„Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“ Máni Snær Þorláksson skrifar 14. ágúst 2023 17:15 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að hann myndi ekki baða sig í Viti eins og staðan er núna. Vísir/Arnar Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi. „Ennþá er ekki farið að sjá merki um að leikar séu farnir að æsast ef svo má að orði komast. En þetta getur náttúrulega ekki haldið áfram svona endalaust. Ef þetta heldur svona áfram þá er líklegt að það endi með gosi, hvenær það verður er ekki gott að segja,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að Askja sé búin að vera að þenjast út í tvö ár. Hún sé búin að lyftast um sextíu, sjötíu sentímetra á þeim tíma. „Þetta telst mikið í flestum eldfjöllum en Askja er svolítið sérstök því hún var búin að síga um allt að einn og hálfan metra á síðustu fimmtíu árum á undan.“ Verið að gera betri mælingar Magnús segir að yfirvöld eigi örugglega eftir að skoða það að færa gönguleiðir og loka aðgengi að ákveðnum hlutum Öskju. Verið sé að fara á svæðið til að gera betri mælingar. „Það er hópur að fara þangað núna að mæla til að geta fengið sem skýrasta mynd af því sem er í gangi núna og hvar það stendur,“ segir hann. Þá segir Magnús að enn séu ekki komin merki um að eldgos sé að hefjast. Fyrir gosið árið 1961 hafi komið skýr merki vikurnar á undan um aukinn jarðhita og gufusprengingar. „Það er eitthvað sem við höfum að minnsta kosti ekki séð ennþá en þurfum að vera vakandi fyrir.“ Hann vekur athygli á því að tjaldsvæðið og skálinn á svæðinu sé langt fyrir utan hættusvæðið. Fólk þurfi ekki að hætta við ferðir þangað, það þurfi þó að fylgja mjög vel þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Sjálfur myndi hann til dæmis ekki taka sundsprett í Víti eins og staðan er. „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna, ég held að það eigi ekki að gera það núna.“ Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Ennþá er ekki farið að sjá merki um að leikar séu farnir að æsast ef svo má að orði komast. En þetta getur náttúrulega ekki haldið áfram svona endalaust. Ef þetta heldur svona áfram þá er líklegt að það endi með gosi, hvenær það verður er ekki gott að segja,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að Askja sé búin að vera að þenjast út í tvö ár. Hún sé búin að lyftast um sextíu, sjötíu sentímetra á þeim tíma. „Þetta telst mikið í flestum eldfjöllum en Askja er svolítið sérstök því hún var búin að síga um allt að einn og hálfan metra á síðustu fimmtíu árum á undan.“ Verið að gera betri mælingar Magnús segir að yfirvöld eigi örugglega eftir að skoða það að færa gönguleiðir og loka aðgengi að ákveðnum hlutum Öskju. Verið sé að fara á svæðið til að gera betri mælingar. „Það er hópur að fara þangað núna að mæla til að geta fengið sem skýrasta mynd af því sem er í gangi núna og hvar það stendur,“ segir hann. Þá segir Magnús að enn séu ekki komin merki um að eldgos sé að hefjast. Fyrir gosið árið 1961 hafi komið skýr merki vikurnar á undan um aukinn jarðhita og gufusprengingar. „Það er eitthvað sem við höfum að minnsta kosti ekki séð ennþá en þurfum að vera vakandi fyrir.“ Hann vekur athygli á því að tjaldsvæðið og skálinn á svæðinu sé langt fyrir utan hættusvæðið. Fólk þurfi ekki að hætta við ferðir þangað, það þurfi þó að fylgja mjög vel þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Sjálfur myndi hann til dæmis ekki taka sundsprett í Víti eins og staðan er. „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna, ég held að það eigi ekki að gera það núna.“
Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira