Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2023 09:14 Waiola-kirkjan í Lahaina á Maui alelda í gróðureldunum á þriðjudag. AP/Matthew Thayer/The Maui News Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. Ofsinn í eldunum kom íbúum og yfirvöldum á eyjunni á óvart, jafnvel þannig að fullorðnir og börn hafa þurft að kasta sér í sjóinn til þess að forða sér undan bálinu. Þúsundir íbúa og ferðamanna hafa þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði. Yfirvöld segja að tugir manna hafi slasast og óttast að tala látinna gæti hækkað. Neyðarástandi var lýst yfir og leitar- og björgunarstarf er í fullum gangi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra slösuðu eru þrjár manneskjur sem alvarleg brunasár sem voru fluttir á sjúkrahús á Oahu-eyju. Á þriðja hundrað bygginga hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst alveg, að sögn AP-fréttastofunnar. Reuters hefur eftir staðarmiðli að í það minnsta tuttugu séu með alvarleg brunasár. Ferðamenn voru hvattir til að halda sig fjarri eyjunni á meðan slökkvilið glímdi við eldana á fjölda vígstöðva í gær. Vesturhluti Maui var lokaður öllum nema neyðarstarfsmönnum og fólki sem var gert að yfirgefa heimili sín. Aðeins einn vegur til vesturhlutans var enn opinn í gær. Aðeins dróg úr vindstyrknum í gær þannig að flugsamgöngur gátu hafist á ný. Flugmenn gátu þá kannað eyðilegginguna úr lofti. Eyðilegging í Lahaina er gríðarleg.Vísir/EPA Eins og heimsendir eða vígvöllur Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum. Eldurinn þyrmdi ekki einu sinni bátum sem lágu í höfninni. „Við vorum að lenda í verstu hamförum sem ég hef nokkurn tímann séð. Öll Lahaina er brunnin til kaldra kola. Þetta eru eins og heimsendir,“ segir Mason Jarvi, íbúi í Lahaina sem komst undan, við Reuters-fréttastofuna. „Það er eins og svæðið hafi orðið fyrir sprengjuárás. Þetta er eins og vígvöllur,“ segir Richard Olsten, þyrluflugmaður sem flaug yfir Lahaina. Bandaríska strandgæslan segir að hún hafi bjargað fjórtán manns sem stukku út í sjó á flótta undan logunum og reyknum, þar á meðal tveimur börnum. Rafmagnsleysti og fjarskiptatruflanir eru sagðar hafa torveldað björgunarstarfið á eyjunni. Sylvia Luke, vararíkisstjóri Havaí, segir að neyðarskýli séu yfirfull og hratt gangi á neyðargögn. Fleiri en 2.100 manns dvöldu í neyðarskýlum á aðfararnótt miðvikudags og tvö þúsund til viðbótar á Kahului-flugvellinum eftir að fjölda flugferða var aflýst. Blanda af þurrum gróðri, roki og litlum raka Bandaríska alríkisstjórnin ræsti út þjóðvarðliðið, sjóherinn, langönguliðið og standgæsluna til þess að aðstoða á Maui, að sögn Joe Biden Bandaríkjaforseta sem lofaði að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að leggja eyjaskeggjum lið. Barack Obama, fyrrverandi forseti sem fæddist á Havaí, sagðist hugsa til allra þeirra sem ættu um sárt að binda og að erfitt væri að horfa upp á eyðilegginguna í færslu á samfélagmsiðlum í gær. It s tough to see some of the images coming out of Hawai i a place that s so special to so many of us. Michelle and I are thinking of everyone who has lost a loved one, or whose life has been turned upside down.If you d like to help, you can do so here. — Barack Obama (@BarackObama) August 10, 2023 Ekki hefur verið staðfest hvernig eldarnir kviknuðu fyrst en bandaríska veðurstofan segir að þeir hafi verið knúnir áfram af þurrum gróðri, sterkum vindi og lágu rakastigi í lofti. Eldar loga einnig á Stóru eyju, stærstu eyju Havaí, en engar fréttir hafa borist af manntjóni eða eignatjóni þar. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. Ofsinn í eldunum kom íbúum og yfirvöldum á eyjunni á óvart, jafnvel þannig að fullorðnir og börn hafa þurft að kasta sér í sjóinn til þess að forða sér undan bálinu. Þúsundir íbúa og ferðamanna hafa þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði. Yfirvöld segja að tugir manna hafi slasast og óttast að tala látinna gæti hækkað. Neyðarástandi var lýst yfir og leitar- og björgunarstarf er í fullum gangi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra slösuðu eru þrjár manneskjur sem alvarleg brunasár sem voru fluttir á sjúkrahús á Oahu-eyju. Á þriðja hundrað bygginga hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst alveg, að sögn AP-fréttastofunnar. Reuters hefur eftir staðarmiðli að í það minnsta tuttugu séu með alvarleg brunasár. Ferðamenn voru hvattir til að halda sig fjarri eyjunni á meðan slökkvilið glímdi við eldana á fjölda vígstöðva í gær. Vesturhluti Maui var lokaður öllum nema neyðarstarfsmönnum og fólki sem var gert að yfirgefa heimili sín. Aðeins einn vegur til vesturhlutans var enn opinn í gær. Aðeins dróg úr vindstyrknum í gær þannig að flugsamgöngur gátu hafist á ný. Flugmenn gátu þá kannað eyðilegginguna úr lofti. Eyðilegging í Lahaina er gríðarleg.Vísir/EPA Eins og heimsendir eða vígvöllur Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum. Eldurinn þyrmdi ekki einu sinni bátum sem lágu í höfninni. „Við vorum að lenda í verstu hamförum sem ég hef nokkurn tímann séð. Öll Lahaina er brunnin til kaldra kola. Þetta eru eins og heimsendir,“ segir Mason Jarvi, íbúi í Lahaina sem komst undan, við Reuters-fréttastofuna. „Það er eins og svæðið hafi orðið fyrir sprengjuárás. Þetta er eins og vígvöllur,“ segir Richard Olsten, þyrluflugmaður sem flaug yfir Lahaina. Bandaríska strandgæslan segir að hún hafi bjargað fjórtán manns sem stukku út í sjó á flótta undan logunum og reyknum, þar á meðal tveimur börnum. Rafmagnsleysti og fjarskiptatruflanir eru sagðar hafa torveldað björgunarstarfið á eyjunni. Sylvia Luke, vararíkisstjóri Havaí, segir að neyðarskýli séu yfirfull og hratt gangi á neyðargögn. Fleiri en 2.100 manns dvöldu í neyðarskýlum á aðfararnótt miðvikudags og tvö þúsund til viðbótar á Kahului-flugvellinum eftir að fjölda flugferða var aflýst. Blanda af þurrum gróðri, roki og litlum raka Bandaríska alríkisstjórnin ræsti út þjóðvarðliðið, sjóherinn, langönguliðið og standgæsluna til þess að aðstoða á Maui, að sögn Joe Biden Bandaríkjaforseta sem lofaði að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að leggja eyjaskeggjum lið. Barack Obama, fyrrverandi forseti sem fæddist á Havaí, sagðist hugsa til allra þeirra sem ættu um sárt að binda og að erfitt væri að horfa upp á eyðilegginguna í færslu á samfélagmsiðlum í gær. It s tough to see some of the images coming out of Hawai i a place that s so special to so many of us. Michelle and I are thinking of everyone who has lost a loved one, or whose life has been turned upside down.If you d like to help, you can do so here. — Barack Obama (@BarackObama) August 10, 2023 Ekki hefur verið staðfest hvernig eldarnir kviknuðu fyrst en bandaríska veðurstofan segir að þeir hafi verið knúnir áfram af þurrum gróðri, sterkum vindi og lágu rakastigi í lofti. Eldar loga einnig á Stóru eyju, stærstu eyju Havaí, en engar fréttir hafa borist af manntjóni eða eignatjóni þar.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira