Notkun farsíma í skólum Inga Sigrún Atladóttir skrifar 9. ágúst 2023 10:01 Á síðustu dögum hafa verið líflegar umræður um hvort banna eigin farsíma í skólum landsins. Uppspretta umræðunnar er m.a. skýrsla frá UNESCO um bann fjölmargra landa við farsímanotkun í skólum. Þekktir sérfræðingar hafa fært rök fyrir því að neikvæð áhrif farsíma og spjaldtölva sé hægt að sjá á börnum nánast samstundis og telja að farsímar í skólum sé tilkomin vegna blindrar trú á tæknina og þeir sem ekki samþykkja bann á farsímum í skólum séu að loka augunum fyrir vandamáli sem blasir við. Flestir sem unnið hafa í skólum gera sér grein fyrir því að farsímar skapa fjölmörg vandamál í skólastarfi. Í hugum fjölmargra kennara og skólastjórnenda snýst deilan um farsíma í skólum því ekki um hvort farsímar skapi vandamál eða ekki heldur fyrst og fremst hvernig bregðast á við vandamálinu. Í umræðunni hafa komið fram andstæðar skoðanir sem kenna má við leiðandi eða skipandi uppeldi. Skipandi uppeldi setur hindranir og bönn til að vernda barnið og takmarka reynslu þeirra en leiðandi uppeldi leggur áherslu á að ræða við barnið um þá reynslu sem það verður fyrir og hjálpa því að yfirstíga þær hindranir sem upplifir.Þeir sem aðhyllast leiðandi uppeldi vilja ræða við unglingana um símanotkun, þau vandamál sem hún skapar og nýta reynslu þeirra til að móta nýjar reglur. Bann við notkun síma í skólum myndi leysa fjölmörg vandamál og auðvelda starfsfólki og mörgum nemendum lífið innan skólans. En rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að leiðandi uppeldi hefur jákvæðari áhrif á tengslamyndun en skipandi uppeldi, leiðandi uppeldi felur í sér meiri nánd við barnið og barn sem alið er upp við leiðandi uppeldi er líklegra til að hafa betri sjálfstjórn og meiri getu til að mynda nærandi tengsl við aðra. Hæfni barna til að stjórna eigin tilfinningum, skapi og hegðun er því lykilatriði í málflutningi þeirra sem ekki vilja banna síma í skólum. Þeir vilja nota vandamálið sem farsíminn skapar í skólastarfi til að þroska barnið, fá það til að velta fyrir sér áhrifum farsíma notkunar á einstaklinga og samfélag og velta fyrir sér orsökum og afleiðingum í málinu. Í námskránni 2011 var nám barna í grunnskólum fært frá kennarastýrðu námi að nemendastýrðu námi. Þær áherslur koma fram í grunnþáttunum sex svo og í áherslum námskrárinnar á lykilhæfni þar sem nemendur eiga að tileinka sér ábyrgð á eigin námi, taka þátt í lýðræðislegum umræðum og taka þátt í ákvörðunum sem teknar eru um nám þeirra. Þannig má með rökum segja að símabann sem sett er á án aðkomu barna gangi gegn anda þeirrar námskrár sem íslenskum skólum er gert að starfa eftir. Íslenska námskráin leggur áherslu á leiðandi uppeldi, mannréttindi barna og þátttöku þeirra í skólasamfélaginu. Þannig þarf umræðan um símabann að vera um hvar og hvers konar aðkomu unglingar eiga að hafa af reglum um símanotkun í skólum en ekki hvort fullorðnum í íslensku samfélagi sé nóg boðið eða ekki. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og kennari höfundur bókarinnar: Reynsluheimar og mögulegir heimar: Leiðir til að efla leiðtogafærni barna (2023). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hafa verið líflegar umræður um hvort banna eigin farsíma í skólum landsins. Uppspretta umræðunnar er m.a. skýrsla frá UNESCO um bann fjölmargra landa við farsímanotkun í skólum. Þekktir sérfræðingar hafa fært rök fyrir því að neikvæð áhrif farsíma og spjaldtölva sé hægt að sjá á börnum nánast samstundis og telja að farsímar í skólum sé tilkomin vegna blindrar trú á tæknina og þeir sem ekki samþykkja bann á farsímum í skólum séu að loka augunum fyrir vandamáli sem blasir við. Flestir sem unnið hafa í skólum gera sér grein fyrir því að farsímar skapa fjölmörg vandamál í skólastarfi. Í hugum fjölmargra kennara og skólastjórnenda snýst deilan um farsíma í skólum því ekki um hvort farsímar skapi vandamál eða ekki heldur fyrst og fremst hvernig bregðast á við vandamálinu. Í umræðunni hafa komið fram andstæðar skoðanir sem kenna má við leiðandi eða skipandi uppeldi. Skipandi uppeldi setur hindranir og bönn til að vernda barnið og takmarka reynslu þeirra en leiðandi uppeldi leggur áherslu á að ræða við barnið um þá reynslu sem það verður fyrir og hjálpa því að yfirstíga þær hindranir sem upplifir.Þeir sem aðhyllast leiðandi uppeldi vilja ræða við unglingana um símanotkun, þau vandamál sem hún skapar og nýta reynslu þeirra til að móta nýjar reglur. Bann við notkun síma í skólum myndi leysa fjölmörg vandamál og auðvelda starfsfólki og mörgum nemendum lífið innan skólans. En rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að leiðandi uppeldi hefur jákvæðari áhrif á tengslamyndun en skipandi uppeldi, leiðandi uppeldi felur í sér meiri nánd við barnið og barn sem alið er upp við leiðandi uppeldi er líklegra til að hafa betri sjálfstjórn og meiri getu til að mynda nærandi tengsl við aðra. Hæfni barna til að stjórna eigin tilfinningum, skapi og hegðun er því lykilatriði í málflutningi þeirra sem ekki vilja banna síma í skólum. Þeir vilja nota vandamálið sem farsíminn skapar í skólastarfi til að þroska barnið, fá það til að velta fyrir sér áhrifum farsíma notkunar á einstaklinga og samfélag og velta fyrir sér orsökum og afleiðingum í málinu. Í námskránni 2011 var nám barna í grunnskólum fært frá kennarastýrðu námi að nemendastýrðu námi. Þær áherslur koma fram í grunnþáttunum sex svo og í áherslum námskrárinnar á lykilhæfni þar sem nemendur eiga að tileinka sér ábyrgð á eigin námi, taka þátt í lýðræðislegum umræðum og taka þátt í ákvörðunum sem teknar eru um nám þeirra. Þannig má með rökum segja að símabann sem sett er á án aðkomu barna gangi gegn anda þeirrar námskrár sem íslenskum skólum er gert að starfa eftir. Íslenska námskráin leggur áherslu á leiðandi uppeldi, mannréttindi barna og þátttöku þeirra í skólasamfélaginu. Þannig þarf umræðan um símabann að vera um hvar og hvers konar aðkomu unglingar eiga að hafa af reglum um símanotkun í skólum en ekki hvort fullorðnum í íslensku samfélagi sé nóg boðið eða ekki. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og kennari höfundur bókarinnar: Reynsluheimar og mögulegir heimar: Leiðir til að efla leiðtogafærni barna (2023).
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun