Anníe, Katrín og BKG byrja heimsleikana í ár á fjallahjólum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru góðar vinkonur en þekkja það líka vel að keppa á móti hvorri annarri á heimsleikum. Instagram/@anniethorisdottir Keppni um heimsmeistaratitil karla og kvenna í CrossFit hefst í dag í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. Ísland á þrjá keppendur í aðalkeppninni í ár og það eru allt miklir reynsluboltar. Keppnin stendur yfir næstu fjóra daga og það er ljóst að það mun reyna mikið á keppendur þessa næstu daga. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa um heimsmeistaratitil kvenna og Björgvin Karl Guðmundsson keppir um heimsmeistaratitil karla. Þetta eru þrettándu heimsleikar Anníe þar af þeir tólftu hjá henni í einstaklingskeppni en bæði Katrín Tanja og Björgvin Karl eru mætt á sína tíundu heimsleika. Fyrsta greinin í dag er fjallahjólakeppni. Heimsleikarnir hafa oft byrjað á útisundi í vatni við Madison en ekki í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Fjallajólakeppnin snýst um að fara sem flesta hringi á fjallahjóli á fjörutíu mínútum. Keppendur verða að keppa á Trek Bikes Marlin 8 fjallahjólum. Konurnar hefja keppni klukkan hálf tvö að íslenskum tíma en karlarnir klukkutíma seinna. Athygli vekur að keppendur geta ekki hjólað inn í næsta hring heldur þurfa þá að fara af hjólinu og fera hjólið yfir hindrun og inn í næsta hring. Tvær aðrar greinar fara fram á þessum fyrsta degi. Fyrri greinin hefst klukkan 16.15 hjá konunum og klukkan 17.15 hjá körlunum. Lokagreinin hefst síðan klukkan 19.15 hjá konunum og klukkan 20.05 hjá körlunum. Sú fyrri er fjölþrautaræfing á leikvanginum þar sem þau þurfa meðal annars að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum, klára 25 upphífingar, fara fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá og henda þungum boltum hundrað sinnum upp fyrir ákveðið mark. Eftir það þurfa keppendur að fara aftur fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá, klára aftur 25 upphífingar og enda síðan á því að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum á ný. Þau hafa átján mínútur til að klára þetta. Lokagrein dagsins er síðan önnur þrautagrein þar sem reynir mikið á fimleikahæfileika keppenda um leið og þau eru í kappi við tímann. Þar þurfa keppendur þurfa meðal annars að ganga á höndum, gera handstöðulyftur og snúa sér í heilan hring í handstöðu. Það má sjá þessa krefjandi æfingu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira
Keppnin stendur yfir næstu fjóra daga og það er ljóst að það mun reyna mikið á keppendur þessa næstu daga. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa um heimsmeistaratitil kvenna og Björgvin Karl Guðmundsson keppir um heimsmeistaratitil karla. Þetta eru þrettándu heimsleikar Anníe þar af þeir tólftu hjá henni í einstaklingskeppni en bæði Katrín Tanja og Björgvin Karl eru mætt á sína tíundu heimsleika. Fyrsta greinin í dag er fjallahjólakeppni. Heimsleikarnir hafa oft byrjað á útisundi í vatni við Madison en ekki í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Fjallajólakeppnin snýst um að fara sem flesta hringi á fjallahjóli á fjörutíu mínútum. Keppendur verða að keppa á Trek Bikes Marlin 8 fjallahjólum. Konurnar hefja keppni klukkan hálf tvö að íslenskum tíma en karlarnir klukkutíma seinna. Athygli vekur að keppendur geta ekki hjólað inn í næsta hring heldur þurfa þá að fara af hjólinu og fera hjólið yfir hindrun og inn í næsta hring. Tvær aðrar greinar fara fram á þessum fyrsta degi. Fyrri greinin hefst klukkan 16.15 hjá konunum og klukkan 17.15 hjá körlunum. Lokagreinin hefst síðan klukkan 19.15 hjá konunum og klukkan 20.05 hjá körlunum. Sú fyrri er fjölþrautaræfing á leikvanginum þar sem þau þurfa meðal annars að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum, klára 25 upphífingar, fara fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá og henda þungum boltum hundrað sinnum upp fyrir ákveðið mark. Eftir það þurfa keppendur að fara aftur fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá, klára aftur 25 upphífingar og enda síðan á því að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum á ný. Þau hafa átján mínútur til að klára þetta. Lokagrein dagsins er síðan önnur þrautagrein þar sem reynir mikið á fimleikahæfileika keppenda um leið og þau eru í kappi við tímann. Þar þurfa keppendur þurfa meðal annars að ganga á höndum, gera handstöðulyftur og snúa sér í heilan hring í handstöðu. Það má sjá þessa krefjandi æfingu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira