Fór í fornfræði og guðfræði en gat ekki flúið örlögin Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. október 2023 08:00 Sigurður Ingvarsson leikur í Eitraðri lítilli pillu, rokksöngleik með lögum Alanis Morrissette, sem verður settur upp í Borgarleikhúsinu eftir áramót. Það verður frumraun Sigurðar á stóra sviðinu á Íslandi. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingvarsson stefndi á fræðimennsku eftir menntaskóla en gat ekki flúið þau örlög að verða leikari. Hann leikur í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Snertingu, og stígur á svið í rokksöngleiknum Eitraðri lítilli pillu eftir áramót. Í vor fór hann á sjó eftir mönun tengdaföður síns og segir það hafa verið ólýsanlega erfitt. Þessa dagana dvelur Sigurður í New York með kærustu sinni, Ölmu Finnbogadóttur, sem er þar í námi. Þó hann sé fyrst og fremst fylgifiskur hefur hann nóg að gera, situr leikstjórnar- og leiklistarnámskeið og tekur inn kúltúrinn í Stóra eplinu. Það vakti athygli fyrr í mánuðinum þegar Sigurður var skyndilega orðinn einhleypur samkvæmt slúðurfréttum Smartlandsins. Hann tók falsfréttunum þó ekki nærri sér og velti því fyrir sér hvort Marta væri kannski að reyna að krækja í hann. Blaðamaður Vísis ræddi við Sigurð um listina, leikhúsið og kvikmyndirnar og þá miklu þjáningu sem er að fara á sjó. Þýddi ekki að þykjast vera einhver annar Leiklistarferill Sigurðar hófst í MR þegar hann var í Herranæturstjórn. Það árið var Gísla saga Súrssonar sett upp í leikstjórn Jóhanns Kristófers Stefánssonar og Sigurbjarts Sturla Atlasonar. Þeir ýttu Sigurði undan tjaldinu og fram á sviðið. „Ég ætlaði bara að vera bak við tjöldin en svo þurfti maður að vera með á æfingunum. Leikstjórarnir sögðu Þú verður að vera með í sýningunni, það þýðir ekkert að þykjast vera annar en þú ert,“ segir Sigurður. Sigurður lék Ingjaldsfíflið í Gísla sögu Súrssonar. Í sögunni er honum lýst svo: „afglapi sem mestur mátti vera og fífl; honum var sú umbúð veitt að raufarsteinn var bundinn við hálsinn og beit hann gras úti sem fénaður.“ Sigurður var þá fenginn til að leika Ingjaldsfíflið og Þórð huglausa og fann strax hvað það var gaman að vera á sviðinu þó það væri líka ógnvekjandi. „Ég fékk hrós fyrir góðan sviðs-presens og sterka rödd. Þetta var líka mikið grín þannig maður fékk mjög mikinn hlátur. Maður áttaði sig á því að maður gat látið fólk hlæja og fékk kikk út úr því,“ segir Sigurður. Fyrst guðfræði svo fornfræði Eftir útskrift úr menntaskóla skráði Sigurður sig í nokkuð óhefðbundið og óvinsælt nám, guðfræði. Hann gafst fljótt upp á henni en fór þó ekki langt og skráði sig í fornfræðina. „Fyrst skráði ég mig í guðfræði með vini mínum Óttari Kolbeinssyni Proppé. Ég dró hann í þetta með mér en svo skildi ég hann eftir,“ segir Sigurður. Þeir félagar ætluðu upphaflega að efla anda þjóðarinnar og rannsaka spíritismann. „Svo var þetta svo agalega leiðinlegt að ég skipti eftir tvær vikur. Þetta var tveggja vikna píslarganga. En ég vil samt ekkert ljótt um þessa deild segja, hún er mikilvæg,“ segir Sigurður. Hugmyndin um að fara í guðfræði reyndist skemmtilegri en námið sjálft, allavega fyrir Sigurð.Vísir/Vilhelm Áhugi Sigurðar á guðfræðinni hafði kviknað á fornmálabraut í MR þar sem hann hafði verið að lesa gríska og latneska biblíutexta. Sá áhugi hafði ekki dvínað í guðfræðideildinni og ákvað hann að færa sig yfir í fornfræðina. „Þar vorum við að lesa leikrit og ég kynnist grísku harmleikjunum og rómverskum kómedíum og ýmsu í gegnum þetta,“ segir hann um fornfræðina. Hins vegar hafi alltaf verið eitthvað skapandi sem togaði í hann, bæði skrifin og leiklistin. „Listaháskólinn er eini skólinn sem býður upp á sviðslistanám á háskólastigi. Ég hugsaði að leikarabrautin væri góður undirbúningur fyrir margt og ákvað að láta slag standa og fór í prufu,“ segir Sigurður. Það gekk vonum framar og hann komst inn í fyrstu tilraun. Heppinn að sleppa við harkið eftir útskrift Lífið eftir útskrift hjá íslenskum leikurum getur verið ákveðið hark og sumir vinna jafnvel aldrei sem leikarar. Útlitið var svart fyrir útskriftarárgang Sigurðar líkt og aðra árganga sem útskrifuðust í Covid. Þrátt fyrir það segist Sigurður hafa verið heppinn með verkefni bæði fyrir og eftir útskrift. Sumarið 2021 lék hann í myndinni Sumarljós og svo kemur nóttin og í bresku þáttunum Killing Eve. Eftir útskrift fékk hann hlutverk í myndinni Snertingu. Sigurður við tökur á myndinni Snertingu ásamt Starkaði Péturssyni, Pálma Kormáki Baltasarssyni og Akshay Kanna.Lilja Jóns „Ég var náttúrulega mjög heppinn, fékk vinnu í myndinni Snertingu eftir Baltasar. Það kemur inn um haustið,“ segir hann og viðurkennir að hann geti ekki talað um neitt hark. Maður verði þó alltaf að skapa sér sín eigin tækifæri. „Við systir mín vorum með jólasýningu fyrir börn, Litlu stúlkuna með eldspýturnar, sem við sýndum um allan bæ og túruðum Austurland. Þetta snýst svolítið um það, að búa til sína eigin vinnu. En maður fer ekkert í þetta til þess að verða ríkur,“ segir Sigurður. Kúrekabissness á Íslandi og meiri asi erlendis Sigurður sá sig alltaf sem meiri leikhúsmann en bíóleikara. Þrátt fyrir stuttan starfsferil er hann þó með ágæta reynslu af kvikmyndabransanum. Hann segir töluverðan mun á því að vinna við stórt verkefni hjá breska ríkissjónvarpinu samanborið við íslenska framleiðslu. „Leikhúsið hefur alltaf heillað mig meira, ég verð að viðurkenna það. En það er kannski líka af því ég hélt að ég ætti meira erindi þangað,“ segir Sigurður. Sigurður við tökur á Sumarljósi og svo kemur nóttin sem kom út árið 2021 í leikstjórn Elfars Aðalsteinssonar.Hlynur Snær Andrason Hvernig er kvikmyndaleikurinn samanborinn við leikhúsið? „Maður hættir aldrei að taka eftir myndavélinni og er í raun að leika fyrir hana. Það er munurinn á sviðsleik og kvikmyndaleik. Í bíó ertu bara að leika fyrir eitt auga en í leikhúsi ertu að leika fyrir alla áhorfendurna í salnum. Samt sem áður þarf maður að vera í nokkurs konar ómeðvitaðri meðvitund um áhorfenduna þegar maður leikur í bíómynd,“ segir hann. Var mikill munur á þessum þremur verkefnum, Sumarljósi, Killing Eve og Snertingu? „Þegar þú ert kominn í stórt batterý eins og framleiðslu BBC þá eru svo miklu fleiri að vinna á setti, það eru svona þrefalt fleiri í hverri stöðu. Á Íslandi er þetta meiri kúrekabissness, það er bara Þetta reddast og þetta reddast alltaf einhvern veginn,“ segir Sigurður. „Í Killing Eve voru þrjár myndavélar í einu og maður varð hálfringlaður. Sjónvarp gengur líka hraðar fyrir sig og það þarf að skjóta fyrir einhvern ákveðinn tíma á meðan einhverjar fagurfræðilegar kvikmyndir eru lengur í framleiðslu og það er hægt að nostra við þær,“ segir hann. Ómögulegt að flýja örlögin Sigurður er af leikaraættum, sonur Ingvars E. Sigurðssonar og Eddu Arnljótsdóttur. Hann á því ekki langt að sækja leikhæfileikana. Sigurður ætlaði í fyrstu ekkert að feta í fótspor foreldranna en leiklistin togaði hann til sín. Voru það óumflýjanleg örlög að verða leikari? „Ég get eiginlega ekki neitað því. Við systkinin ætluðum öll að leggja eitthvað annað en leiklistina fyrir okkur. Svo reyndist þetta óumflýjanlegt,“ segir Sigurður og hlær. „Er það ekki alltaf þannig að fólk reynir að flýja það sem það er vant?“ „Ég sá þetta ekkert fyrir en það hefur allt verið einhver listataug í manni og ég sá mig alveg fyrir sem einhvers konar listamann, leikstjóra eða leikskáld,“ segir hann. Siggi í hlutverki bóhemstráksins Johans í þáttunum Killing Eve.Aðsent Sigurður lék í einum þætti af bresku spennuþáttunum Killing Eve. Hann var þar í hlutverki bóhemstráks frá Berlín, unga útgáfu af karakteri Ingvars E. sem leikur líka í þáttunum. Það er ekki skrítið, þeir feðgar eru ískyggilega líkir. Ertu stöðugt áminntur um að þú sért sonur föður þíns? „Maður heyrir það í eiginlega hverju einasta verkefni sem maður tekur þátt í og í skólanum. Þetta er lítill heimur og pabbi hefur unnið með flestum í leikhúsi og kvikmyndum á Íslandi,“ segir Sigurður sem fær oft að heyra „Þú ert alveg eins og pabbi þinn“. „Maður getur ekkert flúið það, enda ekkert til þess að flýja. Þetta hefur sína kosti og galla en ábyggilega fleiri kosti,“ segir hann. Fór á sjóinn eftir mönun tengdaföðursins Sigurður hefur þó ekki bara verið uppi á sviði, hann hefur líka unnið að skrifum leikrita. Sumarið 2021 gaf hann út Skokk, tvö útvarpsleikrit um fólk á hlaupum og í sumar vann hann að leikritinu Grímsnesinga sögu. „Þetta er byggt á svívirðilegu erfðamáli þar sem stjúpbræður koma saman í ókláruðu timburhúsi úti á landi og gera upp ljóta fortíð,“ segir hann um Grímsnesinga sögu. Er það tilbúið? „Ég er ekki alveg búinn að ljúka við það en það er komið vel á veg. Ég er búinn að skrifa fyrri hlutann og var með leiklestur á honum í sumar,“ segir hann. „Ég er mjög stoltur af þessu og mig langar að setja þetta upp,“ bætir hann við. Hvaðan kemur innblásturinn að verkinu? „Héðan og þaðan úr lífinu, þessu erfðamáli og sumt af þessu er tekið úr sjónum, orðfæri og karakterar,“ segir Sigurður en hann fór fyrr á árinu á sjó í fyrsta skipti. Sigurður segir það hafa verið gríðarlega erfitt að fara á sjóinn. Hins vegar gæti hann vel hugsað sér sjómennskuna sem starf ef leiklistin bregst.Aðsent „Ég sótti um pláss á togara, það hefur lengi verið draumur. Upprunalega var þetta þannig að tengdafaðir minn, sem er gamall sjómaður, segir í gríni við mig Þú mátt ekki giftast dóttur minni fyrr en þú hefur orðið að manni og annað hvort farið í sveit eða á sjó,“ segir Sigurður og bætir við „Ég tók hann bara á orðinu og mig hefur lengi langað að vinna óhefðbundnari vinnu en ég er vanur. Og langaði að refsa sjálfum mér aðeins.“ „Það er ekkert klisja að menn hafi verið sendir út á sjó til að verða að mönnum. Ég vissi að þetta yrði erfitt en ekki svona rosalega erfitt. Ég var að drepast úr sinaskeiðabólgu og sjóveiki en svo eftir þrjár-fjórar vaktir leið manni vel og maður farinn að ná þessu,“ segir hann. Ertu búinn að fara oft? „Ég er búinn að fara á tvo túra sem þykir ekki mikið en fyrir mér var þetta mikil reynsla,“ segir hann og hlær „Það eru sérstakar manngerðir sem veljast í svona starf og þetta er ekkert grín. Sjómennskan er ekkert grín.“ „Mér leið eins og aumingja, þetta var ólýsanlega erfitt. Svo fær maður einhvern extra ofurkraft þegar þetta er búið,“ segir Sigurður sem gæti vel hugsað sér að leggja sjómennskuna fyrir sig ef leiklistin fer í vaskinn. Fékk óvænt hlutverk í velsku leikriti Sigurður hefur ekki bara leikið í sjónvarpi erlendis heldur líka á sviði. Velska leikskáldið Ian Rowlands hefur svo mikinn áhuga á Íslandi að hann skrifaði verkið Aurora Borealis sem gerist á Íslandi og inniheldur einn íslenska karakter. Eftir röð tilviljana endaði Sigurður í viðtali hjá Ian, fékk hlutverk Íslendingsins og var flogið út til Wales að leika í demo-sýningunni. „Það var skemmtilegt að leika á ensku en krefjandi díalógur. Ég fer um víðan völl um íslenska menningu og tala meðal annars um hrunið,“ segir Sigurður um sýninguna. Sigurður að æfa Aurora Borealis með erlendum kollegum sínum.Aðsent „Hann vildi íslenskan leikara til að leika íslenskan karakter en það var allt á ensku,“ segir Sigurður um verkið sem gerist á Akureyri og var skipað fjölþjóðlegum leikarahópi: Walesverja, Norðmanni, Suður-Afríkubúa og Íslendingi. „Það er geggjað að vera í Wales og ótrúlegt hvað Walesverjar líta upp til Íslendinga í framleiðslu á efni, kvikmyndum og bókmenntum. Þeir eiga sína eigin tungu, velskuna, sem er held ég fimm hundruð þúsund manna málsamfélag. En hún er búin að eiga undir högg að sækja síðustu aldir og það er mikil þjóðernisvakning í gangi núna,“ segir Sigurður. Sýningin var þó aðeins prufusýning til að kanna hvort leikhús hafi áhuga að setja verkið upp. Það má því segja að Sigurður bíði enn frumraunar sinnar á atvinnuleiksviði og hún er handan við hornið. Þoldi ekki söngleiki en dreymdi þó um að leika í söngleik Í vetur leikur Sigurður í rokksöngleiknum Eitraðri lítilli pillu sem byggir á lögum Alanis Morrisette og verður settur upp í Borgarleikhúsinu. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir söngleiki, mér finnst eiginlega alltaf leiðinlegt á söngleikjum,“ segir hann hreinskilinn en bætir síðan við „En mig hefur alltaf dreymt um að taka þátt í söngleik.“ Sigurður er spenntur að leika í söngleik þó hann hafi í gegnum tíðina verið minna fyrir söngleiki og farsa en stofudrama.Vísir/Vilhelm „Ég er mjög mikill leikhúsmaður, er alinn upp í leikhúsinu og var þar mjög mikið sem barn. Ég var mjög mikið fyrir fullorðinssýningar sem barn, gat horft á stofudrama í marga tíma og fundist það geðveikt. Leiðinlegu sýningarnar hafa verið skemmtilegar fyrir mér og það sem fólki finnst almennt skemmtilegt, söngleikir og farsar, hafa aldrei heillað mig.“ „En mig hefur lengi langað að taka söngleikjaformið á næsta level, ég ímynda mér að það sé ógeðslega skemmtilegt og mér finnst gaman að syngja,“ segir Sigurður sem bíður spenntur eftir vetrinum og frumraun sinni í atvinnuleikhúsi. Bíó og sjónvarp Leikhús Wales Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Þessa dagana dvelur Sigurður í New York með kærustu sinni, Ölmu Finnbogadóttur, sem er þar í námi. Þó hann sé fyrst og fremst fylgifiskur hefur hann nóg að gera, situr leikstjórnar- og leiklistarnámskeið og tekur inn kúltúrinn í Stóra eplinu. Það vakti athygli fyrr í mánuðinum þegar Sigurður var skyndilega orðinn einhleypur samkvæmt slúðurfréttum Smartlandsins. Hann tók falsfréttunum þó ekki nærri sér og velti því fyrir sér hvort Marta væri kannski að reyna að krækja í hann. Blaðamaður Vísis ræddi við Sigurð um listina, leikhúsið og kvikmyndirnar og þá miklu þjáningu sem er að fara á sjó. Þýddi ekki að þykjast vera einhver annar Leiklistarferill Sigurðar hófst í MR þegar hann var í Herranæturstjórn. Það árið var Gísla saga Súrssonar sett upp í leikstjórn Jóhanns Kristófers Stefánssonar og Sigurbjarts Sturla Atlasonar. Þeir ýttu Sigurði undan tjaldinu og fram á sviðið. „Ég ætlaði bara að vera bak við tjöldin en svo þurfti maður að vera með á æfingunum. Leikstjórarnir sögðu Þú verður að vera með í sýningunni, það þýðir ekkert að þykjast vera annar en þú ert,“ segir Sigurður. Sigurður lék Ingjaldsfíflið í Gísla sögu Súrssonar. Í sögunni er honum lýst svo: „afglapi sem mestur mátti vera og fífl; honum var sú umbúð veitt að raufarsteinn var bundinn við hálsinn og beit hann gras úti sem fénaður.“ Sigurður var þá fenginn til að leika Ingjaldsfíflið og Þórð huglausa og fann strax hvað það var gaman að vera á sviðinu þó það væri líka ógnvekjandi. „Ég fékk hrós fyrir góðan sviðs-presens og sterka rödd. Þetta var líka mikið grín þannig maður fékk mjög mikinn hlátur. Maður áttaði sig á því að maður gat látið fólk hlæja og fékk kikk út úr því,“ segir Sigurður. Fyrst guðfræði svo fornfræði Eftir útskrift úr menntaskóla skráði Sigurður sig í nokkuð óhefðbundið og óvinsælt nám, guðfræði. Hann gafst fljótt upp á henni en fór þó ekki langt og skráði sig í fornfræðina. „Fyrst skráði ég mig í guðfræði með vini mínum Óttari Kolbeinssyni Proppé. Ég dró hann í þetta með mér en svo skildi ég hann eftir,“ segir Sigurður. Þeir félagar ætluðu upphaflega að efla anda þjóðarinnar og rannsaka spíritismann. „Svo var þetta svo agalega leiðinlegt að ég skipti eftir tvær vikur. Þetta var tveggja vikna píslarganga. En ég vil samt ekkert ljótt um þessa deild segja, hún er mikilvæg,“ segir Sigurður. Hugmyndin um að fara í guðfræði reyndist skemmtilegri en námið sjálft, allavega fyrir Sigurð.Vísir/Vilhelm Áhugi Sigurðar á guðfræðinni hafði kviknað á fornmálabraut í MR þar sem hann hafði verið að lesa gríska og latneska biblíutexta. Sá áhugi hafði ekki dvínað í guðfræðideildinni og ákvað hann að færa sig yfir í fornfræðina. „Þar vorum við að lesa leikrit og ég kynnist grísku harmleikjunum og rómverskum kómedíum og ýmsu í gegnum þetta,“ segir hann um fornfræðina. Hins vegar hafi alltaf verið eitthvað skapandi sem togaði í hann, bæði skrifin og leiklistin. „Listaháskólinn er eini skólinn sem býður upp á sviðslistanám á háskólastigi. Ég hugsaði að leikarabrautin væri góður undirbúningur fyrir margt og ákvað að láta slag standa og fór í prufu,“ segir Sigurður. Það gekk vonum framar og hann komst inn í fyrstu tilraun. Heppinn að sleppa við harkið eftir útskrift Lífið eftir útskrift hjá íslenskum leikurum getur verið ákveðið hark og sumir vinna jafnvel aldrei sem leikarar. Útlitið var svart fyrir útskriftarárgang Sigurðar líkt og aðra árganga sem útskrifuðust í Covid. Þrátt fyrir það segist Sigurður hafa verið heppinn með verkefni bæði fyrir og eftir útskrift. Sumarið 2021 lék hann í myndinni Sumarljós og svo kemur nóttin og í bresku þáttunum Killing Eve. Eftir útskrift fékk hann hlutverk í myndinni Snertingu. Sigurður við tökur á myndinni Snertingu ásamt Starkaði Péturssyni, Pálma Kormáki Baltasarssyni og Akshay Kanna.Lilja Jóns „Ég var náttúrulega mjög heppinn, fékk vinnu í myndinni Snertingu eftir Baltasar. Það kemur inn um haustið,“ segir hann og viðurkennir að hann geti ekki talað um neitt hark. Maður verði þó alltaf að skapa sér sín eigin tækifæri. „Við systir mín vorum með jólasýningu fyrir börn, Litlu stúlkuna með eldspýturnar, sem við sýndum um allan bæ og túruðum Austurland. Þetta snýst svolítið um það, að búa til sína eigin vinnu. En maður fer ekkert í þetta til þess að verða ríkur,“ segir Sigurður. Kúrekabissness á Íslandi og meiri asi erlendis Sigurður sá sig alltaf sem meiri leikhúsmann en bíóleikara. Þrátt fyrir stuttan starfsferil er hann þó með ágæta reynslu af kvikmyndabransanum. Hann segir töluverðan mun á því að vinna við stórt verkefni hjá breska ríkissjónvarpinu samanborið við íslenska framleiðslu. „Leikhúsið hefur alltaf heillað mig meira, ég verð að viðurkenna það. En það er kannski líka af því ég hélt að ég ætti meira erindi þangað,“ segir Sigurður. Sigurður við tökur á Sumarljósi og svo kemur nóttin sem kom út árið 2021 í leikstjórn Elfars Aðalsteinssonar.Hlynur Snær Andrason Hvernig er kvikmyndaleikurinn samanborinn við leikhúsið? „Maður hættir aldrei að taka eftir myndavélinni og er í raun að leika fyrir hana. Það er munurinn á sviðsleik og kvikmyndaleik. Í bíó ertu bara að leika fyrir eitt auga en í leikhúsi ertu að leika fyrir alla áhorfendurna í salnum. Samt sem áður þarf maður að vera í nokkurs konar ómeðvitaðri meðvitund um áhorfenduna þegar maður leikur í bíómynd,“ segir hann. Var mikill munur á þessum þremur verkefnum, Sumarljósi, Killing Eve og Snertingu? „Þegar þú ert kominn í stórt batterý eins og framleiðslu BBC þá eru svo miklu fleiri að vinna á setti, það eru svona þrefalt fleiri í hverri stöðu. Á Íslandi er þetta meiri kúrekabissness, það er bara Þetta reddast og þetta reddast alltaf einhvern veginn,“ segir Sigurður. „Í Killing Eve voru þrjár myndavélar í einu og maður varð hálfringlaður. Sjónvarp gengur líka hraðar fyrir sig og það þarf að skjóta fyrir einhvern ákveðinn tíma á meðan einhverjar fagurfræðilegar kvikmyndir eru lengur í framleiðslu og það er hægt að nostra við þær,“ segir hann. Ómögulegt að flýja örlögin Sigurður er af leikaraættum, sonur Ingvars E. Sigurðssonar og Eddu Arnljótsdóttur. Hann á því ekki langt að sækja leikhæfileikana. Sigurður ætlaði í fyrstu ekkert að feta í fótspor foreldranna en leiklistin togaði hann til sín. Voru það óumflýjanleg örlög að verða leikari? „Ég get eiginlega ekki neitað því. Við systkinin ætluðum öll að leggja eitthvað annað en leiklistina fyrir okkur. Svo reyndist þetta óumflýjanlegt,“ segir Sigurður og hlær. „Er það ekki alltaf þannig að fólk reynir að flýja það sem það er vant?“ „Ég sá þetta ekkert fyrir en það hefur allt verið einhver listataug í manni og ég sá mig alveg fyrir sem einhvers konar listamann, leikstjóra eða leikskáld,“ segir hann. Siggi í hlutverki bóhemstráksins Johans í þáttunum Killing Eve.Aðsent Sigurður lék í einum þætti af bresku spennuþáttunum Killing Eve. Hann var þar í hlutverki bóhemstráks frá Berlín, unga útgáfu af karakteri Ingvars E. sem leikur líka í þáttunum. Það er ekki skrítið, þeir feðgar eru ískyggilega líkir. Ertu stöðugt áminntur um að þú sért sonur föður þíns? „Maður heyrir það í eiginlega hverju einasta verkefni sem maður tekur þátt í og í skólanum. Þetta er lítill heimur og pabbi hefur unnið með flestum í leikhúsi og kvikmyndum á Íslandi,“ segir Sigurður sem fær oft að heyra „Þú ert alveg eins og pabbi þinn“. „Maður getur ekkert flúið það, enda ekkert til þess að flýja. Þetta hefur sína kosti og galla en ábyggilega fleiri kosti,“ segir hann. Fór á sjóinn eftir mönun tengdaföðursins Sigurður hefur þó ekki bara verið uppi á sviði, hann hefur líka unnið að skrifum leikrita. Sumarið 2021 gaf hann út Skokk, tvö útvarpsleikrit um fólk á hlaupum og í sumar vann hann að leikritinu Grímsnesinga sögu. „Þetta er byggt á svívirðilegu erfðamáli þar sem stjúpbræður koma saman í ókláruðu timburhúsi úti á landi og gera upp ljóta fortíð,“ segir hann um Grímsnesinga sögu. Er það tilbúið? „Ég er ekki alveg búinn að ljúka við það en það er komið vel á veg. Ég er búinn að skrifa fyrri hlutann og var með leiklestur á honum í sumar,“ segir hann. „Ég er mjög stoltur af þessu og mig langar að setja þetta upp,“ bætir hann við. Hvaðan kemur innblásturinn að verkinu? „Héðan og þaðan úr lífinu, þessu erfðamáli og sumt af þessu er tekið úr sjónum, orðfæri og karakterar,“ segir Sigurður en hann fór fyrr á árinu á sjó í fyrsta skipti. Sigurður segir það hafa verið gríðarlega erfitt að fara á sjóinn. Hins vegar gæti hann vel hugsað sér sjómennskuna sem starf ef leiklistin bregst.Aðsent „Ég sótti um pláss á togara, það hefur lengi verið draumur. Upprunalega var þetta þannig að tengdafaðir minn, sem er gamall sjómaður, segir í gríni við mig Þú mátt ekki giftast dóttur minni fyrr en þú hefur orðið að manni og annað hvort farið í sveit eða á sjó,“ segir Sigurður og bætir við „Ég tók hann bara á orðinu og mig hefur lengi langað að vinna óhefðbundnari vinnu en ég er vanur. Og langaði að refsa sjálfum mér aðeins.“ „Það er ekkert klisja að menn hafi verið sendir út á sjó til að verða að mönnum. Ég vissi að þetta yrði erfitt en ekki svona rosalega erfitt. Ég var að drepast úr sinaskeiðabólgu og sjóveiki en svo eftir þrjár-fjórar vaktir leið manni vel og maður farinn að ná þessu,“ segir hann. Ertu búinn að fara oft? „Ég er búinn að fara á tvo túra sem þykir ekki mikið en fyrir mér var þetta mikil reynsla,“ segir hann og hlær „Það eru sérstakar manngerðir sem veljast í svona starf og þetta er ekkert grín. Sjómennskan er ekkert grín.“ „Mér leið eins og aumingja, þetta var ólýsanlega erfitt. Svo fær maður einhvern extra ofurkraft þegar þetta er búið,“ segir Sigurður sem gæti vel hugsað sér að leggja sjómennskuna fyrir sig ef leiklistin fer í vaskinn. Fékk óvænt hlutverk í velsku leikriti Sigurður hefur ekki bara leikið í sjónvarpi erlendis heldur líka á sviði. Velska leikskáldið Ian Rowlands hefur svo mikinn áhuga á Íslandi að hann skrifaði verkið Aurora Borealis sem gerist á Íslandi og inniheldur einn íslenska karakter. Eftir röð tilviljana endaði Sigurður í viðtali hjá Ian, fékk hlutverk Íslendingsins og var flogið út til Wales að leika í demo-sýningunni. „Það var skemmtilegt að leika á ensku en krefjandi díalógur. Ég fer um víðan völl um íslenska menningu og tala meðal annars um hrunið,“ segir Sigurður um sýninguna. Sigurður að æfa Aurora Borealis með erlendum kollegum sínum.Aðsent „Hann vildi íslenskan leikara til að leika íslenskan karakter en það var allt á ensku,“ segir Sigurður um verkið sem gerist á Akureyri og var skipað fjölþjóðlegum leikarahópi: Walesverja, Norðmanni, Suður-Afríkubúa og Íslendingi. „Það er geggjað að vera í Wales og ótrúlegt hvað Walesverjar líta upp til Íslendinga í framleiðslu á efni, kvikmyndum og bókmenntum. Þeir eiga sína eigin tungu, velskuna, sem er held ég fimm hundruð þúsund manna málsamfélag. En hún er búin að eiga undir högg að sækja síðustu aldir og það er mikil þjóðernisvakning í gangi núna,“ segir Sigurður. Sýningin var þó aðeins prufusýning til að kanna hvort leikhús hafi áhuga að setja verkið upp. Það má því segja að Sigurður bíði enn frumraunar sinnar á atvinnuleiksviði og hún er handan við hornið. Þoldi ekki söngleiki en dreymdi þó um að leika í söngleik Í vetur leikur Sigurður í rokksöngleiknum Eitraðri lítilli pillu sem byggir á lögum Alanis Morrisette og verður settur upp í Borgarleikhúsinu. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir söngleiki, mér finnst eiginlega alltaf leiðinlegt á söngleikjum,“ segir hann hreinskilinn en bætir síðan við „En mig hefur alltaf dreymt um að taka þátt í söngleik.“ Sigurður er spenntur að leika í söngleik þó hann hafi í gegnum tíðina verið minna fyrir söngleiki og farsa en stofudrama.Vísir/Vilhelm „Ég er mjög mikill leikhúsmaður, er alinn upp í leikhúsinu og var þar mjög mikið sem barn. Ég var mjög mikið fyrir fullorðinssýningar sem barn, gat horft á stofudrama í marga tíma og fundist það geðveikt. Leiðinlegu sýningarnar hafa verið skemmtilegar fyrir mér og það sem fólki finnst almennt skemmtilegt, söngleikir og farsar, hafa aldrei heillað mig.“ „En mig hefur lengi langað að taka söngleikjaformið á næsta level, ég ímynda mér að það sé ógeðslega skemmtilegt og mér finnst gaman að syngja,“ segir Sigurður sem bíður spenntur eftir vetrinum og frumraun sinni í atvinnuleikhúsi.
Bíó og sjónvarp Leikhús Wales Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira