EncroChat Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 14. ágúst 2023 08:01 Eftir því sem næst verður komist lagði franska lögreglan í samstarfi við hollensku lögregluna til atlögu við fjarskiptafyrirtækið EncroChat árið 2019 með því brjótast inn í fjarskiptakerfi fyrirtækisins og koma fyrir hugbúnaði sem gerði frönsku lögreglunni kleift að hlaða niður skilaboðum og myndum um 60 þúsunda viðskiptavina EncroChat. Í lok apríl 2020 var franska lögreglan búin að hlaða niður milljónum skilaboða og hundruðum þúsunda mynda frá viðskiptavinum EncroChat óháð því hvort viðkomandi var grunaður um refsiverða háttsemi eða ekki. Aðgerðin fór fram með heimild frá frönskum dómstólum. Enginn slík lagaheimild er í íslenskum lögum. Íslenskir dómstólar hefðu því hafnað kröfunni. Fyrir liggur að framlagning og notkun svokallaðra EncroChat gagna, sem franska lögreglan aflaði og deildi með Europol og síðan öðrum ríkjum, hefur vakið upp áleitnar spurningar um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Hafa dómstólar í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Svíþjóð og víðar haft uppi efasemdir um lögmæti gagnanna, notkun þeirra og sönnunargildi í sakamálum. Hér má meðal annars benda á dóma Hæstaréttar Frakklands (Cour de Cassation) í máli nr. 21/85148, frá 11 október 2022 og máli nr 21/85763, frá 25. október 2022 og dóms Hæstaréttar Ítalíu (Corte di Cassazione), í máli nr. 32915/2022, frá 15. júlí 2022. Með ákvörðun 19. október 2022, óskaði héraðsdómstóll í Þýskalandi, Landgerith Berlin, eftir ráðgefandi áliti frá Evrópudómstólnum, um það hvort að notkun EncroChat gagnanna stæðist löggjöf Evrópusambandsins. Málið var síðast tekið fyrir, 4. júlí 2023, þar sem saksóknarar frá Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Ungverjalandi, Tékklandi og Svíþjóð gáfu skýrslu í 7 klukkutíma langri fyrirtöku hjá Evrópudómstólnum. Jafnframt hefur mannréttindadómstól Evrópu nú þegar ákveðið að taka tvö EncroChat mál gegn Frakklandi til meðferðar (sjá A.L. gegn Frakklandi nr. 44715/2020 og E.J. gegn Frakklandi nr. 47930/2021). Þessi mikilvægu úrlausnarefni, um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð í sakamálum, sem eru til meðferðar hjá æðstu dómstólum í Evrópu, Evrópudómstólnum og mannréttindadómstól Evrópu, hafa ekki valdið íslenskum dómstólum vöku til þessa Í máli Landsréttar nr. 745/2022, var tekist á um lögmæti EncroChat gagnanna, en þar byggðu varnir ákærðu meðal annars á því: 1) Að gögnin væru á Excel formati og algjörlega óvarin. 2) Því gæti hver sem er sem hefði aðgang að gögnunum breytt þeim að vild og því væri áreiðanleiki gagnanna enginn. 3) Að ekkert hefði verið upplýst með hvaða hætti franska lögreglan aflaði gagnanna, s.s. hvaða tölvubúnaður var notaður, hvaða aðferðum var beitt, hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt m.a. óslitin sönnunarkeðja. 4) Að takmarkaðar upplýsingar lægju fyrir um hvernig gögnin fóru frá frönsku lögreglunni til Europol og þaðan áfram til annarra landa og hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt í hverju landi fyrir sig. 6) Að ekkert lægi fyrir um það hversu margir hefðu haft aðgang að gögnunum. Þessum mikilvægu spurningum, um grundvallarmannréttindi s.s. réttaröryggi, gagnaöryggi, vörslur og áreiðanleika gagna í sakamálum, sem æðstu dómstólar í Evrópu, Evrópudómstólinn og mannréttindadómstóll Evrópu, hafa fjallað um af fullri alvöru og með gagnrýnum og rökstuddum hætti, ákváðu íslenskir dómstólar að láta að mestu leyti ósvarað sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 745/2022. Í dómi héraðsdóms kom fram án þess að það hafi verið rökstutt frekar: ,,Ekkert í málinu bendir til annars en að fyllilega sé hægt að treysta þessum gögnum.” Og í dómi Landsréttar sagði: ,,Að virtum aðdraganda þess að gögnin bárust lögreglu og upplýsingum um vistun þeirra er ekkert fram komið sem gefur tilefni til þess að að ætla að gögnin séu óáreiðanleg þannig að ekki verði á þeim byggt um úrlausn um sakargiftir samkvæmt ákæru. Breytir þar engu þótt verjandi ákærða hafi fengið afrit af gögnunum á Excel-formi og breytt þeim að vild.” Að mínu mati geta gögn, sem ekki liggur fyrir hvernig var aflað, hvernig þau voru vörsluð, hvernig þeim var miðlað og hvernig öryggi þeirra og áreiðanleiki var tryggður og hægt var að breyta að vild, ekki verið lögmætur grundvöllur að útgáfu ákæru og sakfellingu í sakamáli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og var verjandi eins af ákærðu í máli Landsréttar nr. 745/2022 