Vegan búðinni lokað en eigandinn trúir á kraftaverk Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. ágúst 2023 21:30 Vegan búðin hefur verið sögð stærsta vegan dagvörubúð heims. Vísir/Vilhelm Vegan búðinni í Skeifunni í Reykjavík verður lokað á næstunni. Eigandi matvöruverslunarinnar segir ástæðuna vera hátt leiguverð og krefjandi aðstæður til innflutnings. Hann trúi þó á kraftaverk. Verslunin var opnuð árið 2019 í Skeifunni þar sem verslun Bónus var áður til húsa. Hefur þar eingöngu verið boðið upp á vegan matvörur, það er engar dýraafurðir. Eigendaskipti urðu í júní þegar Vegan Junk ehf. festi kaup á búðinni. Undir færslu á Facebook-hópnum Vegan Ísland segir Daniel Ivánovics, eigandi búðarinnar, að ýmislegt komi til. „Við þyrftum 2,2 sinnum meiri tekjur en við höfum núna til þess að geta borgað leigu,“ skrifar Daniel og heldur áfram: „Innflutningur hefur verið ótrúlega krefjandi, að sex mánuðum liðnum hefðum við getað bætt úrvalið til muna en við höfum runnið út á tíma. Áform mín til þess að bjarga rekstrinum áttu að fara loks af stað í næstu viku en ég hef hætt við þau þar sem við erum nú þegar of nálægt endalokunum, enn og aftur höfum við ekki nægan tíma.“ Hann segir áframhaldandi rekstur Vegan búðarinnar og Junkyard vera áhættu. „Enginn veit hvað mun gerast. Þetta gæti þróast í ýmsar áttir og lausnir sem gætu þróast en við verðum bara að bíða og sjá.“ Loks segir Daniel að út ágústmánuð verði búðin lokuð á sunnudögum, mánudögum og þriðjudögum. „Við lögðum allt í þetta, veðjuðum á rauðan en stundum sigrar húsið. Ég trúi samt á kraftaverk,“ skrifar Daniel að lokum. Vegan Neytendur Verslun Reykjavík Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Verslunin var opnuð árið 2019 í Skeifunni þar sem verslun Bónus var áður til húsa. Hefur þar eingöngu verið boðið upp á vegan matvörur, það er engar dýraafurðir. Eigendaskipti urðu í júní þegar Vegan Junk ehf. festi kaup á búðinni. Undir færslu á Facebook-hópnum Vegan Ísland segir Daniel Ivánovics, eigandi búðarinnar, að ýmislegt komi til. „Við þyrftum 2,2 sinnum meiri tekjur en við höfum núna til þess að geta borgað leigu,“ skrifar Daniel og heldur áfram: „Innflutningur hefur verið ótrúlega krefjandi, að sex mánuðum liðnum hefðum við getað bætt úrvalið til muna en við höfum runnið út á tíma. Áform mín til þess að bjarga rekstrinum áttu að fara loks af stað í næstu viku en ég hef hætt við þau þar sem við erum nú þegar of nálægt endalokunum, enn og aftur höfum við ekki nægan tíma.“ Hann segir áframhaldandi rekstur Vegan búðarinnar og Junkyard vera áhættu. „Enginn veit hvað mun gerast. Þetta gæti þróast í ýmsar áttir og lausnir sem gætu þróast en við verðum bara að bíða og sjá.“ Loks segir Daniel að út ágústmánuð verði búðin lokuð á sunnudögum, mánudögum og þriðjudögum. „Við lögðum allt í þetta, veðjuðum á rauðan en stundum sigrar húsið. Ég trúi samt á kraftaverk,“ skrifar Daniel að lokum.
Vegan Neytendur Verslun Reykjavík Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira