Ekki almennt verklag að tilkynna kirkjuþingi um ráðningarsamninga Lovísa Arnardóttir skrifar 25. júlí 2023 13:00 Pétur G. Markan biskupsritari segir að Agnes stefni enn á að hætta á Sjómannadaginn á næsta ári. Vísir/Steingrímur Dúi Pétur G. Markan biskupsritari segir ekkert óeðlilegt við ráðningarsamning Biskupsstofu við biskup til 1. október á næsta ári. Hún tilkynnti sjálf um áramótin að hún hygðist láta af störfum á næsta ári en ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að biskupskjöri í byrjun næsta árs. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag en þar gagnrýndi forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, að þeim hafi ekki verið tilkynnt um ráðningarsamninginn. Pétur G. Markan, biskupsritari, segir biskup fyrst og fremst starfa í umboði fólksins í kirkjunni. „Samkvæmt því sem biskup tilkynnti í ávarpi sínu um áramót ætlar hún að láta af störfum á næsta ári. Þá verður hún sjötug og ætlar að gera það í Hólskirkju í Bolungarvík á sjómannadaginn þegar hún klárar að visitera,“ segir Pétur og að kosning til biskups fari fram næsta vor og biskupsskiptin fari svo fram við lok næsta sumar. „Þetta er planið og er algerlega óbreytt. Það er fyrst og fremst fólkið í kirkjunni sem kýs sér biskup og það gerði það árið 2012. Yfirmaður biskups er fólkið í landinu og það veitir biskupi umboð til verka. Biskup var áður embættismaður en er það ekki lengur og það er hluti af því umbótaverkefni sem hún hefur unnið að,“ segir Pétur og að kirkjan sé ekki lengur ríkisstofnun og engir embættismenn starfi þar lengur. Það eigi einnig við um biskup. Ekki embættismaður heldur starfsmaður „Núna eru starfsmennirnir okkar bara á launasamning og við gerum þessa launasamninga vegna þess að það er launum samkvæmt,“ segir Pétur og að þannig sé vinnulöggjöfin virt en breytingarnar sem hann vísar til áttu sér stað árið 2019. Pétur segir framkvæmdastjóra gera álíka ráðningarsamninga við alla starfsmenn kirkjunnar og að það sé ekki þeirra verklag að tilkynna kirkjuþingi um slíka samninga. „Við tilkynnum ekki um einstaka ráðningarsamninga til kirkjuþings eða forseta kirkjuþings. Það er ekki í verklagi hjá okkur,“ segir Pétur og að ef eigi að gera það þá verði að breyta verklaginu. Í biðstöðu á meðan úrskurðarnefnd skoðar málið Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, telur þó að eðlilegt hefði verið að láta þau vita. Kirkjuþingið beri fjárhagslega ábyrgð. „Það er mjög einkennilegt að láta okkur ekki vita af þessum samningi vegna þess að við höfum verið í mjög mikilli óvissu eftir að kjörtímabili Agnesar lauk, hvað ætti þá að taka við,“ segir Drífa í samtali við Vísi en kjörtímabili hennar lauk í fyrra en samningur við hana var framlengdur. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hefur nú framlenginguna og lögmæti embættisins til skoðunar. Drífa Hjartardóttir er forseti kirkjuþings. Vísir/Arnar „Það er aldrei gerður ráðningarsamningur við biskup, eða vígslubiskupinn eða forseta kirkjuþings. Það er þannig að þegar kosningu lýkur þá fá þeir bréf frá kjörstjórn að þeir séu réttkjörnir og það er eini ráðningarsamningurinn sem er gerður við biskupana. Það er enginn starfssamningur. Það hefur aldrei verið gert,“ segir Drífa og að kjörstjórn kveði á um lögmæti kosningar og að kjaranefnd ákveði launin og að þau verði að rammast innan fjárhagsáætlunar. „Það hefði, þó ekki nema fyrir kurteisissakir, átt að láta okkur vita, mig sem forseta kirkjuþings og framkvæmdastjóra rekstrarskrifstofu .Við förum með fjárstjórnarvaldið og að sjálfsögðu kemur þetta okkur við,“ segir Drífa og að þau hafi hist á mörgum fundum og að það hefði verið eðlilegt að tilkynna þeim að allri óvissu með embættið hafi verið eytt með þessum samningi. Þetta sé þó alveg nýtt og hafi aldrei verið gert áður. Drífa segist enga skoðun hafa á samningnum sjálfum og að henni hefði þótt eðlilegt að þeim hefði verið tilkynnt um samninginn en að það sé lögfræðinga að kveða á um það. Málið sé fyrir úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sem kveði líklega upp sinn úrskurð við lok sumars. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup endurráðinn af undirmanni sínum án vitundar kirkjuþings Framkvæmdastjóri Biskupsstofu réði yfirmann sinn, Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, þann 1. júlí 2022 til að gegna embætti biskups tímabundið í 28 mánuði, eða til og með 31. október 2024. 25. júlí 2023 07:42 Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13. mars 2023 06:47 Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag en þar gagnrýndi forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, að þeim hafi ekki verið tilkynnt um ráðningarsamninginn. Pétur G. Markan, biskupsritari, segir biskup fyrst og fremst starfa í umboði fólksins í kirkjunni. „Samkvæmt því sem biskup tilkynnti í ávarpi sínu um áramót ætlar hún að láta af störfum á næsta ári. Þá verður hún sjötug og ætlar að gera það í Hólskirkju í Bolungarvík á sjómannadaginn þegar hún klárar að visitera,“ segir Pétur og að kosning til biskups fari fram næsta vor og biskupsskiptin fari svo fram við lok næsta sumar. „Þetta er planið og er algerlega óbreytt. Það er fyrst og fremst fólkið í kirkjunni sem kýs sér biskup og það gerði það árið 2012. Yfirmaður biskups er fólkið í landinu og það veitir biskupi umboð til verka. Biskup var áður embættismaður en er það ekki lengur og það er hluti af því umbótaverkefni sem hún hefur unnið að,“ segir Pétur og að kirkjan sé ekki lengur ríkisstofnun og engir embættismenn starfi þar lengur. Það eigi einnig við um biskup. Ekki embættismaður heldur starfsmaður „Núna eru starfsmennirnir okkar bara á launasamning og við gerum þessa launasamninga vegna þess að það er launum samkvæmt,“ segir Pétur og að þannig sé vinnulöggjöfin virt en breytingarnar sem hann vísar til áttu sér stað árið 2019. Pétur segir framkvæmdastjóra gera álíka ráðningarsamninga við alla starfsmenn kirkjunnar og að það sé ekki þeirra verklag að tilkynna kirkjuþingi um slíka samninga. „Við tilkynnum ekki um einstaka ráðningarsamninga til kirkjuþings eða forseta kirkjuþings. Það er ekki í verklagi hjá okkur,“ segir Pétur og að ef eigi að gera það þá verði að breyta verklaginu. Í biðstöðu á meðan úrskurðarnefnd skoðar málið Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, telur þó að eðlilegt hefði verið að láta þau vita. Kirkjuþingið beri fjárhagslega ábyrgð. „Það er mjög einkennilegt að láta okkur ekki vita af þessum samningi vegna þess að við höfum verið í mjög mikilli óvissu eftir að kjörtímabili Agnesar lauk, hvað ætti þá að taka við,“ segir Drífa í samtali við Vísi en kjörtímabili hennar lauk í fyrra en samningur við hana var framlengdur. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hefur nú framlenginguna og lögmæti embættisins til skoðunar. Drífa Hjartardóttir er forseti kirkjuþings. Vísir/Arnar „Það er aldrei gerður ráðningarsamningur við biskup, eða vígslubiskupinn eða forseta kirkjuþings. Það er þannig að þegar kosningu lýkur þá fá þeir bréf frá kjörstjórn að þeir séu réttkjörnir og það er eini ráðningarsamningurinn sem er gerður við biskupana. Það er enginn starfssamningur. Það hefur aldrei verið gert,“ segir Drífa og að kjörstjórn kveði á um lögmæti kosningar og að kjaranefnd ákveði launin og að þau verði að rammast innan fjárhagsáætlunar. „Það hefði, þó ekki nema fyrir kurteisissakir, átt að láta okkur vita, mig sem forseta kirkjuþings og framkvæmdastjóra rekstrarskrifstofu .Við förum með fjárstjórnarvaldið og að sjálfsögðu kemur þetta okkur við,“ segir Drífa og að þau hafi hist á mörgum fundum og að það hefði verið eðlilegt að tilkynna þeim að allri óvissu með embættið hafi verið eytt með þessum samningi. Þetta sé þó alveg nýtt og hafi aldrei verið gert áður. Drífa segist enga skoðun hafa á samningnum sjálfum og að henni hefði þótt eðlilegt að þeim hefði verið tilkynnt um samninginn en að það sé lögfræðinga að kveða á um það. Málið sé fyrir úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sem kveði líklega upp sinn úrskurð við lok sumars.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup endurráðinn af undirmanni sínum án vitundar kirkjuþings Framkvæmdastjóri Biskupsstofu réði yfirmann sinn, Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, þann 1. júlí 2022 til að gegna embætti biskups tímabundið í 28 mánuði, eða til og með 31. október 2024. 25. júlí 2023 07:42 Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13. mars 2023 06:47 Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Biskup endurráðinn af undirmanni sínum án vitundar kirkjuþings Framkvæmdastjóri Biskupsstofu réði yfirmann sinn, Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, þann 1. júlí 2022 til að gegna embætti biskups tímabundið í 28 mánuði, eða til og með 31. október 2024. 25. júlí 2023 07:42
Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13. mars 2023 06:47
Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01