Bílnum var ekið á umferðarskilti og hvolfdi. Hann endaði á fjölförnum hjólastíg við götuna og fór meðal annars yfir biðstöð fyrir hjólreiðafólk við gatnamót Reykjavegar og Suðurlandsbrautar.
Hluti af skilti biðstöðarinnar lá beint fyrir framan framhlutann á bílnum eftir veltuna. Búið er að ná ökumanni bílsins út og hann er kominn í sjúkrabíl.
Að sögn Jónasar Árnasonar, vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, var ökumaðurinn á fæti eftir slys og útlit fyrir að meiðsl séu ekki alvarleg.
Ökumaðurinn hefur verið fluttur á slysadeild Landspítalans. Lögregla og slökkvilið hefur nú lokið hreinsun vettvangs slyssins.
Frétt uppfærð kl. 16:30. Starfi viðbragðsaðila á vettvangi er lokið.

