Allt að þrettán ára neyti vímuefna Lovísa Arnardóttir skrifar 10. ágúst 2023 19:00 Berglind segir allt að þrettán ára börn hafa verið staðin að vímuefnaneyslu. Bakslag sé í vímuefnaneyslu meðal yngri barna. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir mikla aukningu hafa verið á tilkynningum í júlí. Þær eigi sameiginlegt vímuefnaneyslu og hegðunarvanda ungmenna. Hún segir þeim fjölga sem leiti til þeirra vegna yngri barna. Foreldrahúsi bárust í júlí á þriðja tug fyrirspurna tengda vímuefnaneyslu barna og ungmenna, hegðunarvanda þeirra og ofbeldi. Mikil fjölgun hefur verið á komum til samtakanna síðustu ár en árið 2019 voru þær 2.410 en 3.476 í fyrra. Komur í Foreldrahús síðustu fjögur ár. Vísir/Sara „Það hafa komið mjög margar fyrirspurnir í sumar, óvenju margar miðað við síðustu sumur,“ segir Berglind Gunnarsdóttir Strandberg framkvæmdastjóri Foreldrahúss og að fyrirspurnirnar eigi það sameiginlegt að varða ofbeldi barna og ungmenna, vímuefnaneyslu þeirra og hegðunarvanda og að oft skarist þær hjá fólki og vandinn sé fjölþættur. Hún segir að þessi bylgja, sem kom í júlí, hafi alltaf áður komið í september og hafi þá að einhverju leyti fylgt því að foreldrar séu þá að taka eftir því sem hafi gerst um sumarið. Mögulega sé fólk að fylgjast betur með en að það sé veruleg aukning, sem komi þeim á óvart. Berglind segir misjafnt hvenær foreldrar leiti til þeirra en að þeim hafi fjölgað sem leiti til þeirra vegna yngri barna. „Það fer niður aldurinn. Það eru yngri börn að koma inn og er bakslag í því. Það eru allt niður í þrettán ára sem eru að neyta kannabis og annarra efna,“ segir hún og að ákveðnar breytingar séu oft til marks um það að barnið sé farið að neyta vímuefna. „Þegar þau sýna ákveðna hegðun sem passar ekki fyrir þau. Skólasóknin fer niður, einkunnir fara niður og þeim er meira sama. Þau skipta um vini og fara á milli hverfa,“ segir Berglind og þannig séu ýmis teikn á lofti. Auk þess hætti mörg í þeim tómstundum sem þau hafi ástundað og verði áhugalaus um margt sem hafi skipt þau máli. Hún segir misjafnt hvenær fólk leiti til þeirra, sumir komi sjálfir en að aðrir fái tilvísun frá lögreglu eða barnaverndaryfirvöldum. Hún segir fjölbreytt úrræði í boði en að betur þurfi að styðja við þau. „Það þarf að styðja við úrræði eins og okkar sem eru með inngrip og fræðslu. Við þurfum meira, það er ekki spurning,“ segir Berglind og að mikilvægt sé fyrir fólk að leita aðstoðar um leið og vandinn liggur fyrir. Það geti allir leitað til þeirra og þau veiti aðstoð til fjölskyldunnar saman. Hún segir nauðsynlegt sé að samfélagið viðurkenni vandann betur. „Mér finnst við ekki viðurkenna þennan vanda nógu vel. Orðræðan hefur verið sú að það sé allt svo gott hérna en við erum ekkert öðruvísi en önnur lönd. Það er gott aðgengi að vímuefnum og við sjáum það. Auðvitað þarf að gera eitthvað við þann vanda. Viðurkenna að það er vanlíðan og vímuefni, bara viðurkenna það.“ Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Réttindi barna Tengdar fréttir Færri týnd börn með fíknivanda en áður Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. 26. júlí 2023 07:01 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Foreldrahúsi bárust í júlí á þriðja tug fyrirspurna tengda vímuefnaneyslu barna og ungmenna, hegðunarvanda þeirra og ofbeldi. Mikil fjölgun hefur verið á komum til samtakanna síðustu ár en árið 2019 voru þær 2.410 en 3.476 í fyrra. Komur í Foreldrahús síðustu fjögur ár. Vísir/Sara „Það hafa komið mjög margar fyrirspurnir í sumar, óvenju margar miðað við síðustu sumur,“ segir Berglind Gunnarsdóttir Strandberg framkvæmdastjóri Foreldrahúss og að fyrirspurnirnar eigi það sameiginlegt að varða ofbeldi barna og ungmenna, vímuefnaneyslu þeirra og hegðunarvanda og að oft skarist þær hjá fólki og vandinn sé fjölþættur. Hún segir að þessi bylgja, sem kom í júlí, hafi alltaf áður komið í september og hafi þá að einhverju leyti fylgt því að foreldrar séu þá að taka eftir því sem hafi gerst um sumarið. Mögulega sé fólk að fylgjast betur með en að það sé veruleg aukning, sem komi þeim á óvart. Berglind segir misjafnt hvenær foreldrar leiti til þeirra en að þeim hafi fjölgað sem leiti til þeirra vegna yngri barna. „Það fer niður aldurinn. Það eru yngri börn að koma inn og er bakslag í því. Það eru allt niður í þrettán ára sem eru að neyta kannabis og annarra efna,“ segir hún og að ákveðnar breytingar séu oft til marks um það að barnið sé farið að neyta vímuefna. „Þegar þau sýna ákveðna hegðun sem passar ekki fyrir þau. Skólasóknin fer niður, einkunnir fara niður og þeim er meira sama. Þau skipta um vini og fara á milli hverfa,“ segir Berglind og þannig séu ýmis teikn á lofti. Auk þess hætti mörg í þeim tómstundum sem þau hafi ástundað og verði áhugalaus um margt sem hafi skipt þau máli. Hún segir misjafnt hvenær fólk leiti til þeirra, sumir komi sjálfir en að aðrir fái tilvísun frá lögreglu eða barnaverndaryfirvöldum. Hún segir fjölbreytt úrræði í boði en að betur þurfi að styðja við þau. „Það þarf að styðja við úrræði eins og okkar sem eru með inngrip og fræðslu. Við þurfum meira, það er ekki spurning,“ segir Berglind og að mikilvægt sé fyrir fólk að leita aðstoðar um leið og vandinn liggur fyrir. Það geti allir leitað til þeirra og þau veiti aðstoð til fjölskyldunnar saman. Hún segir nauðsynlegt sé að samfélagið viðurkenni vandann betur. „Mér finnst við ekki viðurkenna þennan vanda nógu vel. Orðræðan hefur verið sú að það sé allt svo gott hérna en við erum ekkert öðruvísi en önnur lönd. Það er gott aðgengi að vímuefnum og við sjáum það. Auðvitað þarf að gera eitthvað við þann vanda. Viðurkenna að það er vanlíðan og vímuefni, bara viðurkenna það.“
Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Réttindi barna Tengdar fréttir Færri týnd börn með fíknivanda en áður Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. 26. júlí 2023 07:01 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Færri týnd börn með fíknivanda en áður Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. 26. júlí 2023 07:01