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Eftir því sem næst verður komist lagði franska lögreglan í samstarfi við hollensku lögregluna til atlögu við fjarskiptafyrirtækið EncroChat árið 2019 með því brjótast inn í fjarskiptakerfi fyrirtækisins og koma fyrir hugbúnaði sem gerði frönsku lögreglunni kleift að hlaða niður skilaboðum og myndum um 60 þúsunda viðskiptavina EncroChat. Í lok apríl 2020 var franska lögreglan búin að hlaða niður milljónum skilaboða og hundruðum þúsunda mynda frá viðskiptavinum EncroChat óháð því hvort viðkomandi var grunaður um refsiverða háttsemi eða ekki. Aðgerðin fór fram með heimild frá frönskum dómstólum. Enginn slík lagaheimild er í íslenskum lögum. Íslenskir dómstólar hefðu því hafnað kröfunni. Fyrir liggur að framlagning og notkun svokallaðra EncroChat gagna, sem franska lögreglan aflaði og deildi með Europol og síðan öðrum ríkjum, hefur vakið upp áleitnar spurningar um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Hafa dómstólar í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Svíþjóð og víðar haft uppi efasemdir um lögmæti gagnanna, notkun þeirra og sönnunargildi í sakamálum. Hér má meðal annars benda á dóma Hæstaréttar Frakklands (Cour de Cassation) í máli nr. 21/85148, frá 11 október 2022 og máli nr 21/85763, frá 25. október 2022 og dóms Hæstaréttar Ítalíu (Corte di Cassazione), í máli nr. 32915/2022, frá 15. júlí 2022. Með ákvörðun 19. október 2022, óskaði héraðsdómstóll í Þýskalandi, Landgerith Berlin, eftir ráðgefandi áliti frá Evrópudómstólnum, um það hvort að notkun EncroChat gagnanna stæðist löggjöf Evrópusambandsins. Málið var síðast tekið fyrir, 4. júlí 2023, þar sem saksóknarar frá Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Ungverjalandi, Tékklandi og Svíþjóð gáfu skýrslu í 7 klukkutíma langri fyrirtöku hjá Evrópudómstólnum. Jafnframt hefur mannréttindadómstól Evrópu nú þegar ákveðið að taka tvö EncroChat mál gegn Frakklandi til meðferðar (sjá A.L. gegn Frakklandi nr. 44715/2020 og E.J. gegn Frakklandi nr. 47930/2021). Þessi mikilvægu úrlausnarefni, um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð í sakamálum, sem eru til meðferðar hjá æðstu dómstólum í Evrópu, Evrópudómstólnum og mannréttindadómstól Evrópu, hafa ekki valdið íslenskum dómstólum vöku til þessa Í máli Landsréttar nr. 745/2022, var tekist á um lögmæti EncroChat gagnanna, en þar byggðu varnir ákærðu meðal annars á því: 1) Að gögnin væru á Excel formati og algjörlega óvarin. 2) Því gæti hver sem er sem hefði aðgang að gögnunum breytt þeim að vild og því væri áreiðanleiki gagnanna enginn. 3) Að ekkert hefði verið upplýst með hvaða hætti franska lögreglan aflaði gagnanna, s.s. hvaða tölvubúnaður var notaður, hvaða aðferðum var beitt, hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt m.a. óslitin sönnunarkeðja. 4) Að takmarkaðar upplýsingar lægju fyrir um hvernig gögnin fóru frá frönsku lögreglunni til Europol og þaðan áfram til annarra landa og hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt í hverju landi fyrir sig. 6) Að ekkert lægi fyrir um það hversu margir hefðu haft aðgang að gögnunum. Þessum mikilvægu spurningum, um grundvallarmannréttindi s.s. réttaröryggi, gagnaöryggi, vörslur og áreiðanleika gagna í sakamálum, sem æðstu dómstólar í Evrópu, Evrópudómstólinn og mannréttindadómstóll Evrópu, hafa fjallað um af fullri alvöru og með gagnrýnum og rökstuddum hætti, ákváðu íslenskir dómstólar að láta að mestu leyti ósvarað sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 745/2022. Í dómi héraðsdóms kom fram án þess að það hafi verið rökstutt frekar: ,,Ekkert í málinu bendir til annars en að fyllilega sé hægt að treysta þessum gögnum.” Og í dómi Landsréttar sagði: ,,Að virtum aðdraganda þess að gögnin bárust lögreglu og upplýsingum um vistun þeirra er ekkert fram komið sem gefur tilefni til þess að að ætla að gögnin séu óáreiðanleg þannig að ekki verði á þeim byggt um úrlausn um sakargiftir samkvæmt ákæru. Breytir þar engu þótt verjandi ákærða hafi fengið afrit af gögnunum á Excel-formi og breytt þeim að vild.” Að mínu mati geta gögn, sem ekki liggur fyrir hvernig var aflað, hvernig þau voru vörsluð, hvernig þeim var miðlað og hvernig öryggi þeirra og áreiðanleiki var tryggður og hægt var að breyta að vild, ekki verið lögmætur grundvöllur að útgáfu ákæru og sakfellingu í sakamáli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og var verjandi eins af ákærðu í máli Landsréttar nr. 745/2022
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun