna og það myndast oft raðir,“ segir Breki. Misjafnt er hvað tekur langan tíma að hlaða rafbíl. Það fer meðal annars eftir gerð bílsins og hitastiginu. Oft tekur það um 20 til 30 mínútur að fylla bíl upp í 80 prósentin. Ekki of fáar stöðvar ON hóf uppbyggingu hleðslustöðvanets árið 2014 þegar innan við 100 rafbílar voru í landinu. Síðan þá hafa fleiri aðilar komið inn á markaðinn. Hefur það verið nefnt að hleðslustöðvarnar séu of fáar en Breki segir að fjölgun stöðva sé í takt við notkun. „Við höfum byggt stöðvarnar upp jafnt og þétt og sem betur fer eru fleiri fyrirtæki komin inn þetta,“ segir hann. „Í kerfinu hjá okkur sjáum við álagspunkta, svo sem stórar ferðahelgar og þá myndast eðlilega raðir á stöðvunum. En heilt yfir er uppbyggingin að fylgja aukinni notkun. Undanfarið hefur fjölgunin verið mikil og því höfum við verið að bæta við stöðvum og gera þær öflugri.“ Þá sé einnig í gangi átak til að biðla til fyrirtækja og annarra sem eiga lóðir að setja upp hleðslustöðvar til að létta á kerfinu. Orkuskipti Orkumál Ferðalög Bílar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
„Fólk hefur verið að hafa samband og velta fyrir sér hvað megi hlaða lengi á þessum hraðhleðslustöðum. Það hefur líka verið umræða um þetta á rafbílaspjallinu á Facebook. Þess vegna áréttum við þau tilmæli sem við höfum alltaf verið með. Að fólk hlaði nóg til að komast á næsta áfangastað. En við bönnum engum að hlaða meira,“ segir Breki Logason samskiptastjóri ON. Biðraðir á hleðslustöðvum geta verið fólki til ama. Stundum kemur fyrir að bíll á hleðslustöð er kominn upp í 100 prósent en ökumaðurinn hvergi sjáanlegur. Það er fúlt fyrir þá sem eru að bíða eftir að komast að. „Við hvetjum fólk til að sýna tillitssemi. Það eru margir á ferðinni núna og það myndast oft raðir,“ segir Breki. Misjafnt er hvað tekur langan tíma að hlaða rafbíl. Það fer meðal annars eftir gerð bílsins og hitastiginu. Oft tekur það um 20 til 30 mínútur að fylla bíl upp í 80 prósentin. Ekki of fáar stöðvar ON hóf uppbyggingu hleðslustöðvanets árið 2014 þegar innan við 100 rafbílar voru í landinu. Síðan þá hafa fleiri aðilar komið inn á markaðinn. Hefur það verið nefnt að hleðslustöðvarnar séu of fáar en Breki segir að fjölgun stöðva sé í takt við notkun. „Við höfum byggt stöðvarnar upp jafnt og þétt og sem betur fer eru fleiri fyrirtæki komin inn þetta,“ segir hann. „Í kerfinu hjá okkur sjáum við álagspunkta, svo sem stórar ferðahelgar og þá myndast eðlilega raðir á stöðvunum. En heilt yfir er uppbyggingin að fylgja aukinni notkun. Undanfarið hefur fjölgunin verið mikil og því höfum við verið að bæta við stöðvum og gera þær öflugri.“ Þá sé einnig í gangi átak til að biðla til fyrirtækja og annarra sem eiga lóðir að setja upp hleðslustöðvar til að létta á kerfinu.
Orkuskipti Orkumál Ferðalög Bílar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira