Deila magnaðist þegar spennistöðin hvarf Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2023 15:38 Heiða Rós Eyjólfsdóttir er úrvinda og telur sig ekki vera óhulta í kringum nágranna sína. Skurður stendur nú eftir á landareign hennar. Aðsend Landeiganda í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu brá heldur í brún þegar heil spennistöð hvarf skyndilega af landi hennar fyrr í mánuðinum. Málið tengist langvarandi deilum um jörðina Stekkjarlæk en hún sakar nágranna sína á bænum Bergsstöðum um að eiga hlut að máli. Hún segist langþreytt á stöðunni og íhuga að krefjast nálgunarbanns. Málið var tilkynnt til lögreglu sem hefur lokið athugun sinni eftir að í ljós að ekki var um þjófnað að ræða. „Við okkar skoðun á málinu þá kemur í ljós að RARIK lét fjarlægja þessa spennistöð og þar með lýkur okkur aðkomu að þessu máli þangað til annað er komið í ljós,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Landeigandinn Heiða Rós Eyjólfsdóttir segir málið ekki svo einfalt heldur hafi RARIK látið fjarlægja stöðina í kjölfar kvörtunar frá ábúendum á Bergsstöðum. Að sögn Heiðu hafa hjónin ítrekað haldið því fram að þau eigi hluta af landi hennar og nú síðast tjáð RARIK að spennistöðin hafi verið reist í óleyfi á þeirra jörð. Bónda á Bergsstöðum var gefinn kostur á því að bregðast við ásökunum Heiðu en sá kaus að tjá sig ekki um samskipti þeirra þegar eftir því var leitað. Jörðin Stekkjarlækur var upphaflega hluti af Bergsstöðum en var skorin út með formlegum hætti árið 1996. Vísir/Hjalti Fært stöðina eftir kvörtun nágrannana Heiða fullyrðir að þetta hafi verið í annað skipti sem nágrannarnir höfðu afskipti af uppsetningu spennistöðvarinnar. Þann 5. júlí síðastliðinn hafi fyrst staðið til að setja spennistöðina upp á öðrum stað á landareigninni. „Þegar gröfumaður á vegum RARIK var byrjaður að grafa fyrir rafstöðinni var hann stoppaður af starfsmanni RARIK á Blönduósi sem sagði að mágur hans á Bergstöðum hafi hringt í hann og bannað þeim að láta rafstöðina þarna þar sem þeir voru að grafa fyrir henni.“ Rökin hafi verið þau að hann, en ekki Heiða, ætti landið út að læknum Stekkjarlæk. Spennistöð RARIK sem stóð í vel innan við sólarhring.Aðsend Heiða hafnar þessu alfarið en á fundi með RARIK var ákveðið að færa spennistöðina yfir lækinn „þrátt fyrir að ég væri búinn að senda þinglýsta teikningu af landinu mínu til yfirmanns hjá RARIK þar sem ég sannaði að ég ætti þann hluta sem um var samið í upphafi að grafa spennistöðina,“ segir hún. Verktaki á vegum RARIK hafi þá komið aftur tveimur dögum síðar og sett stöðina niður á öðrum stað, í þetta sinn við innkeyrsluna að landareigninni. Seinna sama dag var spennistöðin horfin og segist Heiða hafa fengið þær upplýsingar að fólkið á Bergsstöðum hafi aftur sett sig í samband við RARIK og sömuleiðis sagst eiga landið við innkeyrsluna. Í skriflegu svari RARIK til fréttastofu segir að staðsetning rafspennistöðvarinnar sé háð leyfi jarðeigenda á Bergsstöðum fyrir plægingu jarðstrengs í gegnum þeirra land og leyfi Heiðu fyrir uppsetningu stöðvarinnar á óumdeildu landsvæði hennar. Þar sem bændurnir hyggist ekki veita leyfi fyrir jarðstrengnum ef spennistöðin verði sett á umdeilt svæði hafi hún verið fjarlægð þar til að henni yrði fundinn nýr staður. „RARIK er í pattstöðu með aðrar staðsetningar þar sem lagning jarðstrengs um eina jörð og uppsetning spennistöðvar á aðra sé í þessu tilfelli háð sáttar á milli aðila. Málið er þar statt í dag.