Eyddi formúgu fjár í Taylor Swift-miða sem voru ekki til Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 13:54 Eras-tónleikaferðalag Taylor Swift hefur notið gríðarlega vinsælda enda á hún stóran fylgjendahóp sem gengur jafnan undir nafninu Swifties. Getty/Terry Wyatt Miðar á yfirstandandi tónleikaferðalag Taylor Swift eru illfáanlegir og rándýrir vegna endursölusíðna. Bandarísk kona sem keypti miða á 1.400 dali (um 180 þúsund íslenskra króna) uppgötvaði eftir kaupin að miðarnir voru ekki til. Eftirspurn eftir miðum á The Eras Tour, tónleikaferðalag Swift, hefur verið gríðarleg og hafa miðar yfirleitt selst upp um leið og þeir fara í sölu. Fréttamiðillinn The Wall Street Journal spáir því að tónleikaferðalagið veðir það fyrsta í sögunni sem halar inn milljarði Bandaríkjadala. Þá hafa verið mikil vandræði með sölusíðuna TicketMaster sem sér um opinbera miðasölu fyrir tónleikaferðalagið. Sú síða hefur ítrekað brugðist og legið niðri vegna eftirspurnar eftir miðum. Þeir sem ná ekki að kaupa miða strax þurfa að leita á náðir endursöluaðila sem smyrja vel ofan á verðið. Þar getur miðaverð farið upp í mörg hundruð þúsund krónur. Stefanie Klein, Kaliforníubúi, ætlaði að kaupa miða fyrir dóttur sína á tónleikaferðalag Swift og endaði á að sölusíðunni StubHub. Þar keypti hún miða fyrir 1.400 Bandaríkjadali (sirka 184 þúsund íslenskra króna). Eftir kaupin hafði StubHub hins vegar samband og greindi henni frá því að seljandinn væri ekki með miðana sem hún hafði borgað fyrir. Þeir væru ekki til. Tryggingin reyndist innantóm StubHub er með tryggingu sem á að verja kaupendur og bæta þeim upp fyrir tap lendi þeir í svindlurum. Kaupendur eiga þá að fá endurgreitt að fullu að viðbættum tuttugu prósentum af miðaverðinu. Klein var því viss um að hún fengi peninginn sinn endurgreiddan. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims.Getty/Amy Sussman Það var ekki raunin heldur lenti Klein í vítahring símhringinga þar sem hún var send á millið ólíkra aðila og fékk hvorki svör né lausnir vegna vandamála sinna. Hún segir að trygging StubHub hafi ekkert varið sig tapi. „Ég fékk að heyra skýringu eftir skýringu, afsökun eftir afsökun eftir afsökun. Það var ekkert annað sem ég fékk frá þjónustuverinu. Þetta gaf mér háan blóðþrýsting, ég gat ekki gert þetta lengur. Ég gat ekki eytt dýrmætum tíma mínum að rífast aftur og aftur,“ sagði Klein í viðtali við NBC Los Angeles. Það var ekki fyrr en eftir að fréttamiðillinn NBC hafði samband við StubHub til að rannsaka málið sem Klein fékk loksins endurgreitt. Það er þó spurning hvort aðrir aðdáendur sem hafa lent í sambærilegum prettum séu jafnheppnir og Klein. Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Taylor Swift kemur aðdáendum rækilega á óvart Söngkonan Taylor Swift tilkynnti í dag að hún hygðist gefa út fjögur glæný lög á miðnætti í tilefni af tónleikaferðalagi hennar, þar sem hún fylgir eftir plötunni „miðnætti“ (e. Midnight). 16. mars 2023 22:15 Taylor Swift heldur á tónleikaferðalag Söngkonan ástsæla, Taylor Swift tilkynnti aðdáendum sínum fyrr í dag að nýtt tónleikaferðalag hennar, „Eras Tour“ myndi hefjast í mars á næsta ári. 1. nóvember 2022 20:46 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Eftirspurn eftir miðum á The Eras Tour, tónleikaferðalag Swift, hefur verið gríðarleg og hafa miðar yfirleitt selst upp um leið og þeir fara í sölu. Fréttamiðillinn The Wall Street Journal spáir því að tónleikaferðalagið veðir það fyrsta í sögunni sem halar inn milljarði Bandaríkjadala. Þá hafa verið mikil vandræði með sölusíðuna TicketMaster sem sér um opinbera miðasölu fyrir tónleikaferðalagið. Sú síða hefur ítrekað brugðist og legið niðri vegna eftirspurnar eftir miðum. Þeir sem ná ekki að kaupa miða strax þurfa að leita á náðir endursöluaðila sem smyrja vel ofan á verðið. Þar getur miðaverð farið upp í mörg hundruð þúsund krónur. Stefanie Klein, Kaliforníubúi, ætlaði að kaupa miða fyrir dóttur sína á tónleikaferðalag Swift og endaði á að sölusíðunni StubHub. Þar keypti hún miða fyrir 1.400 Bandaríkjadali (sirka 184 þúsund íslenskra króna). Eftir kaupin hafði StubHub hins vegar samband og greindi henni frá því að seljandinn væri ekki með miðana sem hún hafði borgað fyrir. Þeir væru ekki til. Tryggingin reyndist innantóm StubHub er með tryggingu sem á að verja kaupendur og bæta þeim upp fyrir tap lendi þeir í svindlurum. Kaupendur eiga þá að fá endurgreitt að fullu að viðbættum tuttugu prósentum af miðaverðinu. Klein var því viss um að hún fengi peninginn sinn endurgreiddan. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims.Getty/Amy Sussman Það var ekki raunin heldur lenti Klein í vítahring símhringinga þar sem hún var send á millið ólíkra aðila og fékk hvorki svör né lausnir vegna vandamála sinna. Hún segir að trygging StubHub hafi ekkert varið sig tapi. „Ég fékk að heyra skýringu eftir skýringu, afsökun eftir afsökun eftir afsökun. Það var ekkert annað sem ég fékk frá þjónustuverinu. Þetta gaf mér háan blóðþrýsting, ég gat ekki gert þetta lengur. Ég gat ekki eytt dýrmætum tíma mínum að rífast aftur og aftur,“ sagði Klein í viðtali við NBC Los Angeles. Það var ekki fyrr en eftir að fréttamiðillinn NBC hafði samband við StubHub til að rannsaka málið sem Klein fékk loksins endurgreitt. Það er þó spurning hvort aðrir aðdáendur sem hafa lent í sambærilegum prettum séu jafnheppnir og Klein.
Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Taylor Swift kemur aðdáendum rækilega á óvart Söngkonan Taylor Swift tilkynnti í dag að hún hygðist gefa út fjögur glæný lög á miðnætti í tilefni af tónleikaferðalagi hennar, þar sem hún fylgir eftir plötunni „miðnætti“ (e. Midnight). 16. mars 2023 22:15 Taylor Swift heldur á tónleikaferðalag Söngkonan ástsæla, Taylor Swift tilkynnti aðdáendum sínum fyrr í dag að nýtt tónleikaferðalag hennar, „Eras Tour“ myndi hefjast í mars á næsta ári. 1. nóvember 2022 20:46 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Taylor Swift kemur aðdáendum rækilega á óvart Söngkonan Taylor Swift tilkynnti í dag að hún hygðist gefa út fjögur glæný lög á miðnætti í tilefni af tónleikaferðalagi hennar, þar sem hún fylgir eftir plötunni „miðnætti“ (e. Midnight). 16. mars 2023 22:15
Taylor Swift heldur á tónleikaferðalag Söngkonan ástsæla, Taylor Swift tilkynnti aðdáendum sínum fyrr í dag að nýtt tónleikaferðalag hennar, „Eras Tour“ myndi hefjast í mars á næsta ári. 1. nóvember 2022 20:46