Dramatísk fækkun ungs fólks á Íslandi sem fer í meðferð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2023 23:31 Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, segir jákvætt að færri í hópi ungs fólks leiti til Vogs þó að kanna þurfi ástæðurnar til hlýtar. Ungt fólk hefur mun síður leitað í meðferð á Vogi síðustu þrjú ár og er um að ræða gríðarlega fækkun frá því á fyrri árum. Forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi segir að skoða þurfi betur hvers vegna svo sé en ljóst sé að þarna séu á ferðinni jákvæðar fréttir. Ungt fólk í neyslu sé hinsvegar gjarnan í alvarlegri neyslu. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að innflutningur á kókaíni hefur aukist og neyslan þar með. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála sem tengjast innflutningi. Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að stofnunin merki sömu aukningu í störfum sínum og lögregla. Verðkannanir á Vogi á fíkniefnum hér á landi bendi til þess að litlar sveiflur séu á verði. Kókaínneysla hafi aukist að undanförnu eftir að hafa fallið í heimsfaraldrinum. Margar ástæður fyrir breytingum „Það merkilegasta sem við sjáum í okkar tölum síðustu ár er þessi minni eftirspurn ungs fólks eftir meðferð, en það er dramatísk fækkun síðustu þrjú ár.“ Hvað segir það okkur? „Það þarf auðvitað að skoða það. Það eru margar ástæður fyrir því. Þetta er mjög gott, þetta eru mjög jákvæðar upplýsingar.“ Valgerður segir að aðgengi að meðferð fyrir 25 ára og yngri sé gríðarlega gott á Vogi, sem sinni öllum í hópnum sem óski eftir því. Það þýði að færri séu að neyta efnanna. Neyslan alvarlegri „Hinsvegar ef við tökum fólkið sem kemur til okkar á þessum aldri, að þá eru einstaklingarnir þar í mjög blandaðri og oft alvarlegri neyslu. Um það bil helmingur einstaklinga sem kemur er að nota kókaín og eins og hefur verið margumtalað, ópíóðana. Þeir eru í hæsta hlutfalli í þessum yngsta neytendahópi.“ Neytendahópurinn sé minni en áður og segir Valgerður að Covid hafi þar haft mikil áhrif. Þróunin sé hafi hinsvegar verið í þessa átt frá því um aldamótin. Áfengið stærsta vandamálið Þú talar um minna aðgengi í heimsfaraldrinum. Kom eitthvað í staðinn? „Já. Ásókn í áfengi hefur aukist og þá er það öðruvísi að ásókn í róandi lyf og þessi löglegu vímuefni líkt og áfengi og ópíóða, hún jókst á þessum tíma.“ Hefur hlutfall þeirra sem leita aðstoðar vegna áfengisneyslu minnkað á meðan hinn fjöldinn fer upp? „Nei, það hefur það ekki. Það er ennþá stærsta og alvarlegasta vandamálið, það er áfengið. Langflestir fá greiningu á áfengisfíkn þó þeir noti oft mikið önnur vímuefni. Talandi um kókaín, langflestir sem koma til okkar og eru með kókaínfíkn eru líka með áfengisfíkn. Sú neysla fer nú oft saman, áfengi og kókaín, eins og örvandi efni önnur.“ Hún segir blandaða neyslu mjög algenga, sérstaklega hjá yngri hópum. Þar séu neysla kókaíns, kannabis og áfengis mjög algeng. Miklu máli skipti að ná unga fólkinu með áfengisfíkn áður en það leiðist út í önnur efni. „Já ég held að það sé fyrst og fremst lærdómurinn. Að grípa snemma inn í af því að það er þess virði að vera með snemminngrip í meðferð eða einhverskonar inngrip og aðgerðir strax og skoða áhættuhegðun hjá ungu fólki. Það skilar mestum árangri.“ Fíkn Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að innflutningur á kókaíni hefur aukist og neyslan þar með. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála sem tengjast innflutningi. Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að stofnunin merki sömu aukningu í störfum sínum og lögregla. Verðkannanir á Vogi á fíkniefnum hér á landi bendi til þess að litlar sveiflur séu á verði. Kókaínneysla hafi aukist að undanförnu eftir að hafa fallið í heimsfaraldrinum. Margar ástæður fyrir breytingum „Það merkilegasta sem við sjáum í okkar tölum síðustu ár er þessi minni eftirspurn ungs fólks eftir meðferð, en það er dramatísk fækkun síðustu þrjú ár.“ Hvað segir það okkur? „Það þarf auðvitað að skoða það. Það eru margar ástæður fyrir því. Þetta er mjög gott, þetta eru mjög jákvæðar upplýsingar.“ Valgerður segir að aðgengi að meðferð fyrir 25 ára og yngri sé gríðarlega gott á Vogi, sem sinni öllum í hópnum sem óski eftir því. Það þýði að færri séu að neyta efnanna. Neyslan alvarlegri „Hinsvegar ef við tökum fólkið sem kemur til okkar á þessum aldri, að þá eru einstaklingarnir þar í mjög blandaðri og oft alvarlegri neyslu. Um það bil helmingur einstaklinga sem kemur er að nota kókaín og eins og hefur verið margumtalað, ópíóðana. Þeir eru í hæsta hlutfalli í þessum yngsta neytendahópi.“ Neytendahópurinn sé minni en áður og segir Valgerður að Covid hafi þar haft mikil áhrif. Þróunin sé hafi hinsvegar verið í þessa átt frá því um aldamótin. Áfengið stærsta vandamálið Þú talar um minna aðgengi í heimsfaraldrinum. Kom eitthvað í staðinn? „Já. Ásókn í áfengi hefur aukist og þá er það öðruvísi að ásókn í róandi lyf og þessi löglegu vímuefni líkt og áfengi og ópíóða, hún jókst á þessum tíma.“ Hefur hlutfall þeirra sem leita aðstoðar vegna áfengisneyslu minnkað á meðan hinn fjöldinn fer upp? „Nei, það hefur það ekki. Það er ennþá stærsta og alvarlegasta vandamálið, það er áfengið. Langflestir fá greiningu á áfengisfíkn þó þeir noti oft mikið önnur vímuefni. Talandi um kókaín, langflestir sem koma til okkar og eru með kókaínfíkn eru líka með áfengisfíkn. Sú neysla fer nú oft saman, áfengi og kókaín, eins og örvandi efni önnur.“ Hún segir blandaða neyslu mjög algenga, sérstaklega hjá yngri hópum. Þar séu neysla kókaíns, kannabis og áfengis mjög algeng. Miklu máli skipti að ná unga fólkinu með áfengisfíkn áður en það leiðist út í önnur efni. „Já ég held að það sé fyrst og fremst lærdómurinn. Að grípa snemma inn í af því að það er þess virði að vera með snemminngrip í meðferð eða einhverskonar inngrip og aðgerðir strax og skoða áhættuhegðun hjá ungu fólki. Það skilar mestum árangri.“
Fíkn Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira