Viðkvæmur hópur sem ekki endilega eigi heima á Vogi Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júlí 2023 19:31 Formaður SÁÁ Anna Hildur Guðmundsdóttir. Mynd/Hulda Margrét Ekki allir eiga heima í meðferð hjá SÁÁ. Formaður segir mikilvægt að allir geti fengið meðferð, en að yfirvöld þurfi að setja sér heildræna stefnu svo hægt sé að útbúa meðferð sem henti þeim sem eru til dæmis þroskaskert og með fíknivanda. Formaður SÁÁ segir alla velkomna í meðferð en að það sé staðreynd að úrræði þeirra henti ekki öllum. Hún tekur undir orð föður sem var í viðtali í fréttum í gær sem sagði engin úrræði henta syni sínum sem er 23 ára, þroskaskertur og með fíknivanda. „Það eru allir alltaf velkomnir til okkar en það er mismunandi hvort fólk geti tileinkað sér meðferðina eða tekið þátt í því prógrammi sem við erum með,“ segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ. Anna Hildur segir ákveðna hópa þurfa sérhæfðari þjónustu en sé þegar í boði. Hún segir SÁÁ lengi hafa kallað eftir heildrænni stefnu í meðferðarúrræðum. Þau viti af götum í þjónustunni en hafi ekki umboð til að stoppa í þau göt. „Við höfum hvorki þekkinguna né það sérhæfða starfsfólk sem þarf til að þjónusta þennan hóp,“ segir hún og að það sé í raun ekkert úrræði til. „Það sem við höfum verið að kalla eftir í mörg ár frá ríkinu er að það sé búin til heildræn stefna í meðferðarmálum. Að það sé tekið á því hvar ákveðnir hópar eigi að vera og hver eigi að þjónusta þá. Við erum tilbúin til þess og að þróa okkar þjónustu meira en höfum engan samning um það, eða fjármagn, til að vera í þeirri þróun. Sérhæft starfsfólk kostar meira og það er ekki eins og er hjá okkur. Fólk kemur til okkar og lætur reyna á prógrammið en svo kemur bara oft í ljós að það gengur ekki upp.“ Vandinn meiri en ekki nýr Hún segir vandann ekki nýjan en að hann hafi orðið umfangsmeiri síðustu ár. Hún segir þennan hóp fólks viðkvæman fyrir áhrifum og að jafnvel sé setið um þau. „Vandinn hefur aukist alveg gífurlega. Samfélagið hefur breyst svo mikið. Þessi hópur er svo viðkvæmur og við vitum hvernig þessi heimur er. Það er svo auðvelt að plata þau. Þau eru að leita og eru óánægð og kvíðin og það er svo auðvelt að fá þau inn í þennan heim,“ segir Anna Hildur og það sé dálítið eins og að reykja kannabis í fyrsta sinn. „Það segir þér enginn þegar þú byrjar að þú verðir rosalega háður og sjáir eftir stutta stund ekki fyrir þér lífið án þess að reykja. Það er bara talað um að líða vel og taka kvíðann og þessir krakkar sækja í það eins og aðrir en þau hafa svo kannski ekki hömlurnar eða skynsemina til að segja nei.“ Anna segir að úrræði fyrir þennan hóp verði alltaf að vera unnið í samvinnu félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda. „Þetta kallar á samstarf margra sviða og það gengur yfirleitt vel hjá fólkinu sem er að vinn á gólfinu en svo þegar reynir á að vísa í úrræði þá eru engin úrræði til að vísa í. Fólkið á gólfinu er alltaf að reyna að finna réttu lausnina en svo eru svo fáar lausnir í boði.“ Verði að mynda sér heildræna stefnu Hún segir að yfirvöld þurfi að ákveða hvernig eigi að meðhöndla fíknivanda í ólíkum hópum og að samningur þeirra við ríkið taki ekki mið af miklum samfélagslegum breytingum síðustu ár. „Ríkið þarf að búa til stefnu og það þarf að reikna þennan hóp inn í þá stefnu. Hvernig á að meðhöndla fíknivandann í ólíkum hópum,“ segir hún og að núverandi samningur SÁÁ við ríkið sé frá 2014 og taki aðeins til ákveðinna þátta. „Það er ekki þjónusta við þennan hóp. Samningurinn er dálítið barn síns tíma og í dag þyrfti að ræða þessi mál líka og hver eigi að sjá um þessa þjónustu. Ríkið þarf að fara í þá vinnu að ákveða hvað þjónustan eigi að vera og ef hún á að vera hjá okkur þá þarf að setjast niður og ræða það, en því þarf líka að fylgja fjármagn til að ráða það sérhæfða starfsfólk sem þarf.“ Eruði tilbúin í það verkefni? „Við erum alltaf tilbúin í öll verkefni sem tengjast þessu málefni.“ SÁÁ Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Formaður SÁÁ segir alla velkomna í meðferð en að það sé staðreynd að úrræði þeirra henti ekki öllum. Hún tekur undir orð föður sem var í viðtali í fréttum í gær sem sagði engin úrræði henta syni sínum sem er 23 ára, þroskaskertur og með fíknivanda. „Það eru allir alltaf velkomnir til okkar en það er mismunandi hvort fólk geti tileinkað sér meðferðina eða tekið þátt í því prógrammi sem við erum með,“ segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ. Anna Hildur segir ákveðna hópa þurfa sérhæfðari þjónustu en sé þegar í boði. Hún segir SÁÁ lengi hafa kallað eftir heildrænni stefnu í meðferðarúrræðum. Þau viti af götum í þjónustunni en hafi ekki umboð til að stoppa í þau göt. „Við höfum hvorki þekkinguna né það sérhæfða starfsfólk sem þarf til að þjónusta þennan hóp,“ segir hún og að það sé í raun ekkert úrræði til. „Það sem við höfum verið að kalla eftir í mörg ár frá ríkinu er að það sé búin til heildræn stefna í meðferðarmálum. Að það sé tekið á því hvar ákveðnir hópar eigi að vera og hver eigi að þjónusta þá. Við erum tilbúin til þess og að þróa okkar þjónustu meira en höfum engan samning um það, eða fjármagn, til að vera í þeirri þróun. Sérhæft starfsfólk kostar meira og það er ekki eins og er hjá okkur. Fólk kemur til okkar og lætur reyna á prógrammið en svo kemur bara oft í ljós að það gengur ekki upp.“ Vandinn meiri en ekki nýr Hún segir vandann ekki nýjan en að hann hafi orðið umfangsmeiri síðustu ár. Hún segir þennan hóp fólks viðkvæman fyrir áhrifum og að jafnvel sé setið um þau. „Vandinn hefur aukist alveg gífurlega. Samfélagið hefur breyst svo mikið. Þessi hópur er svo viðkvæmur og við vitum hvernig þessi heimur er. Það er svo auðvelt að plata þau. Þau eru að leita og eru óánægð og kvíðin og það er svo auðvelt að fá þau inn í þennan heim,“ segir Anna Hildur og það sé dálítið eins og að reykja kannabis í fyrsta sinn. „Það segir þér enginn þegar þú byrjar að þú verðir rosalega háður og sjáir eftir stutta stund ekki fyrir þér lífið án þess að reykja. Það er bara talað um að líða vel og taka kvíðann og þessir krakkar sækja í það eins og aðrir en þau hafa svo kannski ekki hömlurnar eða skynsemina til að segja nei.“ Anna segir að úrræði fyrir þennan hóp verði alltaf að vera unnið í samvinnu félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda. „Þetta kallar á samstarf margra sviða og það gengur yfirleitt vel hjá fólkinu sem er að vinn á gólfinu en svo þegar reynir á að vísa í úrræði þá eru engin úrræði til að vísa í. Fólkið á gólfinu er alltaf að reyna að finna réttu lausnina en svo eru svo fáar lausnir í boði.“ Verði að mynda sér heildræna stefnu Hún segir að yfirvöld þurfi að ákveða hvernig eigi að meðhöndla fíknivanda í ólíkum hópum og að samningur þeirra við ríkið taki ekki mið af miklum samfélagslegum breytingum síðustu ár. „Ríkið þarf að búa til stefnu og það þarf að reikna þennan hóp inn í þá stefnu. Hvernig á að meðhöndla fíknivandann í ólíkum hópum,“ segir hún og að núverandi samningur SÁÁ við ríkið sé frá 2014 og taki aðeins til ákveðinna þátta. „Það er ekki þjónusta við þennan hóp. Samningurinn er dálítið barn síns tíma og í dag þyrfti að ræða þessi mál líka og hver eigi að sjá um þessa þjónustu. Ríkið þarf að fara í þá vinnu að ákveða hvað þjónustan eigi að vera og ef hún á að vera hjá okkur þá þarf að setjast niður og ræða það, en því þarf líka að fylgja fjármagn til að ráða það sérhæfða starfsfólk sem þarf.“ Eruði tilbúin í það verkefni? „Við erum alltaf tilbúin í öll verkefni sem tengjast þessu málefni.“
SÁÁ Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
„Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01