Gosmóðan ekki á förum í bráð Oddur Ævar Gunnarsson, Vésteinn Örn Pétursson og Árni Sæberg skrifa 21. júlí 2023 22:35 Ef eitthvað er þá fer meira fyrir gosmóðunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöld heldur en í dag. Vísir/Oddur Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. Eins og fram hefur komið hefur grá slikja legið yfir höfuðborginni í dag en gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi er suðvestanlands og á Suðurlandi með tilheyrandi mengun. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur, segir að ekki séu breytingar á veðri og vindátt í kortunum fyrr en á þriðjudag. „Næstu daga er hæg breytileg átt á landinu og því má búast við áframhaldandi gosmengun víða á suður og vesturlandi. Gosmengunin sem er núna yfir Reykjavík er í raun og veru gosmóða þar sem SO2 hefur breyst í SO4 en einnig er SO2 búið að mælast og það má búast við áframhaldandi mengun á meðan það er svona hægur vindur,“ segir Helga. „Það er ekki fyrr en á þriðjudag sem er búist við vaxandi suðaustanátt með rigningu og þá ættu nú aðeins að lagast hjá okkur loftgæðin.“ Ef rignir þá verður regnið súrt Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ræddi gosmóðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir um að ræða gas sem hafi borist suður á haf síðustu dag en síðan yfir höfuðborgarsvæðið þegar vindáttin breyttist. „Á þessum tíma er gasið búið að hvarfast og þá verður til SO4, sem eru agnir. Þetta er örfínt brennisteinsryk og mælist ekki á gasmælum. Fyrir flest heilbrigt fólk skiptir þetta litlu máli. Þetta er ekki endilega besti dagurinn til að hlaupa tíu kílómetra samt.“ Þorsteinn segir að fólk sem er viðkvæmt fyrir, með asma eða lungnasjúkdóma, geti fundið vel fyrir slíkri mengun. Þeir einstaklingar þurfi að huga að sínum lyfjum, mögulega taka meira af þeim í samráði við lækna og hafa hægt um sig. Við ræddum við veðurfræðing sem sagði vindáttina geta haldist. En hvað ef það fer að rigna, hefur það einhver áhrif? „Ef það fer að rigna þá rignir þetta niður. Þá fáum við kannski smá súrt regn. Ef það gerist einu sinni þá skiptir það ekki máli. Það sýndi sig í tveimur síðustu gosum, að þá rigndi svolítið, það hafði engin áhrif á vatnsból svo hægt væri að sjá.“ Verði mengunin hinsvegar viðvarandi geti slíkt regn farið að hafa áhrif á lífríkið. Enn sem komið er hafi það þó lítil áhrif og segir Þorsteinn ekki tilefni til þess að hafa áhyggjur. Almennar ráðleggingar varðandi gasmengun eru eftirfarandi: Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu. Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr. Hækkaðu hitastigið í húsinu. Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra. Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Eins og fram hefur komið hefur grá slikja legið yfir höfuðborginni í dag en gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi er suðvestanlands og á Suðurlandi með tilheyrandi mengun. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur, segir að ekki séu breytingar á veðri og vindátt í kortunum fyrr en á þriðjudag. „Næstu daga er hæg breytileg átt á landinu og því má búast við áframhaldandi gosmengun víða á suður og vesturlandi. Gosmengunin sem er núna yfir Reykjavík er í raun og veru gosmóða þar sem SO2 hefur breyst í SO4 en einnig er SO2 búið að mælast og það má búast við áframhaldandi mengun á meðan það er svona hægur vindur,“ segir Helga. „Það er ekki fyrr en á þriðjudag sem er búist við vaxandi suðaustanátt með rigningu og þá ættu nú aðeins að lagast hjá okkur loftgæðin.“ Ef rignir þá verður regnið súrt Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ræddi gosmóðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir um að ræða gas sem hafi borist suður á haf síðustu dag en síðan yfir höfuðborgarsvæðið þegar vindáttin breyttist. „Á þessum tíma er gasið búið að hvarfast og þá verður til SO4, sem eru agnir. Þetta er örfínt brennisteinsryk og mælist ekki á gasmælum. Fyrir flest heilbrigt fólk skiptir þetta litlu máli. Þetta er ekki endilega besti dagurinn til að hlaupa tíu kílómetra samt.“ Þorsteinn segir að fólk sem er viðkvæmt fyrir, með asma eða lungnasjúkdóma, geti fundið vel fyrir slíkri mengun. Þeir einstaklingar þurfi að huga að sínum lyfjum, mögulega taka meira af þeim í samráði við lækna og hafa hægt um sig. Við ræddum við veðurfræðing sem sagði vindáttina geta haldist. En hvað ef það fer að rigna, hefur það einhver áhrif? „Ef það fer að rigna þá rignir þetta niður. Þá fáum við kannski smá súrt regn. Ef það gerist einu sinni þá skiptir það ekki máli. Það sýndi sig í tveimur síðustu gosum, að þá rigndi svolítið, það hafði engin áhrif á vatnsból svo hægt væri að sjá.“ Verði mengunin hinsvegar viðvarandi geti slíkt regn farið að hafa áhrif á lífríkið. Enn sem komið er hafi það þó lítil áhrif og segir Þorsteinn ekki tilefni til þess að hafa áhyggjur. Almennar ráðleggingar varðandi gasmengun eru eftirfarandi: Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu. Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr. Hækkaðu hitastigið í húsinu. Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra.
Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira