Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júlí 2023 21:41 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA einbeittur Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. „Ég er bara gríðarlega ánægður, sterkur sigur á móti mjög flottu atvinnumannaliði hérna á okkur „heimavelli“ hérna í Úlfarsárdalnum. Vorum mjög skilvirkir í dag, skorum þrjú frábær mörk, man eftir einu öðru svona góðu færi þar sem boltinn fór í slána. Annars vorum við flottir, nýttum okkar sénsa og spiluðum á köflum vel“ - sagði þjálfarinn að leik loknum. KA fer út til Írlands með tveggja marka forystu og þrátt fyrir að vera heilt yfir ánægður með spilamennsku sinna manna segir Hallgrímur alltaf rými til bætingar. „Við þurfum að spila boltanum betur úti. Þora að spila meira fram á við og svo erum við að leyfa þeim alltof margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Þetta eru hlutir sem að við þurfum að vinna í og við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur.“ KA-menn þurfa að þora að halda boltanum Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik, KA menn féllu svolítið aftar á völlinn í seinni hálfleik og spiluðu boltanum minna á milli sín. „Ég hefði viljað sjá okkur þora að spila boltanum meira í seinni hálfleik, það vantaði líka smá hreyfingu, menn orðnir þreyttir en leiðin okkar til að fara áfram gegn þessu liði er að láta boltann ganga, þora að halda í hann og ekki fara endalaust í langa bolta.“ Færeyingurinn Jóan Simun Edmundsson er nýgenginn til liðs við KA og spilaði sínar fyrstu mínútur með liðinu í kvöld. „Hann er bara að byrja og fékk nokkrar mínútur. Ég var bara gríðarlega ánægður fyrir hans hönd og ánægður að fá hann inn á, svo kemur hann bara rólega inn í þetta hjá okkur en þetta er mjög flottur leikmaður.“ sagði Hallgrímur um leikmanninn knáa. Ekkert fast í hendi þrátt fyrir tveggja marka forskot Þrátt fyrir að leiða einvígið með tveimur mörkum segir Hallgrímur að hans menn þurfi að gefa allt sitt í seinni leikinn. Hann fer fögrum orðum um Dundalk FC og gerir ráð fyrir hörku viðureign næstkomandi fimmtudag. „Það er bara þannig, þetta er alvöru lið. Hörkulið sem hefur farið í riðlakeppnina tvisvar, þetta er alvöru atvinnumannalið og það verður hörku viðureign á Írlandi. En það sem við þurfum að gera er að spila boltanum, láta hann ganga og refsa þeim. Þeir þurfa að koma ofar og þurfa að skora mörk en við ætlum okkur að fara út, skora gegn þeim og fara áfram.“ Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega ánægður, sterkur sigur á móti mjög flottu atvinnumannaliði hérna á okkur „heimavelli“ hérna í Úlfarsárdalnum. Vorum mjög skilvirkir í dag, skorum þrjú frábær mörk, man eftir einu öðru svona góðu færi þar sem boltinn fór í slána. Annars vorum við flottir, nýttum okkar sénsa og spiluðum á köflum vel“ - sagði þjálfarinn að leik loknum. KA fer út til Írlands með tveggja marka forystu og þrátt fyrir að vera heilt yfir ánægður með spilamennsku sinna manna segir Hallgrímur alltaf rými til bætingar. „Við þurfum að spila boltanum betur úti. Þora að spila meira fram á við og svo erum við að leyfa þeim alltof margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Þetta eru hlutir sem að við þurfum að vinna í og við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur.“ KA-menn þurfa að þora að halda boltanum Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik, KA menn féllu svolítið aftar á völlinn í seinni hálfleik og spiluðu boltanum minna á milli sín. „Ég hefði viljað sjá okkur þora að spila boltanum meira í seinni hálfleik, það vantaði líka smá hreyfingu, menn orðnir þreyttir en leiðin okkar til að fara áfram gegn þessu liði er að láta boltann ganga, þora að halda í hann og ekki fara endalaust í langa bolta.“ Færeyingurinn Jóan Simun Edmundsson er nýgenginn til liðs við KA og spilaði sínar fyrstu mínútur með liðinu í kvöld. „Hann er bara að byrja og fékk nokkrar mínútur. Ég var bara gríðarlega ánægður fyrir hans hönd og ánægður að fá hann inn á, svo kemur hann bara rólega inn í þetta hjá okkur en þetta er mjög flottur leikmaður.“ sagði Hallgrímur um leikmanninn knáa. Ekkert fast í hendi þrátt fyrir tveggja marka forskot Þrátt fyrir að leiða einvígið með tveimur mörkum segir Hallgrímur að hans menn þurfi að gefa allt sitt í seinni leikinn. Hann fer fögrum orðum um Dundalk FC og gerir ráð fyrir hörku viðureign næstkomandi fimmtudag. „Það er bara þannig, þetta er alvöru lið. Hörkulið sem hefur farið í riðlakeppnina tvisvar, þetta er alvöru atvinnumannalið og það verður hörku viðureign á Írlandi. En það sem við þurfum að gera er að spila boltanum, láta hann ganga og refsa þeim. Þeir þurfa að koma ofar og þurfa að skora mörk en við ætlum okkur að fara út, skora gegn þeim og fara áfram.“
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15
Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58