“ Heiða er með útiaðstöðu á landareigninni sem er á fallegum stað í Svartárdal.Aðsend Uppbygging í uppnámi „Hjónin á Bergsstöðum eru núna að reyna koma í veg fyrir að ég fái rafmagn á land mitt til að koma í veg fyrir uppbyggingu á landinu,“ segir Heiða í skriflegu svari sem hefur í hyggju að reisa sér íbúðahús eða sumarbústað á landareigninni. Í dag er hún búsett á Blönduósi, í um fjörutíu mínútna akstursfjarlægð frá Stekkjarlæk. Hún segir uppbyggingaráform nú vera í uppnámi en þrjár vikur eru liðnar frá því að spennistöðin var fjarlægð af landinu. „Ég get ekkert byggt upp án rafmagns. Ég get ekki byggt upp hús eða neitt. Þannig að landið er eiginlega bara verðlaust ef það kemur ekki rafmagn,“ segir Heiða í samtali við Vísi. Þar að auki hafi hún þegar greitt vel yfir hálfa milljón króna fyrir að leggja rafmagnið. Gengið í veg fyrir jarðgröfu Heiða kveðst vera orðin langþreytt á deilunum við nágranna sína, úrvinda og niðurbrotin. „Hjónin hafa verið að koma inn á mitt land bæði þegar ég er til staðar og þegar ég er ekki til staðar til að rannsaka hvað ég er að gera á mínu landi og til að rífa kjaft við mig með svívirðingum. Eining stoppa þau þegar að þau keyra framhjá og horfa á mig þegar ég er að vinna á landinu eða keyra framhjá á fjórhjóli. Þetta er orðinn einhver árátta hjá þeim sem aldrei ætlar að stoppa.“ Þá hafi þau gengið í veg fyrir gröfu í september í fyrra þegar Heiða hafi fengið verktaka til að jafna út hluta af landinu og neitað að yfirgefa svæðið. Að endingu hafi gröfumaðurinn gefist upp og frestað verkinu sem hafi síðar verið framkvæmt að næturlagi til að forðast truflanir hjónanna. Ljósmyndir sem Heiða náði af atvikinu í fyrra. Aðsend Líkt og fyrr segir vildi bóndi á Bergsstöðum ekki tjá sig um deilurnar við Vísi þegar eftir því var leitað. Telur sig ekki óhulta í kringum hjónin „Þau hafa sett mig í fangelsi á mínu eigin landi. Ég hef tilkynnt öll brot þeirra til lögreglu þegar þau hafa átt sér stað og næsta skref hjá mér núna er að fá nálgunarbann á hjónin þar sem ég tel mig ekki vera óhulta í návígi við hjónin,“ segir Heiða. Heiða segist að hafa stefnt að því að byggja á landinu allt frá því að hún festi kaup á því árið 2007 en nú ríki óvissa um alla uppbyggingu. Málið hafi reynt mjög á sig. „Þetta hefur þau áhrif að maður bara missir móðinn, og í rauninni er það einmitt það sem þau náttúrlega eru að reyna að fá fram, að ég hætti bara og gefist upp.“ Hófst allt með kindunum Málið tengist langvarandi deilum um landareignina hennar Heiðu. Árið 1996 seldi Aðalgeir Bjarki Gestsson, þáverandi eigandi Bergsstaða, föður sínum hluta af jörðinni. Landspildan lá við Stekkjarlæk og var afmörkuð með teikningu tæknifræðings og mældist eignarlóðin 1,5 hektari að stærð. Þetta má lesa úr þinglýstum gögnum en árið 2007 selur Aðalgeir landspilduna aftur og í þetta skipti til Heiðu. Þegar þarna er komið við sögu höfðu núverandi eigendur Bergsstaða tekið við jörðinni þar sem þeir eru með hesta og sauðfjárrækt. Heiða er með skógrækt á landinu og hyggst byggja þar íbúðarhús eða sumarbústað.Aðsend „Ég er með skógrækt á landinu mínu og brjótast kindurnar á Bergsstöðum inn í skógræktina oft á hverju sumri með tilheyrandi skemmdum á gróðri, tjón sem ég stend uppi með. Hjónin á Bergsstöðum neita að smala kindunum úr landinu og segja að ég geti sjálf smalað þeirra kindum úr mínu landi. Svo í sextán ár hef ég neyðist til að eyða mínum tíma í að reka kindurnar þeirra í burtu,“ segir Heiða. Þegar hún hafi farið fram á það að hjónin myndu greiða helming af kostnaði við merkjagirðingar árið 2020 með vísan til girðingalaga hafi þau fengið sér lögfræðing og sagst eiga hina og þessa hluta af landareigninni. Nýjar mælingar sýni að jörðin sé stærri Deilt er um stærð landsins en Heiða og Aðalgeir sem tók landið út úr Bergstöðum á sínum tíma telja að það sé stærra en fram kemur á þinglýstu afsali frá 1996. Heiða segist hafa fengið það staðfest að nútíma GPS-mælitæki sýni að landið sé um hálfum hektara stærra en getið er í opinberum gögnum frá 1996. Starfsmaður Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi sömuleiðis tjáð henni að nýjar mælingar leiði oftast í ljós að stærð jarða í sýslunni sé rangt skráð. Eldri mæliaðferðir hafi einfaldlega verið ónákvæmar. Í skriflegri yfirlýsingu sem Aðalgeir útbjó fyrir Heiðu segir að landspildan sem hann hafi selt föður sínum úr landi Bergsstaða árið 1996 hafi náð frá Svartárdalsvegi að vestan og að læknum. „Tekið skal fram að norðausturhluti lóðarinnar ofan og austan húss sem þarna var fylgdi með lóðinni beggja vegna Stekkjarlækjar enda var lóðin sett þarna vegna læksins og hann fylgdi með að austurmörkum lóðarinnar,“ stendur í undirritaðri yfirlýsingu hans sem dagsett er í júní 2021. Þar er vísað til sumarhúss sem Heiða keypti upphaflega með landinu. Teikning sem tæknifræðingur gerði af jörð Heiðu þegar hún var formlega tekin út úr Bergsstöðum árið 1996. Í yfirlýsingu áréttar hann að landið sé afmarkað með punktalínu og svæðið austan og ofan við sumarhúsið hafi fylgt landinu. Hjónin með óljósar kröfur Að sögn Heiðu var það ákall ábúenda á Bergstöðum til hluta landsins sem liggur að læknum og öðrum hluta við innkeyrsluna sem varð til þess að RARIK hætti við uppsetningu spennistöðvarinnar. Hún segir áðurnefnd gögn þó sýna það með skýrum hætti að sá hluti sé í hennar eigu. Einnig liggur fyrir yfirlýsing tæknifræðings sem fenginn var af Aðalgeir til að gera teikningu af lóðinni en henni var þinglýst með söluafsalinu árið 1996. Þar segir tæknifræðingurinn sömuleiðis að lóðin hafi náð frá Svartárdalsvegi að vestan og að landið austan og ofan við sumarhúsið fylgt landinu. Landið hafi verið auðkennt með punktalínu og lína innan þeirrar afmörkunar væri mállína sem væri ekki ætlað að afmarka landið. Heiða segir tilkall hjónanna á Bergsstöðum vera óljóst og einskorðist ekki bara við landið í og við lækinn eða við bílastæðið. Málinu sé ekki lokið og hún kanni nú næstu skref. Húnabyggð Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Málið var tilkynnt til lögreglu sem hefur lokið athugun sinni eftir að í ljós að ekki var um þjófnað að ræða. „Við okkar skoðun á málinu þá kemur í ljós að RARIK lét fjarlægja þessa spennistöð og þar með lýkur okkur aðkomu að þessu máli þangað til annað er komið í ljós,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Landeigandinn Heiða Rós Eyjólfsdóttir segir málið ekki svo einfalt heldur hafi RARIK látið fjarlægja stöðina í kjölfar kvörtunar frá ábúendum á Bergsstöðum. Að sögn Heiðu hafa hjónin ítrekað haldið því fram að þau eigi hluta af landi hennar og nú síðast tjáð RARIK að spennistöðin hafi verið reist í óleyfi á þeirra jörð. Bónda á Bergsstöðum var gefinn kostur á því að bregðast við ásökunum Heiðu en sá kaus að tjá sig ekki um samskipti þeirra þegar eftir því var leitað. Jörðin Stekkjarlækur var upphaflega hluti af Bergsstöðum en var skorin út með formlegum hætti árið 1996. Vísir/Hjalti Fært stöðina eftir kvörtun nágrannana Heiða fullyrðir að þetta hafi verið í annað skipti sem nágrannarnir höfðu afskipti af uppsetningu spennistöðvarinnar. Þann 5. júlí síðastliðinn hafi fyrst staðið til að setja spennistöðina upp á öðrum stað á landareigninni. „Þegar gröfumaður á vegum RARIK var byrjaður að grafa fyrir rafstöðinni var hann stoppaður af starfsmanni RARIK á Blönduósi sem sagði að mágur hans á Bergstöðum hafi hringt í hann og bannað þeim að láta rafstöðina þarna þar sem þeir voru að grafa fyrir henni.“ Rökin hafi verið þau að hann, en ekki Heiða, ætti landið út að læknum Stekkjarlæk. Spennistöð RARIK sem stóð í vel innan við sólarhring.Aðsend Heiða hafnar þessu alfarið en á fundi með RARIK var ákveðið að færa spennistöðina yfir lækinn „þrátt fyrir að ég væri búinn að senda þinglýsta teikningu af landinu mínu til yfirmanns hjá RARIK þar sem ég sannaði að ég ætti þann hluta sem um var samið í upphafi að grafa spennistöðina,“ segir hún. Verktaki á vegum RARIK hafi þá komið aftur tveimur dögum síðar og sett stöðina niður á öðrum stað, í þetta sinn við innkeyrsluna að landareigninni. Seinna sama dag var spennistöðin horfin og segist Heiða hafa fengið þær upplýsingar að fólkið á Bergsstöðum hafi aftur sett sig í samband við RARIK og sömuleiðis sagst eiga landið við innkeyrsluna. Í skriflegu svari RARIK til fréttastofu segir að staðsetning rafspennistöðvarinnar sé háð leyfi jarðeigenda á Bergsstöðum fyrir plægingu jarðstrengs í gegnum þeirra land og leyfi Heiðu fyrir uppsetningu stöðvarinnar á óumdeildu landsvæði hennar. Þar sem bændurnir hyggist ekki veita leyfi fyrir jarðstrengnum ef spennistöðin verði sett á umdeilt svæði hafi hún verið fjarlægð þar til að henni yrði fundinn nýr staður. „RARIK er í pattstöðu með aðrar staðsetningar þar sem lagning jarðstrengs um eina jörð og uppsetning spennistöðvar á aðra sé í þessu tilfelli háð sáttar á milli aðila. Málið er þar statt í dag.“ Heiða er með útiaðstöðu á landareigninni sem er á fallegum stað í Svartárdal.Aðsend Uppbygging í uppnámi „Hjónin á Bergsstöðum eru núna að reyna koma í veg fyrir að ég fái rafmagn á land mitt til að koma í veg fyrir uppbyggingu á landinu,“ segir Heiða í skriflegu svari sem hefur í hyggju að reisa sér íbúðahús eða sumarbústað á landareigninni. Í dag er hún búsett á Blönduósi, í um fjörutíu mínútna akstursfjarlægð frá Stekkjarlæk. Hún segir uppbyggingaráform nú vera í uppnámi en þrjár vikur eru liðnar frá því að spennistöðin var fjarlægð af landinu. „Ég get ekkert byggt upp án rafmagns. Ég get ekki byggt upp hús eða neitt. Þannig að landið er eiginlega bara verðlaust ef það kemur ekki rafmagn,“ segir Heiða í samtali við Vísi. Þar að auki hafi hún þegar greitt vel yfir hálfa milljón króna fyrir að leggja rafmagnið. Gengið í veg fyrir jarðgröfu Heiða kveðst vera orðin langþreytt á deilunum við nágranna sína, úrvinda og niðurbrotin. „Hjónin hafa verið að koma inn á mitt land bæði þegar ég er til staðar og þegar ég er ekki til staðar til að rannsaka hvað ég er að gera á mínu landi og til að rífa kjaft við mig með svívirðingum. Eining stoppa þau þegar að þau keyra framhjá og horfa á mig þegar ég er að vinna á landinu eða keyra framhjá á fjórhjóli. Þetta er orðinn einhver árátta hjá þeim sem aldrei ætlar að stoppa.“ Þá hafi þau gengið í veg fyrir gröfu í september í fyrra þegar Heiða hafi fengið verktaka til að jafna út hluta af landinu og neitað að yfirgefa svæðið. Að endingu hafi gröfumaðurinn gefist upp og frestað verkinu sem hafi síðar verið framkvæmt að næturlagi til að forðast truflanir hjónanna. Ljósmyndir sem Heiða náði af atvikinu í fyrra. Aðsend Líkt og fyrr segir vildi bóndi á Bergsstöðum ekki tjá sig um deilurnar við Vísi þegar eftir því var leitað. Telur sig ekki óhulta í kringum hjónin „Þau hafa sett mig í fangelsi á mínu eigin landi. Ég hef tilkynnt öll brot þeirra til lögreglu þegar þau hafa átt sér stað og næsta skref hjá mér núna er að fá nálgunarbann á hjónin þar sem ég tel mig ekki vera óhulta í návígi við hjónin,“ segir Heiða. Heiða segist að hafa stefnt að því að byggja á landinu allt frá því að hún festi kaup á því árið 2007 en nú ríki óvissa um alla uppbyggingu. Málið hafi reynt mjög á sig. „Þetta hefur þau áhrif að maður bara missir móðinn, og í rauninni er það einmitt það sem þau náttúrlega eru að reyna að fá fram, að ég hætti bara og gefist upp.“ Hófst allt með kindunum Málið tengist langvarandi deilum um landareignina hennar Heiðu. Árið 1996 seldi Aðalgeir Bjarki Gestsson, þáverandi eigandi Bergsstaða, föður sínum hluta af jörðinni. Landspildan lá við Stekkjarlæk og var afmörkuð með teikningu tæknifræðings og mældist eignarlóðin 1,5 hektari að stærð. Þetta má lesa úr þinglýstum gögnum en árið 2007 selur Aðalgeir landspilduna aftur og í þetta skipti til Heiðu. Þegar þarna er komið við sögu höfðu núverandi eigendur Bergsstaða tekið við jörðinni þar sem þeir eru með hesta og sauðfjárrækt. Heiða er með skógrækt á landinu og hyggst byggja þar íbúðarhús eða sumarbústað.Aðsend „Ég er með skógrækt á landinu mínu og brjótast kindurnar á Bergsstöðum inn í skógræktina oft á hverju sumri með tilheyrandi skemmdum á gróðri, tjón sem ég stend uppi með. Hjónin á Bergsstöðum neita að smala kindunum úr landinu og segja að ég geti sjálf smalað þeirra kindum úr mínu landi. Svo í sextán ár hef ég neyðist til að eyða mínum tíma í að reka kindurnar þeirra í burtu,“ segir Heiða. Þegar hún hafi farið fram á það að hjónin myndu greiða helming af kostnaði við merkjagirðingar árið 2020 með vísan til girðingalaga hafi þau fengið sér lögfræðing og sagst eiga hina og þessa hluta af landareigninni. Nýjar mælingar sýni að jörðin sé stærri Deilt er um stærð landsins en Heiða og Aðalgeir sem tók landið út úr Bergstöðum á sínum tíma telja að það sé stærra en fram kemur á þinglýstu afsali frá 1996. Heiða segist hafa fengið það staðfest að nútíma GPS-mælitæki sýni að landið sé um hálfum hektara stærra en getið er í opinberum gögnum frá 1996. Starfsmaður Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi sömuleiðis tjáð henni að nýjar mælingar leiði oftast í ljós að stærð jarða í sýslunni sé rangt skráð. Eldri mæliaðferðir hafi einfaldlega verið ónákvæmar. Í skriflegri yfirlýsingu sem Aðalgeir útbjó fyrir Heiðu segir að landspildan sem hann hafi selt föður sínum úr landi Bergsstaða árið 1996 hafi náð frá Svartárdalsvegi að vestan og að læknum. „Tekið skal fram að norðausturhluti lóðarinnar ofan og austan húss sem þarna var fylgdi með lóðinni beggja vegna Stekkjarlækjar enda var lóðin sett þarna vegna læksins og hann fylgdi með að austurmörkum lóðarinnar,“ stendur í undirritaðri yfirlýsingu hans sem dagsett er í júní 2021. Þar er vísað til sumarhúss sem Heiða keypti upphaflega með landinu. Teikning sem tæknifræðingur gerði af jörð Heiðu þegar hún var formlega tekin út úr Bergsstöðum árið 1996. Í yfirlýsingu áréttar hann að landið sé afmarkað með punktalínu og svæðið austan og ofan við sumarhúsið hafi fylgt landinu. Hjónin með óljósar kröfur Að sögn Heiðu var það ákall ábúenda á Bergstöðum til hluta landsins sem liggur að læknum og öðrum hluta við innkeyrsluna sem varð til þess að RARIK hætti við uppsetningu spennistöðvarinnar. Hún segir áðurnefnd gögn þó sýna það með skýrum hætti að sá hluti sé í hennar eigu. Einnig liggur fyrir yfirlýsing tæknifræðings sem fenginn var af Aðalgeir til að gera teikningu af lóðinni en henni var þinglýst með söluafsalinu árið 1996. Þar segir tæknifræðingurinn sömuleiðis að lóðin hafi náð frá Svartárdalsvegi að vestan og að landið austan og ofan við sumarhúsið fylgt landinu. Landið hafi verið auðkennt með punktalínu og lína innan þeirrar afmörkunar væri mállína sem væri ekki ætlað að afmarka landið. Heiða segir tilkall hjónanna á Bergsstöðum vera óljóst og einskorðist ekki bara við landið í og við lækinn eða við bílastæðið. Málinu sé ekki lokið og hún kanni nú næstu skref.
Húnabyggð Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira