Íslensk yfirvöld nýta ekki alþjóðlegar viðvörunarsamskiptareglur við hamfarir Aron Heiðar Steinsson skrifar 14. ágúst 2023 16:01 Helsta kennileiti og aðdráttarafl Íslands er hrífandi landslag eyjunnar og þau náttúruundur sem hér má finna. Þessi einkenni eru einnig hennar helsta ógn, en hér þarf stöðugt að gera ráð fyrir snjóflóðum, jarðskjálftum og ógn af virkum eldfjöllum, auk annara óhjákvæmilegra náttúruafla sem hér ríkja. Í dag nýta yfirvöld og almannavarnir sér sms kerfi sem sækir gögn um staðsetningu einstaklinga og sendir þeim sms um hættur á því svæði sem það kann að vera á. Þetta kerfi er bæði seinlegt og óskilvirkt. Oft tekur langan tíma að senda út skilaboð á marga einstaklinga í einu þar sem sms skilaboð hafa lágan forgang í meðhöndlun gagna í fjarskiptakerfum. Einnig þurfa sms til ferðamanna að ferðast fyrst til heimalands þeirra og síðan til baka og eru oft ekki að skila sér á leiðarenda. Íslensk fjarskiptafélög hafa lagt til skilvirka og áreiðanlega neyðar samskiptatækni sem kallast sellu útsending (e. Cell broadcast) við yfirvöld í stað hefðbundinna sms-viðvarana. Þessi tækni sendir út viðvörunar skilaboð á alla notendur sem tengjast ákveðnum farsímasendi á svæði sem hætta er á og getur þar með tryggt öryggi og velferð þeirra sem staðsettir eru á Íslandi að hverju sinni við erfiðar aðstæður. Annar kostur við sellu útsendingu er forgangsröðun meldinga, þó sími sé á hljóðlausri stillingu eða upptekinn við aðra starfsemi þá hljóta þessi skilaboð forgang yfir það og eru meldingarnar meira áberandi en hefðbundin sms. Þetta gerir sellu útsendingu sannarlega ómissandi tól fyrir neyðarsamskipti þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Fjarskipafélög hér á landi hafa gert sér grein fyrir þeim möguleikum sem sellu útsendingar bjóða upp á og hafa reglulega leitað til almannavarna, viðbragðsaðila og löggvalds. Í þeim tilgangi að beita sér fyrir því að þessi tækni verði samþykkt sem ákjósanlegasta leiðin til þess að miðla neyðarviðvörunum þegar náttúruhamfarir ógna öryggi almennings. Til þess hafa fjarskiptafyrirtækin vísað til dæma frá öðrum löndum þar sem sellu útsending hefur sannað gildi sitt og verndað mannslíf. Þessi tækni hefur einnig verið notuð í mikilli mannmergð til að vekja athygli á annars konar ógn t.d. vopnuðum einstaklingum eða mannráni. Þrátt fyrir óneitanlega kosti sellu útsendinga, hafa íslensk yfirvöld sýnt tregðu við að tileinka sér þessa tækni í stað sms-viðvarana. Hvað því veldur er erfitt að segja, en mögulega gæti það stafað af þáttum eins og kunnugleika við sms skilaboð, kostnaðarsjónarmiðum, samhæfnisvandamálum við eldri tæki eða viðbúnað samskiptainnviða hjá hinu opinbera. Til þess að finna lausn á þessum vandamálum er þörf á aukinni samvinnu stjórnvalda, fjarskiptafyrirtækja og almannavarna svo unnt sé að taka upp nýjustu fjarskiptatækni. Á tímum sem þessum þar sem fjöldi ferðamanna hefur aldrei verið meiri og náttúruhamförum virðast fjölga með breytingu á loftslagi og auknum jarðhræringum hefur þörfin til þess að uppfæra neyðartilkynningar aldrei verið meiri. Með því að bregðast við þessum áhyggjum getur Ísland nýtt sér alla möguleika sellu útsendinga og með því aukið neyðarviðbragðsgetu sína og sett almannaöryggi í forgang á erfiðum tímum og skapað öruggara land fyrir öll. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur í fjarskiptageira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Helsta kennileiti og aðdráttarafl Íslands er hrífandi landslag eyjunnar og þau náttúruundur sem hér má finna. Þessi einkenni eru einnig hennar helsta ógn, en hér þarf stöðugt að gera ráð fyrir snjóflóðum, jarðskjálftum og ógn af virkum eldfjöllum, auk annara óhjákvæmilegra náttúruafla sem hér ríkja. Í dag nýta yfirvöld og almannavarnir sér sms kerfi sem sækir gögn um staðsetningu einstaklinga og sendir þeim sms um hættur á því svæði sem það kann að vera á. Þetta kerfi er bæði seinlegt og óskilvirkt. Oft tekur langan tíma að senda út skilaboð á marga einstaklinga í einu þar sem sms skilaboð hafa lágan forgang í meðhöndlun gagna í fjarskiptakerfum. Einnig þurfa sms til ferðamanna að ferðast fyrst til heimalands þeirra og síðan til baka og eru oft ekki að skila sér á leiðarenda. Íslensk fjarskiptafélög hafa lagt til skilvirka og áreiðanlega neyðar samskiptatækni sem kallast sellu útsending (e. Cell broadcast) við yfirvöld í stað hefðbundinna sms-viðvarana. Þessi tækni sendir út viðvörunar skilaboð á alla notendur sem tengjast ákveðnum farsímasendi á svæði sem hætta er á og getur þar með tryggt öryggi og velferð þeirra sem staðsettir eru á Íslandi að hverju sinni við erfiðar aðstæður. Annar kostur við sellu útsendingu er forgangsröðun meldinga, þó sími sé á hljóðlausri stillingu eða upptekinn við aðra starfsemi þá hljóta þessi skilaboð forgang yfir það og eru meldingarnar meira áberandi en hefðbundin sms. Þetta gerir sellu útsendingu sannarlega ómissandi tól fyrir neyðarsamskipti þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Fjarskipafélög hér á landi hafa gert sér grein fyrir þeim möguleikum sem sellu útsendingar bjóða upp á og hafa reglulega leitað til almannavarna, viðbragðsaðila og löggvalds. Í þeim tilgangi að beita sér fyrir því að þessi tækni verði samþykkt sem ákjósanlegasta leiðin til þess að miðla neyðarviðvörunum þegar náttúruhamfarir ógna öryggi almennings. Til þess hafa fjarskiptafyrirtækin vísað til dæma frá öðrum löndum þar sem sellu útsending hefur sannað gildi sitt og verndað mannslíf. Þessi tækni hefur einnig verið notuð í mikilli mannmergð til að vekja athygli á annars konar ógn t.d. vopnuðum einstaklingum eða mannráni. Þrátt fyrir óneitanlega kosti sellu útsendinga, hafa íslensk yfirvöld sýnt tregðu við að tileinka sér þessa tækni í stað sms-viðvarana. Hvað því veldur er erfitt að segja, en mögulega gæti það stafað af þáttum eins og kunnugleika við sms skilaboð, kostnaðarsjónarmiðum, samhæfnisvandamálum við eldri tæki eða viðbúnað samskiptainnviða hjá hinu opinbera. Til þess að finna lausn á þessum vandamálum er þörf á aukinni samvinnu stjórnvalda, fjarskiptafyrirtækja og almannavarna svo unnt sé að taka upp nýjustu fjarskiptatækni. Á tímum sem þessum þar sem fjöldi ferðamanna hefur aldrei verið meiri og náttúruhamförum virðast fjölga með breytingu á loftslagi og auknum jarðhræringum hefur þörfin til þess að uppfæra neyðartilkynningar aldrei verið meiri. Með því að bregðast við þessum áhyggjum getur Ísland nýtt sér alla möguleika sellu útsendinga og með því aukið neyðarviðbragðsgetu sína og sett almannaöryggi í forgang á erfiðum tímum og skapað öruggara land fyrir öll. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur í fjarskiptageira.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar