Fögnuður bandarísku stelpnanna var tileinkaður föllnum liðsfélaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 14:00 Sophia Smith skoraði tvö mörk í fyrsta leik bandaríska landsliðsins á HM. Getty/Robin Alam Sophia Smith skoraði fyrsta mark bandaríska landsliðsins á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta og fagnaði markinu með sérstökum hætti. Nú vitum við af hverju. Smith fagnaði markinu með því að renna aftur fyrir munninn sinn eða „zip your lips“ upp á enska tungu. Sjónvarpsvélarnar náðu reyndar fögnuðinum ekki nógu vel en Smith var þarna að tileinka markið sitt föllnum liðsfélaga. Naomi Girma makes her World Cup debut today for the @uswnt, but she's doing it without her best friend.On March 1, 2022, Katie Meyer died by suicide. This is for her. (via: @PlayersTribune) pic.twitter.com/780qdsN6N4— UNINTERRUPTED (@uninterrupted) July 21, 2023 Sú heitir Katie Meyer og lék með Sophiu Smith og Naomi Girma hjá Stanford háskólanum. Meyer féll fyrir eigin hendi á síðasta ári. Girma og Meyer voru mjög góðar vinkonur. Naomi Girma ræddi við fjölmiðlamenn í dag og sagði frá hvað þær voru að hugsa. ESPN sagði frá. „Við sögðum að ef einhver okkar skoraði, líklega hún [Smith], þá myndum við fagna svona. Þetta var önnur leið fyrir okkur til að heiðra minningu hennar,“ sagði Naomi Girma. On March 1, 2022, Katie Meyer died by suicide. For @naomi_girma, this is bigger than soccer.The @USWNT defender wrote about her best friend s life and continuing her legacy. https://t.co/uRadYpjDba— The Players' Tribune (@PlayersTribune) July 18, 2023 Meyer, sem var markvörður, tryggði Stanford háskólatitilinn 2019 með því að verja víti í vítakeppni í úrslitaleiknum. Hún fagnaði þá með því að renna fyrir munninn sinn. Smith og Girma voru þá liðsfélagar hennar. Meyer tók sitt eigið líf í mars 2022 og síðan þá hafa Smith og Girma gert allt sitt til að auka skilning á mikilvægi þess að hugsa vel um geðheilsu íþróttafólks. „Það eru margir leikmenn að tala um andlega heilsu, við meðtaldar, því við sjáum þetta sem gott tækifæri til að setja hluti í sviðsljósið sem skipta okkur máli. Þetta málefni hefur átt sér samastað í innsta kjarna liðsins í langan tíma og því er mikilvægt fyrir okkur að halda umræðunni áfram,“ sagði Girma. „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir bæði mig Soph,“ sagði Girma. Naomi Girma on Sophia Smith's celebration in honor of Katie Meyer. #USWNT #FIFAWWC pic.twitter.com/9eznqyocyr— Meg Linehan (@itsmeglinehan) July 24, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira
Smith fagnaði markinu með því að renna aftur fyrir munninn sinn eða „zip your lips“ upp á enska tungu. Sjónvarpsvélarnar náðu reyndar fögnuðinum ekki nógu vel en Smith var þarna að tileinka markið sitt föllnum liðsfélaga. Naomi Girma makes her World Cup debut today for the @uswnt, but she's doing it without her best friend.On March 1, 2022, Katie Meyer died by suicide. This is for her. (via: @PlayersTribune) pic.twitter.com/780qdsN6N4— UNINTERRUPTED (@uninterrupted) July 21, 2023 Sú heitir Katie Meyer og lék með Sophiu Smith og Naomi Girma hjá Stanford háskólanum. Meyer féll fyrir eigin hendi á síðasta ári. Girma og Meyer voru mjög góðar vinkonur. Naomi Girma ræddi við fjölmiðlamenn í dag og sagði frá hvað þær voru að hugsa. ESPN sagði frá. „Við sögðum að ef einhver okkar skoraði, líklega hún [Smith], þá myndum við fagna svona. Þetta var önnur leið fyrir okkur til að heiðra minningu hennar,“ sagði Naomi Girma. On March 1, 2022, Katie Meyer died by suicide. For @naomi_girma, this is bigger than soccer.The @USWNT defender wrote about her best friend s life and continuing her legacy. https://t.co/uRadYpjDba— The Players' Tribune (@PlayersTribune) July 18, 2023 Meyer, sem var markvörður, tryggði Stanford háskólatitilinn 2019 með því að verja víti í vítakeppni í úrslitaleiknum. Hún fagnaði þá með því að renna fyrir munninn sinn. Smith og Girma voru þá liðsfélagar hennar. Meyer tók sitt eigið líf í mars 2022 og síðan þá hafa Smith og Girma gert allt sitt til að auka skilning á mikilvægi þess að hugsa vel um geðheilsu íþróttafólks. „Það eru margir leikmenn að tala um andlega heilsu, við meðtaldar, því við sjáum þetta sem gott tækifæri til að setja hluti í sviðsljósið sem skipta okkur máli. Þetta málefni hefur átt sér samastað í innsta kjarna liðsins í langan tíma og því er mikilvægt fyrir okkur að halda umræðunni áfram,“ sagði Girma. „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir bæði mig Soph,“ sagði Girma. Naomi Girma on Sophia Smith's celebration in honor of Katie Meyer. #USWNT #FIFAWWC pic.twitter.com/9eznqyocyr— Meg Linehan (@itsmeglinehan) July 24, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira