BBC greindi frá andlátinu, en á þeim miðli hefur Alagiah lesið sjónvarpsfréttir klukkan sex síðastliðin tuttugu ár. Fyrir þann tíma starfaði hann sem fréttaritari á átakasvæðum, til að mynda í Rúanda og Írak. Fyrir þau störf hlaut hann verðlaun frá bæði Royal Television Society og Amnesty International UK Media.
Alagiah greindist með krabbamein árið 2014. Í fyrra greindi hann frá því að meinið hafði dreift sér. Talsmaður Alagiah sagði í yfirlýsingu Alagiah hafa látist í dag í faðmi fjölskyldunnar.