Þetta kemur fram í frétt mbl.is um málið.
Lögreglan á Suðurlandi kallaði eftir aðstoð björgunarsveita við leit að erlendum ferðamönnum við Kerlingafjöll.
Um var að ræða erlent göngupar og óskuðu þau sjálf eftir aðstoð klukkan 21.45, þegar þau hafi ekki fundið leið til byggða. Þau fundust heil á húfi.
Fréttin var uppfærð eftir að kom í ljós að gönguparið fannst.