Á sunnudag var Evu, systur hennar og móður, tjáð að flugi þeirra frá Osló hefð verið aflýst. Eva var í hópi tíu farþega sem útnefndir voru til þess að fljúga til Amsterdam og taka flug þaðan heim.
Í gær var Evu tjáð að flugi hennar frá Amsterdam hefði verið aflýst. Í samtali við Vísi sagðist hún ekki vita hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar hún heyrði þær fréttir. Ferð hennar til Noregs stóð yfir í þrjár nætur. Jafnmargar nætur liðu frá fyrirhugaðri heimferð til eiginlegrar heimferðar Evu.
„Þetta gekk bara vel í dag,“ segir Eva í samtali við Vísi. Hún segir Icelandair þegar hafa haft samband við hana í tengslum við að fá tjónið bætt.