Myndband sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum virðist þó sýna að minnst einum sjálfsprengibát var siglt upp að síðu herskips. Myndir sem teknar voru í morgun sýna svo þetta herskip halla töluvert. Umfang skemmdanna liggur ekki fyrir.
Óljóst er þó hve margir bátar voru notaðir. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir tveimur bátum hafa verið grandað en RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir ríkisstjóra svæðisins að ekkert mannfall hafi orðið og árásin hafi ekki valdið neinum skaða, sem virðist rangt.
#Ukraine: Overnight, Ukrainian USVs (Kamikaze Sea Drones) attacked the Russian port of Novorossiysk, hitting the "Olenegorsky Gornyk" Project 775 large landing ship of the Russian navy- causing it to list due to internal flooding.
— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) August 4, 2023
The full extent of the damage is so far unclear. pic.twitter.com/z5pIQ3O7zO
Í Novorossiysk er höfn sem notuð er til útflutnings frá Rússlandi en samkvæmt Reuters var skipaumferð um höfnina stöðvuð um tíma. Þetta er sagt vera í fyrsta sinn sem Úkraínumenn ráðast á svo umfangsmikla höfn.
Hér að neðan má sjá myndbandið sem virðist sýna sjálfsprengibát siglt upp að rússnesku herskipi. Um er að ræða herskip af gerðinni Ropucha og er hannað til að flytja landgönguliða í orrustu.
Purported footage from a Ukrainian naval drone as it makes its final approach to the "Ropucha" class assault ship Olenegorksy Gornyk. pic.twitter.com/s0KwXBqie1
— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) August 4, 2023