Greiðir átta milljarða til að komast hjá rannsókn vegna Epstein Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2023 11:20 Leon Black og eiginkona hans Debra í veislu á vegum nýlistasafnsins í New York (MoMA). Hann var um árabil stjórnarformaður safnsins en þurfti að segja af sér í kjölfar hneykslismálsins. Andrew Toth/Getty Leon Black, bandarískur auðjöfur og stofnandi eins stærsta eignastýringafyrirtækis heims, hefur samþykkt að greiða yfirvöldum á Bandarísku Jómfrúaeyjum 8,2 milljarða króna gegn því að þau hætti rannsókn á tengslum hans við Jeffrey Epstein. Líkt og frægt er orðið braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil. Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum hafa haft mál Epsteins til rannsóknar í þrjú ár en hann var grunaður um umfangsmikið mansal á einkaeyju sinni, sem tilheyrir eyjaklasanum. Hann verður þó aldrei dreginn fyrir dóm enda svipti hann sig lífi í fangelsi í New York árið 2019. Tengsl Leons Black, eins fjögurra stofnenda eignastýringafyrirtækisins Apollo Global Management, við Epstein hafa komið honum í klandur frá því að mál Epsteins kom upp. Tengslin voru bæði af félagslegum og viðskiptalegum toga, til að mynda greiddi hann Epstein 158 milljónir Bandaríkjadala fyrir skattaráðgjöf. Black neyddist til þess að hætta sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Apollo árið 2021. Fyrirtækið er eitt hið stærsta sinna tegundar og stýrir eignum sem metnar eru á um 500 milljarða dollara. Sjálfur er Black metinn á tæpa 11 milljarða dollara, og er þar með meðal ríkustu manna heims. Greiddi með reiðufé Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum gerðu samkomulag við dánarbú Epsteins um að það myndi greiða 105 milljónir dala í nóvember síðastliðnum. Skömmu síðar höfðuðu þau mál á hendur bankanum JPMorgan Chase, sem Epstein var í viðskiptum við um árabil. The New York Times greindi frá því í gær að yfirvöld hefðu gert sams konar samkomulag við Leon Black. Miðillinn óskaði eftir upplýsingum frá yfirvöldum um samningaviðræður við Black á grundvelli upplýsingalaga. Samkvæmt gögnum sem miðillinn fékk afhent samþykkti Black að láta 62,5 milljónir dala, um 8,2 milljarða króna, af hendi rakna gegn því að rannsókn á málefnum hans yrði lokið. Það sem meira er samþykkti auðjöfurinn að greiða með reiðufé. New York Times hefur eftir Whit Clay, talsmanni Black, að hann hafi átt í viðskiptum við Epstein en að hann hafi ekkert vitað af kynferðisbrotum hans. Ekkert í samkomulaginu bendi til þess. Hann hafi einfaldlega samið eins og bankar hafa gert vegna þess að fjármunir, sem frá þeim hafa runnið í vasa Epsteins, gætu hafa verið nýttir til þess að fjármagna brotastarfsemi. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12. júlí 2012 08:03 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum hafa haft mál Epsteins til rannsóknar í þrjú ár en hann var grunaður um umfangsmikið mansal á einkaeyju sinni, sem tilheyrir eyjaklasanum. Hann verður þó aldrei dreginn fyrir dóm enda svipti hann sig lífi í fangelsi í New York árið 2019. Tengsl Leons Black, eins fjögurra stofnenda eignastýringafyrirtækisins Apollo Global Management, við Epstein hafa komið honum í klandur frá því að mál Epsteins kom upp. Tengslin voru bæði af félagslegum og viðskiptalegum toga, til að mynda greiddi hann Epstein 158 milljónir Bandaríkjadala fyrir skattaráðgjöf. Black neyddist til þess að hætta sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Apollo árið 2021. Fyrirtækið er eitt hið stærsta sinna tegundar og stýrir eignum sem metnar eru á um 500 milljarða dollara. Sjálfur er Black metinn á tæpa 11 milljarða dollara, og er þar með meðal ríkustu manna heims. Greiddi með reiðufé Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum gerðu samkomulag við dánarbú Epsteins um að það myndi greiða 105 milljónir dala í nóvember síðastliðnum. Skömmu síðar höfðuðu þau mál á hendur bankanum JPMorgan Chase, sem Epstein var í viðskiptum við um árabil. The New York Times greindi frá því í gær að yfirvöld hefðu gert sams konar samkomulag við Leon Black. Miðillinn óskaði eftir upplýsingum frá yfirvöldum um samningaviðræður við Black á grundvelli upplýsingalaga. Samkvæmt gögnum sem miðillinn fékk afhent samþykkti Black að láta 62,5 milljónir dala, um 8,2 milljarða króna, af hendi rakna gegn því að rannsókn á málefnum hans yrði lokið. Það sem meira er samþykkti auðjöfurinn að greiða með reiðufé. New York Times hefur eftir Whit Clay, talsmanni Black, að hann hafi átt í viðskiptum við Epstein en að hann hafi ekkert vitað af kynferðisbrotum hans. Ekkert í samkomulaginu bendi til þess. Hann hafi einfaldlega samið eins og bankar hafa gert vegna þess að fjármunir, sem frá þeim hafa runnið í vasa Epsteins, gætu hafa verið nýttir til þess að fjármagna brotastarfsemi.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12. júlí 2012 08:03 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12. júlí 2012 08:03